Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 20
18. desember 2013 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is GULLFALLEG OG BRÁÐSKEMMTILEG SAGA! Geisladiskur með upplestri á sögunni fylgir SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR, MORGUNBLAÐINU 2. prentun komin í vers lanir! Frumvarp um breytingar á tollalögum er til umræðu á Alþingi núna og stefnir í að það verði lögfest nú fyrir jól. Umrætt frumvarp kemur ekki til af góðu. Það er í raun önnur tilraun stjórnvalda til að bregðast við aðfinnslum umboðsmanns Alþingis varðandi úthlutun tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurð- um. En málið er ennþá stærra. Það snýst fyrst og síðast um skuldbindingar íslenska ríkisins gagnvart Alþjóðavið- skiptastofnuninni (WTO), möguleika til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð, lögmæti gjaldtöku og rétt neytenda til aðgengis að ódýrari matvöru. Efni frumvarps- ins breytir engu um þá staðreynd að íslenska ríkið uppfyllir ekki þjóðrétt- arlegar skyldur sínar og innheimtir umtalsverð gjöld án þess að fyrir þeirri gjaldheimtu sé fullnægjandi lagastoð. Það er því mikilvægt að endurskoðun á lögunum fari fram að vel ígrunduðu máli og með hagsmuni almennings að leiðar- ljósi. Ennfremur má minna á að stjórn- völd vinna nú að einföldun regluverks en umgjörð um tollvernd búvara þarf svo sannarlega á því að halda að regluum- gjörð sé einfölduð. Við meðferð málsins tók atvinnuvega- nefnd Alþingis það til meðferðar. Félag atvinnurekenda benti á ofangreinda meinbugi og í umsögn Samkeppniseftir- litsins sagði til dæmis: „Tollkvótar hafa almennt í för með sér neikvæð áhrif á samkeppni sem veldur bæði atvinnulífi og neytendum tjóni.“ Þá beinir eftirlitið því til nefndarinnar „að beita sér fyrir því að horfið verði frá aðgangshindr- unum sem almennt felast í tollkvótum á innflutningi á búvörum“. Aðfinnslurnar voru sem sagt afger- andi og flestar á einn veg. Þær kölluðu á afgerandi afstöðu nefndarinnar og mikla bragarbót á frumvarpinu. Undirritaður fylltist því bjartsýni þegar breytingartil- laga nefndarinnar við frumvarpið kom fram. Bjartsýni fyrir hönd neytenda og fyrir hönd borgara sem vilja að íslenska ríkið standi við skuldbindingar sínar og vandi lagasetningu. Nú skyldi láta hend- ur standa fram úr ermum. En sú gleði varð skammvinn. Aðeins ein breyting var gerð af nefndinni. Sú breyting var af smærri gerðinni. Orðinu „og“ skyldi bætt við eina setningu í frumvarpinu. Annað skyldi standa óbreytt. Eftir allar þessar ábendingar og augljósu galla. Þrátt fyrir allt var breytingin eitt lítið „og“. Það var og. Var þetta allt „og“ sumt? VIÐSKIPTI Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Félags atvinnu- rekenda Milliganga um leiðréttingu Umræða var á þingi í gær þar sem Birgir Ármannsson, formaður utan- ríkismálanefndar, var spurður út í orð forsætisráðherra um að ESB hafi í raun slitið aðildarviðræðum við Ísland með því að skrúfa fyrir IPA-styrki hingað til lands. Svar Birgis var kýrskýrt. „Íslensk stjórnvöld hafa ekki slitið viðræðunum,“ og „auðvitað, eins og hv. þingmaður veit, hefur heldur ekki verið um að ræða slíka formlega ákvörðun af hálfu Evrópusambandsins.“ Það er ekkert nema jákvætt að stjórnarand- staðan geti haft milligöngu um að stjórnarliðar leiðrétti misskiln- ing hver annars. Ískyggilegt sjálfstæði Þorsteinn Sæmundsson, samflokksmaður for- sætisráðherra, sté einnig í pontu og vék orðum að þeirri fásinnu að Seðlabank- inn hefði sett spurningarmerki við skuldaleiðréttingartillögur stjórnarinnar og einn af sérfræðingum bankans segði að bann við verðtryggingu færi í einhverjum tilvikum gegn hagsmunum lántakenda. „Ég spyr mig á hvaða vegferð þessi banki er,“ sagði Þorsteinn. „Þetta gerist í kjölfar þess að hann lækkar ekki stýrivexti annan mánuðinn í röð. Ég velti fyrir mér hvort þessi stofnun valdi hlutverki sínu eða hvort rétt sé að breyta hlutverki hans vegna þess að mér finnst satt að segja ískyggilegt ef þessi höfuðstofnun efnahagsmála á Íslandi hefur ekki trú á því að við getum lagt af verðtryggingu og við séum dæmd til þess að vera um ófyrirséða framtíð í klóm hennar.