Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 66
18. desember 2013 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 46 HVER ER BESTA SKYTTAN Í OLÍS-DEILD KVENNA? 1. Marija Gedroit, Haukum 33 stig (Hún fékk 6 atkvæði í fyrsta sæti) 2. Vera Lopes, ÍBV 19 (2) 3. Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 18 (2) 4. Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Stjörnunni 17 (2) 5. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Val 9 6. Hekla Daðadóttir, Aftureldingu 4 7. Rakel Dögg Bragadóttir, Stjörnunni 3 8. Thea Imani Sturludóttir, Fylki 2 9. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfossi 1 10. Ester Óskarsdóttir, ÍBV 1 11. Drífa Þorvaldsdóttir, ÍBV 1 Þjálfarar deildarinnar tilnefndu þrjá leikmenn (ekki úr eigin liði) í 1., 2. og 3. sæti. Fyrsta sætið fékk 5 stig, annað sætið fékk 3 stig og þriðja sætið fékk 1 stig. Leikmenn gátu mest fengið 55 stig. Fréttablaðið greinir síðan frá fleiri niðurstöðum könnunarinnar á næstu dögum. HANDBOLTI Fréttablaðið fékk þjálf- ara Olís-deildar kvenna til að velja þá leikmenn sem skara fram úr í deildinni. Í dag skoðum við hver er besta skytta deildarinnar að mati þjálfaranna tólf. Haukakonan Marija Gedroit fékk þar mjög flotta kosningu en hún er ríkjandi markadrottning deildarinnar. Marija fékk fjórtán stigum meira en Vera Lopes hjá ÍBV. Framarinn Ragnheiður Júlí- usdóttir er besta íslenska skyttan en hún fékk einu stigi meira en Jóna Margrét Ragnarsdóttir hjá Stjörnunni. „Vá. Þetta kemur mér mikið á óvart. Það er gaman að fá svona viðurkenningu og vonandi get ég haldið áfram á sömu braut,“ voru fyrstu viðbrögð Mariju Gedroit þegar blaðamaður Fréttablaðsins lét hana vita að hún hefði verið kosin besta skytta deildarinnar. „Ég er á mínu þriðja ári hjá Haukum og ég er mjög ánægð með að hafa komið hingað. Haukar eru fullkomið lið fyrir mig. Allt liðið reynir að vinna með mér og hjálpa mér og á móti reyni ég að hjálpa liðinu. Við reynum að gera þetta saman,“ segir Marija. „Við hittum á gullkálfinn þarna,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, um Mariju. „Hún er með hæð til að vera góð skytta og hún er með góð skot, bæði frá gólfi sem og þegar hún stekkur upp. Það er bara kraftur í henni,“ segir Halldór Harri og er sam- mála kosningunni þótt hann hafi ekki getað gefið sínum leikmanni atkvæði. „Þetta kemur mér ekki á óvart því mér finnst hún vera besta vinstri skyttan á landinu og með betri leikmönnum í deild- inni finnst mér,“ segir hann. Það tók samt smá tíma fyrir hana að aðlagast eftir að hún kom til Íslands fyrir tímabilið 2011-12. „Þetta tók auðvitað sinn tíma og hún var ekkert rosalega góð fyrsta hálfa árið. Þegar henni leið loksins vel á Íslandi þá skaust hún upp. Hún kemur inn í ungan hóp og sýnir fordæmi um hvernig á að gera hlutina,“ segir Halldór Harri en hvað með áhuga annarra liða? Eru félög að reyna að stela henni frá Haukum? „Hún á samn- ing hér út næsta ár líka og verður hjá okkur næstu árin. Það hefur örugglega verið reynt að taka hana frá okkur en við erum passasamir með samninga og það er erfitt að brjóta þá,“ segir Halldór Harri. Marija er ánægð hjá Haukum og segir að liðið sé á réttri leið. „Við erum að vaxa sem lið og reynum að bæta okkur á hverju ári. Liðið er mun betra núna en það var á mínu fyrsta ári. Við ætlum að vinna eitthvað í framtíðinni hvort sem það verður í ár eða á næstu ári,“ segir Marija bjartsýn. „Kærastinn minn, Giedrius Morkunas, spilar einnig með Haukum og okkur líður báðum eins og við séum heima hjá okkur. Ég er að reyna að læra íslenskuna en Giedrius talar hana mun betur en ég,“ segir Marija og þrátt fyrir þessa flottu kosningu er hún ekk- ert á leiðinni í sterkara lið. „Ég held að ég sé ekki að fara neitt. Ég vona bara að við í Haukum náum að komast ofar á töflunni,“ sagði Marija. ooj@frettabladid.is Marija er besta skyttan Marija Gedroit fékk mjög fl otta kosningu en þessi 27 ára litháíska stórskytta segir að Haukar séu fullkomið félag fyrir sig. „Þetta kemur mér ekki á óvart,“ segir Halldór Harri, þjálfari Hauka, um kosninguna. YFIR SJÖ MÖRK Í LEIK „Þær eru flestar mjög ungar og ég er sem dæmi elsti leik- maðurinn í liðinu,“ segir Marija Gedroit sem er þó bara 27 ára. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VERÐMÆTITÆKIS ER199.900 KR!! BESTA ÍSLENSKA SKYTTAN Ragn- heiður Júlíusdóttir sextán ára stórskytta í liði Fram. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS MEÐAL ÞJÁLFARA OLÍS-DEILDAR KVENNA Í HANDBOLTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.