Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 18
18. desember 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | Nauðungarvistanir eru hlutfallslega fæst-ar á Íslandi miðað við Norðurlöndin, samkvæmt upplýs-ingum frá Landspít- alanum. Ástæðan fyrir lágu hlut- falli nauðungarvistana er ekki þekkt, en talið er að meðal ann- ars smæð samfélagsins hafi áhrif og að aðrar hefðir hafi skapast í umönnun geðsjúkra hér á landi. Hvergi er þó haldið skipulega utan um upplýsingar um heildar- fjölda nauðungarvistana eða sjálf- ræðissviptinga á Íslandi. Nefndir Sameinuðu þjóðanna hafa ítrekað kvartað undan skorti á opinberum tölulegum gögnum á Íslandi samkvæmt framkvæmdastýru Mannréttindaskrifstofu Íslands. Áreiðanlegar upplýsingar eru mikilvægar fyrir eftirlit og mann- réttindavernd. Landspítalinn og innanríkis- ráðuneytið tóku saman gögn um nauðungarvistanir fyrir umfjöll- un Fréttablaðsins. Þær upplýs- ingar hafa ekki verið aðgengileg- ar almenningi áður. Þar kemur fram að 48 klukkustunda nauð- ungarvistanir á þessu ári eru 167 talsins á Landspítalanum. Þá tók innanríkisráðuneytið saman tölur yfir tuttugu og eins dags nauð- ungarvistanir fyrir síðustu þrjú ár, þar sem kemur fram aukn- ing á árinu 2011. Þar sem ekki eru til sambærilegar tölur fyrir önnur ár, reynist erfitt að draga haldbærar ályktanir af upplýs- ingunum. Engar upplýsingar eru aðgengilegar um fjölda sjálfræð- issviptinga. Tölfræði ábótavant „Það er ekki til nein heildstæð tölfræði um nauðungarvistanir,“ segir Héðinn Unnsteinsson, sem situr í varastjórn Geðhjálpar og er fyrrverandi sérfræðingur á geðheilbrigðissviði hjá Evrópu- skrifstofu Alþjóðageðheilbrigð- isstofnunarinnar. „Það er nauð- synlegt að halda betur utan um grundvallarforsendur til að vita hvar við stöndum, til dæmis um 48 klukkustunda vistanir en þar er mikið vald falið læknum,“ bendir Héðinn á. „Í grunninn snú- ast nauðungarvistanir um frelsis- skerðingu, en frelsið er það mikil- vægasta sem við eigum. Inngripin eru grundvölluð á skaðalögmáli Johns Stewarts Mill, því að ekki megi skerða frelsi fólks nema af því stafi hætta, en hættumat- ið er hins vegar alltaf huglægt,“ segir hann og spyr hvernig eigi að leggja mat á það hvort og hvenær einstaklingur geti talist hættu- legur sjálfum sér og öðrum. „Það felst mikið vald í því að fá að leggja það mat og því má ekki gleyma að nauðungarvistun er mjög alvarlegt inngrip í líf hverr- ar manneskju.“ Hann segir málið því að stórum hluta snúast um sið- ferðilegar grundvallarspurningar og því þurfi upplýsingar um tíðni og eðli nauðungarvistana að vera aðgengilegar. Fjöldi aðstandenda Héðinn segir jafnframt vanta tölfræði yfir það hverjir beiðist tuttugu og eins dags nauðungar- vistunar. „Líklega eru það í lang- flestum tilvikum aðstandend- ur, en við vitum það ekki fyrir víst,“ segir hann. „Það þarf að ýta undir aukna aðkomu velferð- arþjónustunnar og þar með tak- marka ábyrgð nánustu ættingja. Ef ábyrgðin liggur á fjölskyld- unni getur það vakið mikla reiði og vanmáttartilfinningu og til að takmarka mögulega lífsgæða- skerðingu notenda og aðstand- enda þarf að breyta þessu,“ segir hann. Í umfjöllun Fréttablaðs- ins hefur komið fram að fagfólk og aðstandendur gagnrýni fyrir- komulag við nauðungarvistanir, þar sem aðstandendur eru látnir skrifa undir beiðni um nauðung- arvistun. Forsvarsmenn Landspít- alans hafa sagt