“ Það er gott að þingmenn eru á tánum og láta sjálfstæðar stofnanir heyra það þegar þær ganga ekki í takt við stjórnvöld. „The RÚV is on fire“ Páll Magnússon varpaði sprengju í gær þegar hann sagði upp starfi sínu sem útvarpsstjóri. Nú hefur heyrst af því að frambærilegar kon- ur hægra megin við hina pólitísku miðju og með reynslu af fjölmiðlum séu farnar að uppfæra ferilskrárnar. thorgils@frettabladid.is S etning laga um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum er að mörgu leyti undarlegt mál. Ákvæði um að ákveðið hlutfall af eldsneytinu sem við kaupum á benzínstöðvum verði að vera lífdísill, metanól eða eitthvað svipað taka gildi um áramót. Tilgangurinn er góður; að minnka notkun jarðefnaelds- neytis og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Lögin eru hins vegar sett með tilvísan til Evróputilskipunar sem Ísland hefur sex ára frest til viðbótar til að uppfylla. Fulltrúar olíu- félaganna hafa kvartað undan skömmum aðlögunartíma og kostnaði og fyrirhöfn sem honum fylgir. Nú hefur atvinnuveganefnd Alþingis lagt fram frumvarp sem kveður á um að beðið verði fram á seinni hluta næsta árs með að beita sektarákvæðum ef fyrirtækin verða ekki tilbúin. Asinn við að koma löggjöfinni á virðist tilkominn vegna ákafa innlendra framleiðenda endurnýjanlegs eldsneytis að koma vöru sinni á innanlandsmarkað. Fyrir stuttu sagði Fréttablaðið frá því að uppruni málsins hefði verið sá að Carbon Recycling Inter- national, íslenzkt fyrirtæki sem framleiðir metanól til íblöndunar í benzín, hefði að eigin frumkvæði sent atvinnuvegaráðuneytinu drög að lagafrumvarpi, sem síðan varð að lögunum umdeildu. Atvinnuvegaráðuneytið hafnaði því að fyrirtækið hefði haft mikil áhrif á löggjöfina og benti á að mikill munur væri á texta skjalsins sem kom frá CRI og frumvarpsins, sem síðar var lagt fram á Alþingi. Það er rétt, en greining sem Gunnar Helgi Krist- insson stjórnmálafræðiprófessor og Haukur Arnþórsson stjórn- sýslufræðingur gerðu fyrir Fréttablaðið og sagt var frá í blaðinu í gær, sýnir að frumvarpsdrögin sem ráðuneytið sendi frá sér til vinnslu, áður en endanlegt frumvarp var lagt fram, voru að þremur fjórðuhlutum samhljóða texta skjalsins frá CRI. Gunnar Helgi sagði í Fréttablaðinu í gær að íslenzku ráðu- neytin væru svo lítil og veikburða og undir margvíslegu álagi, að þau væru berskjölduð fyrir þrýstingi hagsmunaaðila. Hann segist ekki þekkja önnur dæmi um að fyrirtæki sem á hagsmuna að gæta hafi beinlínis skrifað drög að lagafrumvarpi, það sé „óvenjulegt og örugglega óheppilegt“. Óhætt er að taka undir það. Lögin um endurnýjanlegt elds- neyti þjóna vissulega göfugum tilgangi og olíufyrirtækin virðast ekkert hafa á móti þeim sem slíkum; fremur hversu skammur tími gafst til að laga sig að löggjöfinni. En sú spurn- ing vaknar að sjálfsögðu hvort dæmin geti verið fleiri og hvort fyrirtæki eða hagsmunasamtök geti stokkið með þessum hætti inn í stefnumótunarhlutverk ráðuneytanna án þess að þau fái í raun rönd við reist. Það er ástæða til að rifja upp að ein af ályktunum þingmanna- nefndarinnar sem fjallaði um rannsóknarskýrslu Alþingis var að hún væri „áfellisdómur yfir íslenskri stjórnsýslu, verklagi hennar og skorti á formfestu jafnt í ráðuneytum sem sjálfstæð- um stofnunum sem undir ráðuneytin heyra.“ Sá lærdómur virðist ekki hafa komizt fyllilega til skila, miðað við þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í þessu máli. Undarleg vinnubrögð við samningu lagafrumvarps: Veikburða stjórnsýsla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.