Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 36
KYNNING − AUGLÝSINGKaffivélar MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 20132 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Ívar Örn Hansen, s. 512 5429, ivarorn@365.is Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Brúnhildur eða Brúnka er hún stundum kölluð upp á íslensku, dísæta súkkulaði- kakan Brownie sem passar svo vel með kaffinu. Brownie varð til í Bandaríkjun- um rétt fyrir aldamótin 1900 og fer nokkrum sögum af því hvern- ig þessi seiga og þétta súkkulaði- bomba varð til. Samkvæmt einni þeirra uppgötvaði amerísk hús- móðir, þegar von var á gestum, að hún átti ekkert lyftiduft en skellti engu að síður í súkkulaðiköku og úr varð Brownie. Önnur saga segir að bakari einn hafi óvart bætt bráðnu súkkulaði út í kexdeig. Hið rétta er þó að bakari á Palm er House-hótelinu í Chicago bjó uppskriftina til þegar hóteleig- andinn bað um hentugan eftirrétt fyrir fínar frúr á útihátíð. Réttur- inn þyrfti að vera minni en tertu- sneið, vera næstum því eins og kaka og hægt að borða beint upp úr nestisboxi. Síðan þá hafa vinsældum brún- kunnar engin takmörk verið sett og óteljandi tilbrigði hafa litið dagsins ljós. Brúnhildur varð til fyrir frúrnar Súkkulaði er gott með kaffinu, það eru þeir sem drekka kaffi sammála um. Kökur með kaffinu eru jafnvel ennþá betri og þess vegna langbest að komast í súkkulaðikökur með kaffibollanum. Drottning allra kaffikaka er hin dísæta súkkulaðikaka Brownie. Caffitaly er ítalskt fyrirtæki sem hefur hannað fallega og einfalda kaffivél sem er ein- staklega stílhrein og einföld í notk- un. Hún er nett og fyrirferðarlítil á eldhúsborðinu en samt taka allir eftir henni sökum þess hversu flott hún er,“ segir Guðný Ósk Ólafsdótt- ir, framkvæmdastjóri heildverslun- arinnar Kósk ehf., sem flytur inn gæðakaffivélar frá Ítalíu. „M2-kaffivélin hefur fengið frá- bæra dóma á Norðurlöndum og var valin besta hylkjavélin í Danmörku og Svíþjóð. Þar bar hún af kaffivél- unum Nespresso, Saeco, Electrolux og Nespresso Dolce Gusto,“ útskýrir Guðný um Caffitaly M2 sem býður upp á ótal tilefni til sælustunda yfir hverjum kaffibolla. „Hægt er að velja úr heillandi úr- vali gæðakaffis, espresso og venju- legs, og einnig fjölmörgum teg- undum af tei og súkkulaði,“ segir Guðný. Caffitaly M2 vegur fjögur kíló og tekur 1.200 millilítra vatns í tank- inn. Sjálfvirk stilling er fyrir hvern og einn drykk og einnig er hægt að stilla vélina á sjálfvirka, hefð- bundna kaffiuppáhellingu. „M2-kaffivélin fæst í nokkr- um litum, meðal annars svörtum, silfur og rauðum. Hún er hrein- leg í notkun, gullfalleg og tryggir dásamlega kaffiupplifun í hverj- um sopa, sem slær auðveldlega við því allra besta á kaffihúsum,“ segir Guðný. Besta kaffivél Evrópu Ítalska kaffivélin Caffitaly M2 var valin besta espresso-hylkjavél Evrópu í Danmörku og Svíþjóð. Bragðupplifunin er himnesk og einnig er hægt að hella upp á te og súkkulaði. Caffitaly M2 fæst í Búsáhöldum í Kringlunni, Húsasmiðjunni og Heimkaupum. Caffitaly-vörur fást líka í Þinni verslun, Fjarðarkaupum og á nýju ári í Krónunni. Hér er ein góð af www.bbcgoodfood.com 1 Skerið 185 grömm af ósöltu smjöri í teninga. Brjótið 185 grömm af dökku súkkulaði og bræðið saman við smjörið yfir vatnsbaði. Látið kólna. 