Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 6
18. desember 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 ÞRIÐJA KJÖRTÍMABILIÐ HAFIÐ Angela Merkel var í gær útnefnd kanslari Þýskalands af Joachim Gauck forseta og mun hún þannig stýra helsta efnahagsveldi Evrópu þriðja kjörtímabilið í röð. Hún fer fyrir samsteypu- stjórn hennar eigin flokks, Kristilegra Demókrata, og Sósíaldemókrata, en flokkarnir störfuðu einnig saman á árunum 2005 til 2009. Í millitíðinni unnu Kristilegir Demókratar með Frjáls- lyndum demókrötum, en þeir duttu út af þingi í kosningunum í haust. SVEITARSTJÓRNIR Guðrún Pálsdótt- ir, sem lét af störfum bæjarstjóra í Kópavogi í apríl fyrra og fór á biðlaun út febrúar á þessu ári og tók þá við starfi sviðstjóra hjá bænum þar til það var lagt niður í október, á aftur rétt á tólf mán- aða biðlaunum. Í svari bæjarlögmanns við fyrirspurn Guðríðar Arnardótt- ur, bæjarfulltrúa Samfylkingar, kemur fram að gert hafi verið samkomulag við Guðrúnu í febrú- ar 2012 um að láta af bæjarstjór- astarfinu. Samkvæmt samkomu- laginu „sé sá tími sem Guðrún var frá störfum ekki rof á starfs- tíma hennar fyrir Kópavogsbæ,“ eins og segir í svari bæjarlög- manns. Bent er á í svarinu að Guðrún hafi byrjað að vinna hjá Kópa- vogsbæ 1. janúar 1986 og starf- aði óslitið fyrir Kópavogsbæ þar til það starf sem hún gegndi sem sviðsstjóri sérstakra verkefna var lagt niður af bæjarstjórninni. Ráðning Guðrúnar sem starfs- manns bæjarins hafi ekki rofnað þrátt fyrir biðlaunatímann. „Nú er staða lögð niður, og skal þá starfsmaður jafnan fá föst laun, er starfanum fylgdu, greidd í 6 mánuði frá því að hann lét af starfi, ef hann hefur verið í þjón- ustu sveitafélagsins skemur en 15 ár, en í 12 mánuði, eigi hann að baki lengri þjónustualdur,“ vitn- ar bæjarlögmaður í kjarasamning og segir að samkvæmt þessu eigi Guðrún rétt til biðlauna í 12 mán- uði frá 1. nóvember. gar@frettabladid.is Ráðning bæjarstjóra á biðlaunum órofin er hún sneri aftur sem sviðsstjóri: Á aftur rétt til eins árs biðlauna GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR Samkomulag um að láta af störfum sem bæjarstjóri fól í sér að litið var svo á að ráðningarsamband bæjarins við hana væri ekki rofið. Fréttablaðið/Stefán SAMFÉLAGSMÁL „Það geta allir gefið eitthvað fyrir jólin. Gjöfin þarf ekki að vera stór það er hugurinn sem gild- ir,“ segir Salmann Tamimi varafomaður Félags mús- lima á Íslandi. Salmann og eiginkona hans Ingibjörg Sigurjónsdóttur færðu Mæðrastyrksnefnd 70 lambalæri að gjöf í gær. Sal- mann segist hafa séð viðtal við tvær konur frá Mæðra- styrksnefnd á Stöð 2 og í kjölfarið langað til að styrkja nefndina. Hann hafði samband við Kaupfélag Skag- firðinga og keypti hjá þeim lambalæri fyrir 100 þúsund krónur og kaupfélagið ákvað að láta jafn háaupphæð af hendi.“Ég er þakklátur fyrir það, þá fá fleiri fjölskyldur kjöt í jólamáltíðina,“ segir Salmann og vill hvetja aðra til að gefa þurfandi. Það séu margir sem hafa lítið. „Þrátt fyrir að ég sé múslimi þá gleðst ég með öðrum um jólin. þau eru nauðsynleg hátíð. það er hins vegar erfitt að gleðjast þegar maður veit af einhverjum í neyð,“ Sjalfur segist Salmann borða London lamb á jólum. „Mér finnst hangikjöt ekki gott,“ segir hann og hlær. - jme Salmann Tamimi og eiginkona gáfu Mæðrastyrksnefnd 140 kíló af kjöti Gleðst með öðrum um jólin Kristilegir demókratar Sósíaldemókratar Frjálslyndir dem. Sósíaldemókratar 2005 2017 2005 20172009 2009 2013 2013 Í GÓÐAR ÞARFIR Salmann og Ingibjörg ásamt barnabörn- um, færa Mæðrastyrksnefnd kjöt að gjöf. „Erfitt að gleðjast þegar maður veit af einhverjum í neyð,“ segir Salmann. FRÉTTABLAÐIÐ/FRIÐRIK ÞÓR ÓSKORAÐUR LEIÐTOGI 1983 EFTIR EIRÍK GUÐMUNDSSON D Y N A M O R E Y K JA V ÍK ÁSTIN, ORÐIN OG BOWIE ÚT VIÐ YSTA HAF „Þetta nýja verk er hið besta frá Eiríks Guðmundssonar hendi til þessa og afhjúpar styrk hans hvað persónulegan stíl og frásagnarmáta varðar. (...) Heilt á litið einkennist 1983 af ljóðrænni einlægni, húmor og innsýn inn í þann menningarlega grunn er samtíminn hvílir á.“ – FBI, VÍÐSJÁ D Y N A M O D Y N A M O D Y N A M O D Y N A M O D Y N A M O D Y N A R E Y K J R E Y K J R E Y K J E Y K J E Y K J R E Y K R E Y A V ÍK A V ÍK A V ÍK A V ÍK A V ÍKÍ Tilnefning 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.