Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 26
18. desember 2013 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 26TÍMAMÓT Vegna stærðar blaðsins á morgun, fimmtudag, verður Fréttablaðið prentað í tvennu lagi. Frestur til að skila inn dánarauglýsingum í fimmtudagsblaðið færist því fram til kl. 13.30. Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN B. INGASON Kvistavöllum 29, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 13. desember. Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 20. desember kl. 15.00. Birna Ólafsdóttir María Þórunn Helgadóttir Gissur Kristjánsson Ævar Sveinsson Berglind Þ. Steinarsdóttir Íris Inga Sigurðardóttir Mikael Jónsson Ólafur Guðlaugsson Aðalheiður Runólfsdóttir Hlynur Guðlaugsson Krístín S. Baldursdóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, DAVÍÐ GUÐMUNDSSON Hæðargarði 33, Reykjavík, áður bóndi í Miðdal, Kjós, sem lést laugardaginn 7. desember verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 18. desember kl. 13.00. Fanney Þ. Davíðsdóttir Hulda Þorsteinsdóttir Aðalsteinn Grímsson Kristín Davíðsdóttir Gunnar Rúnar Magnússon Guðbjörg Davíðsdóttir Katrín Davíðsdóttir Sigurður Ingi Geirsson Sigríður Davíðsdóttir Gunnar Guðnason Guðmundur H. Davíðsson Svanborg Anna Magnúsdóttir Eiríkur Davíðsson Solveig Unnur Eysteinsdóttir afabörn og langafabörn. Ástkær sonur okkar, bróðir og barnabarn, SÆVAR VILHELM SÖLVASON lést 22. nóvember 2013. Útför hans hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Inga Hulda Sigurgeirsdóttir Garðar Grétarsson Sölvi Þór Sævarsson Sigurgeir, Kolbrún Fjóla, Aníta Björg Fjóla Oddný Sigurðardóttir Björg Hulda Sölvadóttir Sævar Vilhelm Bullock Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SONJA SIGRÚN NIKULÁSDÓTTIR lést á heimili sínu að morgni 14. desember. Útförin verður auglýst síðar. Pétur Guðmundsson Sigrún Sæmundsdóttir Steinar Már Gunnsteinsson Ólöf Pétursdóttir Eyþór T. Heiðberg Alda Rose Cartwright Pétur Már Guðmundsson Eva Ýr Heiðberg Hreiðar Þór Heiðberg Máni Steinsson Cartwright Urður Ylfa Pétursdóttir Cartwright Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILBORG PEDERSEN frá Þrastarhóli í Hörgársveit, lést á heimili sínu þann 15. desember. Jarðarför hennar verður auglýst síðar. Börn og fjölskyldur þeirra. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA MARGRÉT GUÐJÓNSDÓTTIR lést í Seljahlíð, Reykjavík, laugardaginn 14. desember. Útför verður auglýst síðar. Guðjón Bjarki Sverrisson Særún Þorláksdóttir Heimir Þór Sverrisson Sigríður Guðmundsdóttir Guðlaugur Gylfi Sverrisson Halla Unnur Helgadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR GÍSLADÓTTIR Austurgerði 7, Kópavogi, lést 14. desember 2013. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 27. desember kl. 13.00. Sólveig Jónasdóttir Ósk Ásgeirsdóttir Marinó Eggertsson Gísli Hauksson Ágústa Kristófersdóttir Erna Hauksdóttir Skúli Halldórsson Valdís Hauksdóttir Rúnar Ólafur Axelsson barnabörn og barnabarnabörn. Björn, er endalaust hægt að segja skemmtisögur af Skagfirðingum. Eru þeir óþrjótandi uppspretta fyndni og fjörs? er fyrsta spurning til Björns Jóhanns blaðamanns sem hefur tekið saman enn eina bókina með skagfirskum skemmtisögum, þá þriðju í röðinni. „Já, Skagafjörður er víðfeðmt hérað og þar er af nógu að taka af fyndnum tilsvörum og atvik- um enda eru Skagfirðingar miklir sögumenn,“ svarar hann. Hvernig ferðu að því að safna þessu efni? Ertu mikið fyrir norðan eða er einhver þar á staðnum sem sér um að punkta þær niður fyrir þig? „Ég fer mikið norður og þar er fullt af fólki tilbúið að segja mér sögur. Alltaf bætist á listann og hann er hvergi nærri tæmdur. Mig langar til dæmis að gera konum betri skil. Þær hafa dálítið legið óbættar hjá garði. Það eru til margar skemmti- legar konur í Skagafirði og auðvitað hefur ein og ein saga laumast með í bækurnar, en betur má ef duga skal. Einhvern veginn loða svona gaman- sögur frekar við karla. Oft er talað um þær sem karlagrobb. Þannig er sagnahefðin í okkar landi.