Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 42
KYNNING − AUGLÝSINGÖryggi barna MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 20138
SNJÓSLEÐAR OG ÞOTUR
Fylgjast þarf vel með því að börn leiki sér á öruggan hátt í snjó, útskýra
hvar hætturnar leynast og benda á örugg leiksvæði.
Hljóðmanir við umferðargötur, brekkur sem liggja að götum og umferðar-
götur eru ekki leiksvæði.
Slöngudráttur og sleðabrun við götur eru ekki örugg skemmtun.
Snjóruðningar eftir mokstur á götum geta verið freistandi leiksvæði. Þeir eru
hins vegar ekki öruggir því þakið getur hrunið yfir barnið og það kafnað.
Benda þarf börnum á að nota heldur ekki skafla til að renna sér á sleðum þar
sem þeir liggja oftast nálægt götum og börnin geta runnið stjórnlaust í veg
fyrir bíla.
Ekki leyfa börnum að nota bíla, mótorhjól eða önnur ökutæki til að draga sig
á þotum, sleðum eða slöngum eftir götum.
www.forvarnarhusid.is
UM BORÐ Í FLUGVÉL
Gott er að kynna sér þær
öryggisreglur sem gilda hjá
flugfélögum því þær geta verið
mismunandi milli félaga.
Þeir sem ferðast með börn yngri
en 2 ára þurfa ekki nauðsynlega
að kaupa sérsæti fyrir þau.
Almennt láta flugfélög foreldra
hafa laus sæti ef unnt er og
þá getur barnið setið öruggt í
barnabílstól. Ef engin aukasæti
eru laus situr foreldri með barnið
í fangi sér. Viðbótarlykkjubelti
eru öryggisbelti sem ætluð eru
yngstu farþegunum. Þetta belti
er þrætt í öryggisbeltið sem hinn
fullorðni notar og barnið síðan
spennt í það þar sem það situr í
fangi hins fullorðna.
Gott er að fá upplýsingar hjá
flugþjónum um hvernig er best
að festa barnabílstól í sæti. Þá
er gott ráð að hafa með sér mat
og drykk fyrir börnin. Passa þarf
að drekka ekki heita drykki með
börn í fanginu. Ekki er mælt með
að skipta á börnum á meðan
ókyrrð er í lofti.
Eldri börn geta orðið óróleg á
löngum ferðum og því þarf að
hafa eitthvað meðferðis sem
styttir þeim stundir. Mikilvægt
er að börnin sitji ávallt spennt í
sætinu meðan á fluginu stendur
vegna hættu á ókyrrð. Dæmi eru
um að börn hafi slasast þegar
matarvagnar hafa rekist á þau
eða vegna skyndilegrar ókyrrðar.
EKKI EFTIRLITSLAUS
NÁLÆGT VATNI
Ung börn geta drukknað á innan
við þremur mínútum í aðeins
2-5 cm djúpu vatni. Drukknun
getur átt sér stað víða til dæmis
í sundlaug, baði, setlaug, ám,
lækjum og ekki síst pollum. Það
getur gerst mjög skyndilega og
hljóðlega án hrópa eða busls í
vatninu.
Ekki má treysta eingöngu á
sundkennslubúnað, s.s. armakúta
eða sundjakka. Ung börn eru
forvitin og sífellt á ferðinni. Ef þau
lenda í erfiðleikum hafa þau litla
möguleika á að bjarga sér m.a.
vegna þess að höfuð þeirra er
hlutfallslega mjög þungt og stórt
miðað við líkamann og því eiga
þau erfitt með að lyfta höfðinu
upp til að ná andanum. Þungur
og fyrirferðarmikill fatnaður gerir
þeim erfitt fyrir að koma sér
upp og ekki má gleyma að kuldi
vatnsins getur dregið fljótt úr
kröftum þeirra.
Aldrei má skilja barn eftir eftir-
litslaust í nálægð við vatn.
Heimild: forvarnarhusid.is
SKRUDDA
www.skrudda.is
„Fyrsta flokks barnabók“
Tónlistin úr leiksýningunni „Skrímslið litla systir mín“ fylgir með á
geisladiski.
n er fallega myndskreytt af Björku Bjarkadóttur og
list Eivarar Pálsdóttur er skemmtileg viðbót við
andaða bók. Eins og aðrar fyrsta flokks barnabækur
höfðar bókin bæði til barna og fullorðinna.“
Ólöf Skaftadóttir, Frbl. 18. okt.
„Bóki
ón
v
t
Lísa í Undralandi í nýjum ævintýrum
Í gegnum spegilinn er sjálfstætt framhald Lísu í Undralandi og hefur löngum verið
talið eitt af meistaraverkum barnabókmenntanna. Kemur nú út í fyrsta sinn á íslensku
í vandaðri þýðingu Valdimars Briem og með upprunalegum myndskreytingum.
Frábærar
smábarnabækur
Hvernig er hægt að fá
börnin til að koma sér
upp góðum venjum
við heimanámið? Þessi
bók veitir ótal góð ráð
í því efni!
Handa öllum þeim
sem eiga erfitt með
að stilla skap sitt og
bregðast við stríðni og
öðrum streituvöldum.
Bækur fyrir börn og foreldra
Úrvalsbækur handa börnum
Ævintýraheimur barnanna
Glæsilegar útgáfur
með ævintýrum
Grimmsbræðra og
sögum úr sagnabálki
Esóps. Frábærar
myndskreytingar Vals
Biros leiða okkur inn
í töfrandi sagnaheim
liðinna alda.
Sögur sem öll börn
þurfa að kynnast.