Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 56
18. desember 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 36
Hætti með kærasta út af lélegri gjöf
Jólagjafakaup vefj ast fyrir mörgum. Það getur verið erfi tt að átta sig á því hverjum maður á að gefa gjafi r og hversu stórar gjafi r á að
gefa. Það er ekki hættulaust að gefa gjafi r, því hægt er að senda alls kyns skilaboð með gjöfunum. Fréttablaðið talaði við fólk sem
miðlaði eigin reynslu af gjafaskiptum og gefur einnig góð ráð um hvernig hægt sé að fá fl eiri gjafi r og hvaða neyðargjafi r er gott að eiga.
■ Það getur verið gott að eiga
gjafir uppi í skáp sem er hægt að
grípa til í neyð ef einhver sem þú
hafðir gleymt kemur heim til þín
með gjöf.
■ Krossorðaspilið (980 krónur).
Mjög ódýrt en brjálæðislega
skemmtilegt orðaspil.
■ Falleg stílabók. Með því að gefa
stílabók gefurðu í skyn að þiggj-
andinn sé hugmyndaríkur og
jafnvel þótt þú eigir stílabækur á
lager virkar gjöfin úthugsuð.
■ Höfuðnuddtækið sem fæst í
Tiger. Eykur lífsgæði þiggjandans
án þess að það kosti mikinn
pening.
■ Eitthvað sem er keypt til
styrktar einhverju. Þannig gjöfum
fylgir svo góður málstaður að það
er siðlaust að móðgast yfir þeim.
Neyðargjafir
Kristín Sæv-
arsdóttir skrif-
aði BA-ritgerð í
mannfræði um
gjafaskipti.
Hún segir að sam-
kvæmt kenning-
um mannfræð-
inga sé engin
gjöf óeigingjörn. „Gefandinn hefur
alltaf einhverja von um að fá eitt-
hvað til baka, þótt það sé bara smá
þakklæti. Þetta er gömul leið til að
mynda tengsl og traust milli manna.
Ef einhver þiggur ekki gjöf upp-
lifir gefandinn ákveðna höfnun, til
dæmis ef gjöfinni er skipt. Fólk
skiptir alveg gjöfum, en er feimið
við það og vill ekki endilega segja
frá því. Það getur verið erfitt að
meta hversu stóra gjöf er viðeig-
andi að gefa og hverjum maður á
að gefa til að það skapist ekki valda-
misræmi milli gefandans og þiggj-
andans. Ætlast er til að þú gefir
öllum þeim sem gefa þér og ekki
þeim sem gefa þér ekki vegna þess
að þá skapast valdamisræmi. Fólk
sem kjánast til að byrja að deita
rétt fyrir jól veit oft ekki hvort það
á að kaupa gjöf. Svo er oft vand-
ræðagangur með það í fjölskyldum
við hvaða aldur á að hætta að gefa
systkinabörnum gjafir. Peninga-
gjafir virðast að einhverju leyti
vera hin fullkomna gjöf, en eru það
ekki hvað varðar hefðbundið gjafa-
skiptaform. Þær næra ekki sam-
bandið milli gefandans og þiggj-
andans. Gefandinn öðlast ekki sama
valdið ef hann gefur peninga og ef
hann kaupir gjöf, vegna þess að
hann velur ekki gjöfina.“
„Þegar einhver af kærustum vin-
kvenna minn spyr mig hvað hann
eigi að gefa þeim ráðlegg ég alltaf
að gefa kærustunni eitthvað nógu
dýrt, þá verður hún ánægð með
það. Ég kaupi alltaf einhverjar
almennilegar gjafir sem ég legg
mikla vinnu í. Ég fæ fáar gjaf-
ir, ég á engin systkini, svo þessar
fáu gjafir sem ég fæ verða að vera
góðar. Einn gamall kærasti und-
irbjó mig aðeins fyrirfram áður
hann gaf mér jólagjöf sem sló ekki
í gegn. Hann sagði við mig: „Ég
spurði vin minn hvort honum þætti
þetta góð gjöf og hann sagðist ekki
vera viss.“ Þá fékk ég strax aðeins
í magann. Ég gaf honum náttúrlega
tryllta gjöf, Kindle Fire sem var
ekki enn komin á markað hérlend-
is. Ég þurfti að tala við fjarskylda
frænku mína sem var að koma frá
útlöndum til þess að redda gjöf-
inni. Það var nú ekki allt. Ég gaf
honum líka snjóbuxur. Svo var ég
með alls konar litla pakka líka. Spil
með uppskriftum og hvort það var
einhver bolur þarna líka. Svo gaf
ég honum skyrtu nokkrum dögum
fyrir jól úr Herrafataverslun Kor-
máks og Skjaldar og bauð honum
á jólahlaðborð í Perlunni. Þessi
undirbúningur átti að vera honum
ákveðin vísbending um metnað
minn í gjafakaupum, en svo gaf
hann mér brauðvél!
