Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 60
18. desember 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 40 The 20/20 Experience eftir Justin Timberlake Magna Carta Holy Grail eftir Jay Z Night Visions eftir Imagine Dragons Nothing Was the Same eftir Drake Beyonce eftir Beyonce ➜ Heimsþekktir lista- menn „Þetta er í fyrsta skiptið sem hátíðin er haldin hér á landi og við stefnum á að þetta verði stærsti viðburður í sögu sjónrænnar tón- listar og abstrakt kvikmynda hér á landi og þó víðar væri leitað,“ segir Curver Thoroddsen, kynn- ingarstjóri hátíðarinnar Reykjavík Visual Music Festival. Skilgreining á hugtakinu sjónræn tónlist á aldar- afmæli og af því tilefni var stofnuð Miðstöð sjónrænnar tónlistar en hún stendur fyrir hátíðinni. „Sjónræn tónlist er í raun nokk- urs konar sambland tónlistar, myndlistar, hreyfimynda og graf- ískrar hönnunar. Hugtakið hefur ekki verið mjög þekkt hér á landi en er að sækja í sig veðrið,“ útskýr- ir Curver. Um er að ræða mikið sjónarspil fyrir áhorfandann, þar sem tón- list og myndlist eða hreyfimynd mynda sameiginlega heild. Meðal dagskrárliða á hátíðinni eru sjónrænir tónleikar með heims- þekktum listamönnum á borð við Ryoji Ikeda, sem er mjög stórt nafn í allri raftónlist, tilraunatónlist og myndlistarheiminum, og Ryoichi Kurokawa. Á opnunartónleikum hátíðarinnar verða nokkur verk frumflutt sem sérstaklega voru samin fyrir hátíðina. „Það er mikill fengur að fá hing- að til lands listamenn á borð við Ryoji Ikeda og Ryoichi Kurokawa. Samstarf íslenskra og erlendra listamanna verður einnig í háveg- um haft. Anna Þorvalds og Sig- urður Guðjónsson vinna saman að verki og Hugi Guðmundsson vinnur með Bret Battey,“ bætir Curver við. Hátíðin, sem fram fer í Hörpu 30. janúar til 2. febrúar, er sam- starfsverkefni Reykjavík Center for Visual Music og Punto y Raya, sem er abstrakt kvikmyndahátíð á Spáni, sem nú verður haldin í fimmta sinn. „Miðstöð sjónrænnar tónlistar bauð Punto y Raya að halda hátíð sína á sama tíma hér á landi,“ segir Íris Stefánsdóttir, framkvæmda- stýra hátíðarinnar. Þá er hún einn- ig haldin að hluta til í samstarfi við Myrka músíkdaga. Samhliða atburðunum í Hörpu verður sýningin Hljómfall litar og línu opnuð í Listasafni Reykjavík- ur og 2014 Punto y Raya akademían mun bjóða upp á vinnustofur fyrir nemendur, þar sem virtir fagmenn á sviði hreyfimynda og sjónrænnar tónlistar kenna. Miðasala á hátíðina fer fram á harpa.is, bæði er hægt að kaupa miða á alla hátíðina og á staka atburði. - gunnarleo@frettabladid.is Sjónræn tónlistarhátíð Stærsti viðburður í sögu sjónrænnar tónlistar fer fram í Hörpu í lok janúar. MIKIL TILHLÖKKUN Curver Thoroddsen, kynningarstjóri hátíðarinnar, ásamt Írisi Stefánsdóttur, framkvæmdastýru hátíðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Verk Ryoichi Kurokawa hafa verið sýnd á alþjóðlegum hátíð- um og í söfnum víða um heim, þar á meðal Tate Modern, Fen- eyjatvíæringnum, Transmediale og Sonar. Árið 2010 hlaut hann Golden Nica á Prix Ars Electro- nica í flokki stafrænnar tónlistar og hljóðlista. Ryoji Ikeda er goðsögn í raf- tónlistarheiminum en mikil dulúð er yfir honum, þar sem hann veit- ir aldrei blaðaviðtöl og engar ljós- myndir eru til af honum. Báðir eru þeir japanskir. ÞRIÐJA SÓLÓPLATA POPPARANS, The 20/20 Experience, kom út á árinu, heilum sjö árum eftir að FutureSex/ LoveSounds leit dagsins ljós. PLATAN er tólfta hljóðversplata rapp- kóngsins Jay-Z. Platan hefur að geyma textabrot úr tveimur frægum lögum með Nirvana og R.E.M., Smells Like Teen Spirit og Losing My Religion. NIGHT VISIONS er fyrsta plata bandarísku hljómsveitarinnar Imagine Dragons. Meira en 83.000 eintök seldust af plötunni á fyrstu vikunni í sölu. NOTHING -platan hefur fengið mjög góða dóma, til dæmis hjá risum á borð við hjá Rolling Stone og Pitch- fork. Fyrrnefnda tímaritið gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum en síðarnefnda vefsíðan gefur henni 8,6 af 10. POPPDROTTNINGIN BEYONCÉ kom aðdáendum sínum rækilega á óvart í síðustu viku þegar hún gaf út nýjustu plötu sína sem heitir einfaldlega Beyoncé. Fimm mest seldu plötur ársins á iTunes 1 3-5 3-5 3-5 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.