2 Stillið ofninn á 180 gráð-ur. Klæðið ferkantað form með bökunarpappír. Sigtið saman í skál 85 g af hveiti og 40 g af kakódufti. 3Saxið gróf lega niður 50 grömm af hvítu súkkulaði og 50 grömm af rjómasúkk- ulaði. 4Brjótið 3 stór egg í stóra skál og hellið 275 grömmum af sykri út í. Þeytið í nokkr- ar mínútur eða þar til blandan er létt og ljós. 5Hell ið bráðnu súk k ul-aðinu yfir eggjaþeytinginn og blandið hægt og varlega saman með gúmmíspaða. 6Haldið sigti yfir súkkulaði- og eggjablöndunni og sigtið hveiti og kakóið aftur í gegn. Blandið saman, jafn hægt og ró- lega og áðan og ekki of vel. Bland- ið þá að endingu út í súkkulaðinu sem saxað var niður. 7Hellið öllu saman í bökunar-formið og jafnið varlega út í hornin. Bakið í 25 mínútur. Opnið þá ofninn og hristið form- ið örlítið til. Ef kakan hreyfist til í miðjunni er hún ekki alveg tilbú- in. Bakið þá í 5 mínútur í viðbót eða þar til yfirborð kökunnar er glansandi, brotnar eins og papp- ír og hliðarnar losna frá. 8Látið brúnkuna standa á borðinu í forminu þar til hún hefur alveg kólnað. Lyftið henni þá uppúr forminu með því að toga í bökunarpappír- inn. Skerið í ferninga. Ef frú Brún- hildur klárast ekki á stundinni geymist hún í loftþéttum umbúð- um í frysti í allt að fjórar vikur. Sjálfsögð gestrisni þykir að bjóða upp á kaffisopa. Íslend- ingar fóru þó ekki almennt að drekka kaffi fyrr en um miðja 19. öldina en þá voru þeir líka f ljótir að komast á bragðið. Árni Magnússon, prófess- or og handritasafnari, fékk fjórðungspund af kaffibaun- um sent frá Lárusi Gottrup, lögmanni á Þingeyrum, þann 16. nóvember 1703. Baunun- um fylgdi bréf þar sem Lárus baðst forláts á hversu lítið hann hefði sent og er þetta bréf elsta þekkta heimild um kaffi á Íslandi. Talið er að Árni geti jafnvel hafa verið fyrsti Íslend- ingurinn sem ánetjaðist kaffi og te en hann stundaði tehúsin í Kaupmannahöfn grimmt um aldamótin 1700. Árni lét síðar smíða fyrir sig forláta kaffi- könnu úr silfri sem var tæpt kíló að þyngd. Það voru helst danskir emb- ættismenn á Íslandi sem áttu tæki og tól til að hella upp á kaffi snemma á 18. öld en fljót- lega upp úr miðri 18. öld komust ís- lenskir embætt- ismenn einn- ig á kaffibragðið. Flestir prestar og sýslumenn voru farnir að drekka kaffi eftir 1780 og svo fylgdu efnameiri bændur í kjöl- farið. Kaffið virðist hafa farið vel í Íslendinga en innflutningur á kaffi nífaldaðist, hvorki meira né minna, á árunum 1819 til 1840 og fór úr tæplega fimm tonnum upp í 44 tonn á ári. Næstu árin jókst innflutning- urinn enn og var árið 1855 orð- inn 213 tonn, eða um þrjú kíló á mann! Segja má að öll þjóð- in hafi verið orðin ánetj- uð kaffi um miðja 19. öld og kaffikönn- ur og kaffikvarn- ir voru orðinn staðalbúnað- ur á heimilum landsins. Heimild: Vísindavefur Háskóla Ís- lands. Árni Magnússon handritasafnari er talinn fyrsti Íslendingurinn sem ánetjaðist kaffi en hann komst á bragðið í Kaupmannahöfn. Árni Magnússon var fyrsti kaffifíkillinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.