Ég átti brauðvél sem ég hafði
notað kannski einu sinni. Ég held
að hann hafi gefið mömmu sinni
brauðvél líka og fengið þær á til-
boði, tvær fyrir eina. Þegar ég opn-
aði gjöfina reyndi ég að halda and-
litinu og láta eins og mér fyndist
þetta geðveikt. Það sem var verst
við þetta var að mæta í vinnuna
og reyna að láta eins og þetta væri
bara fín gjöf, en átta mig fljótlega
á því að það var ekkert að fara að
ganga. Það lágu allir í gólfinu, þeim
fannst þetta svo fyndið. Það slitn-
aði fljótlega upp úr þessu sambandi
eftir þetta. Núna er ég hins vegar
komin með mjög góðan gæja sem
ég get treyst fyrir svona málum.“
„Jólin 2009 eru mér, fjölskyldu
minni og nánum vinum afar eftir-
minnileg. Ég hafði verið í krukk-
unni hjá manni sem ég ákvað að
gefa jólagjöf. Ég vissi nákvæm-
lega ekki neitt um hvort eða hvern-
ig þessi maður vildi hafa mig í lífi
sínu þrátt fyrir rúmlega ár af vit-
leysu, en ég ákvað nú bara samt að
kaupa gjöf, hringja í systur hans
og fá að fela gjöfina undir trénu.
Á aðfangadagskvöld fékk ég SMS
sem í stóð: „Þú ert geðveik. Þetta
er besta gjöf sem ég hef fengið.“
Og ég vissi ekki hvort ég ætti að
lesa meira í, að ég væri geðveik
eða að þetta væri besta gjöf sem
hann hefði fengið. Við jólatréð hjá
mér dregur heldur betur til tíð-
inda, haldið þið ekki að maðurinn
hafi ekki bara líka komið með jóla-
gjöf! Í pakkanum er hringur. Ekki
einhver trúlofunarhringur, bara
svona sætur „dress jewelry“. Ég
verð óstjórnlega glöð og sendi vin-
konunum SMS um að jólakrafta-
verk hafi átt sér stað. Seinna um
kvöldið kemur allur móðurættbog-
inn í miðnæturdesert og að sjálf-
sögðu er þetta rætt. Móðurbróðir
minn tilkynnir mér hátíðlegur í
bragði að hann hafi tekið manninn
á beinið á Ölstofunni á aðventunni
og sagt honum að hætta að rugla
í litlu frænku. Þegar ég er orðin
róleg, svona um kl. 2 á jólanótt,
ákveð ég að senda þakkar-SMS til
mannsins. Stendur þá ekki móðir
mín upp og segir: „Ekki gera það.
Hann gaf þér ekki neitt. Ég var
að stríða þér. Fyrirgefðu … þetta
átti ekki að ganga svona langt.“
Ég stend upp, hleyp niður í gamla
herbergið mitt og græt mig í svefn
á jólanótt en heyri í ömmu minni
og fleirum húðskamma stríðnis-
púkann móður mína. Daginn eftir
hringir amma í mig og segir: „En
Margrét mín, þú ert ekki í fýlu út í
mömmu þína. Þú ert sár út í hann.“
Móðir mín er hins vegar enn mjög
ánægð með þetta prakkarastrik
hjá sér.“
„Mér finnst rosalega gaman að
búa til jólagjafirnar sjálf. Stund-
um hef ég áhyggjur af því að gjöf-
in sé aðallega fyrir sjálfa mig en
gagnist ekki viðtakandanum. Mér
finnst gaman að sýna viðtakand-
anum hvað ég held að hann fíli.
Ég er auðvitað að skipta mér af
viðkomandi á einhvern hátt með
því að hafa skoðun á því hvað
þeim á að finnast skemmtilegt.
Hins vegar getur verið gaman
að missa stundum valdið yfir því
hvað maður fílar og fílar ekki.
Mamma mín hefur stundum
gefið mér föt sem ég hefði aldrei
keypt sjálf. Svo fer ég í fötin og
spegla mig í hugmyndum móður
minnar um hvað mér þykir flott.
Afskiptasemi þykir vera löstur.
Maður á ekki að skipta sér af
öðrum, eða stíga inn fyrir þæg-
indahring annarra. Maður veltir
fyrir sér hvort í sannri gjafmildi
felist einhver afskiptasemi eða
hvort maður eigi að leitast við að
vera áhrifalaus.
Maður hjálpar kannski fólki
mest með peningagjöfum, þær
eru langhlutlausastar. En það
er mjög ópersónulegt að gefa
peningagjafir. Mér finnst ekki
gaman að gefa peninga.“
Ekki gera það. Hann
gaf þér ekki neitt. Ég var
að stríða þér. Fyrirgefðu …
þetta átti ekki að ganga
svona langt.
Margrét Erla Maack, fjölmiðlakona.
Grét sig í svefn á jólanótt
Mjög ópersónulegt að gefa peningagjafi r
Fyrrverandi kærasti gaf brauðvél í jólagjöf
Þegar ég opnaði
gjöfina reyndi ég að halda
andliti og láta eins og mér
fyndist þetta geðveikt.
Ástríður Viðarsdóttir, blaðakona hjá Árvakri.
Eigingirni
➜ Ráð til að fá fleiri jólagjafir
Yfirlýsingar um að maður sé
„gjafatýpa“ auðvelda manni að
stinga upp á því við einhvern að
skiptast á gjöfum. Þá er eins og
maður spyrji hvort eð er alla.
Gefa hinum gjafir með nægum
fyrirvara. Þá hafa þeir tíma til að
kaupa gjöf handa þér.
Deila jólagjafaóskalistanum sín-
um á Facebook. Fólk er líklegra
til að kaupa handa manni gjöf ef
það er ekki flókið.
Maður veltir fyrir sér
hvort í sannri gjafmildi
felist einhver afskiptasemi
eða hvort maður eigi að
leitast við að vera áhrifa-
laus.
Aude Busson, sviðslistakona.
Brynja Sif
Skúladóttir
„Patti Smith lýkur upp fjársjóðskistu
sem aldrei áður hefur verið opnuð.“