“ Björn segir nýju bókina dálítið blandaða. Hún geymi sögur af fólki sem er sprelllifandi og líka eldri sögur af persónum sem ekki eru meðal okkar lengur. „Til dæmis eru sögur af Marka-Leifa sem var hálf- gerð þjóðsagnapersóna á sinni tíð, sérstakur maður og fjárglöggur með afbrigðum. Aðrar sögur eru af sam- tímafólki eins og Álftagerðisbræðr- um og Fljótamenn eru með sérstakan kafla. Þeir hafa alltaf verið sér á báti og sumir halda að Fljótin tilheyri ekki Skagafirðinum.“ Nú skiptist Skagafjörður í margar sveitir, hvar dvelur þú þegar þú ert fyrir norðan? „Ég er bara á Króknum, mínum gamla heimabæ. Mútta býr þar ennþá og tengdafaðir minn, þann- ig að fjölskyldan getur skipt liði og verið á tveimur heimilum.“ gun@frettabladid.is Nóg af skemmtilegum tilsvörum og atvikum Björn Jóhann Björnsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, hefur tekið saman þriðju bókina með yfi rskrift inni Skagfi rskar skemmtisögur. Undirtitill hennar er Enn meira fj ör. BJÖRN JÓHANN „Skagfirðingar eru miklir sögumenn,“ segir hann og ætlar að halda áfram að safna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Guðríður Símonardóttir, stundum nefnd Tyrkja-Gudda, lést á þessum degi, 84 ára gömul. Hún var í hópi þeirra sem teknir voru til fanga í Tyrkjaráninu 16. júlí 1627 en þá komu sjóræningjar frá Algeirsborg til Vestmannaeyja á þremur skipum. Þeir drápu 34 Eyjamenn og tóku 242 karla og konur með sér. Sjóræningjarnir dvöldu þrjá daga í Vest- mannaeyjum. Ránið hófst 20. júní árið 1627 þegar ræningjarnir komu á skipi til Grindavíkur og stóð til 19. júlí en þá héldu ræningjarnir heim á leið eftir að hafa numið á brott allt að 400 manns og myrt 40. Auk þess rændu þeir miklum fjármun- um. Þeir hjuggu strandhögg í Grindavík, á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum. Guðríður var húsmóðir í Vestmanna- eyjum. Henni og syni hennar, Sölmundi, var rænt og var hún seld í ánauð til Algeirsborgar og dvaldist þar í níu ár. Árið 1636 leysti Danakonungur þrjátíu og sjö Íslendinga út og komust þrettán þeirra heim og var Guðríður þeirra á meðal. Sölmundur sonur hennar varð eftir og hafði hann þá snúist til íslams. Hópurinn sem leystur var út var sendur til Kaupmannahafnar og fékk þar upp- fræðslu í kristnum fræðum og upprifjun á móðurmáli sínu. Hallgrímur Pétursson sálmaskáld annaðist þá kennslu og felldu hann og Guðríður hugi saman og giftust. Þau fluttu til Íslands og bjuggu þar það sem eftir var. ÞETTA GERÐIST 18. DESEMBER 1682 Guðríður Símonardóttir deyr Í ferð kennara frá Sauðárkróki til danska vinabæjarins Köge var efnt til samkomu eitt kvöldið. Meðal viðstaddra voru Ingibjörg Hafstað, kennari í Vík í Staðarhreppi, og eiginmaður hennar, Sigurður. Eitthvað voru hinir íslensku gestir tregir til að blanda geði við Danina í fyrstu, en Sigurður braut ísinn, var fljótlega kominn í hrókasamræður við huggulega, danska kennslukonu. Ingibjörg tók eftir þessu og undraðist samtalið mjög, þar sem hún vissi að Sig- urður væri ótalandi á danska tungu. Þegar hann kom til baka var Ingibjörg forvitin og spurði bónda sinn um hvað hann hefði verið að tala við þá dönsku. Sigurður svaraði að bragði: „Ég var að segja henni frá nýju haugsugunni okkar!“ Í sömu Danmerkurferð var slegið á létta strengi að loknum gleðskap og skellti Sigurður í Vík sér í nálæga innkaupakerru til að létta sér gönguna heim á hótel og lét félaga sína ýta sér. Gekk ferðin vel þar til vinirnir gleymdu sér um stund og misstu Sigurð af stað í kerrunni niður smá halla. Var kerran á leið út í síki við eina götuna en til allrar lukku náðu félagar Sigurðar taki á henni áður en illa færi. Sigurður lét sér hvergi bregða og sagði: „Þetta er allt í lagi strákar, það hafa nú fleiri íslensk stórskáld drukknað í dönskum síkjum.“ Úr bókinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.