að velferðarþjón- ustan taki það hlutverk oftar að sér en áður. Siðferðileg skylda Í ársskýrslu Sjúkrahússins á Akur- eyri er að finna fullkomnustu upp- lýsingarnar um fjölda og hlutfall nauðungarvistana, en þær eru ein- ungis lítill hluti allra nauðungar- vistana á Íslandi. Landspítalinn gefur ekki út sambærilegar upp- lýsingar, en á þessu ári hófst í fyrsta sinn skipuleg söfnun upp- lýsinga á fjölda 48 klukkustunda nauðungarvistana. „Það eru bara fagleg vinnubrögð að vera með þessi gögn á hreinu og spurning um gæðastjórnun. Aðrar þjóðir gera þetta svo til þess að vera sam- anburðarhæf þurfum við að gera þetta,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Land- spítalans. Hún segir engar lagaleg- ar skyldur hvíla á sjúkrahúsinu að safna upplýsingunum. Það sé bara siðferðleg skylda okkar og fagleg rök sem hvíli að baki. Ófullkomin tækni Ástæða þess að það hefur ekki verið gert fyrr segir María helg- ast af tæknilegum örðugleikum við að safna gögnum úr sjúkra- skrám einstaklinga. Á síðasta ári var upplýsingunum safnað hand- virkt og kom þá í ljós að vanskrán- ingar eru á nauðungarvistunum. „Við vissum frá fyrri athugunum að hlutfall nauðungarvistana væri mjög lágt á Íslandi, en það kom í ljós að það er ekki eins lágt og við héldum,“ segir María, sem von- ast til að nýtt kerfi verði komið í gagnið árið 2014. Þá standi til að safna upplýsingum með skipuleg- um hætti. Lágt hlutfall nauðungarvistana Hlutfall nauðungarvistana á Íslandi er um fjögur prósent, sam- kvæmt upplýsingum frá Landspít- alanum. Það er afar lágt hlutfall miðað við hin Norðurlöndin, þar sem hlutfall nauðungarvistana er á bilinu tuttugu til þrjátíu pró- sent. Halldóra Jónsdóttir, yfir- læknir á geðsviði Landspítalans, segir að ekki sé vitað með vissu hvers vegna svo sé, en líklega er skýringin margþætt: „Hér eru til dæmis færri innflytjendur en á hinum löndunum, en þeir eru gjarnan minna tengdir inn í samfé- lagið og vita síður hvert á að leita og veikjast þar af leiðandi meira,“ segir Halldóra og bendir jafnframt á að fjölskyldan sé gjarnan dreifð- ari erlendis og fólk hafi þá síður stuðning af henni. „Hér á Íslandi er líka gott aðgengi að sjúkrahús- um og víða er ekki eins ströng lög- gjöf um nauðungarvistanir og hér á Íslandi,“ segir Halldóra. Hún segir að á Norðurlöndunum geti læknar beitt fyrir sig rökum fyrir nauðungarvistun, sem ekki myndi ekki ganga að nota hér. „Hér er kappkostað að fá fólk til að sam- þykkja sjálft innlögn.“ Menningarmunur Héðinn segir ástæðuna geta komið til vegna ólíkrar menning- ar og vinnulags sem þróast hafi á Íslandi. „Það kemur fyrst upp í hugann ákvörðun Helga Tómas- sonar árið 1933 um að banna notk- un spennitreyja og belta. Hann brenndi spennitreyjurnar og henti beltunum, öllu nema einu sem mér skilst að sé til sýnis á Alþingi,“ segir hann, og þar með hafi skap- ast hefð fyrir því að nota ekki þann- ig nauðung í umönnun geðsjúkra. „Hér er frekar notast við ákveðna tækni til að hefta fólk. En almennt finnst mér menn vera viljugri til að tala saman og ræða málin hér og má það án efa tengja fámenninu að einhverju leyti“ segir Héðinn. Smæð samfélagsins „Við búum líka í litlu samfélagi þar sem enginn er óþekktur,“ segir Héðinn. Hann segir því oft hægt að komast hjá formlegri nauðung- arvistun með því að kalla til nán- ustu aðstandendur sem komi til hjálpar. „Félagslegar aðstæður fólks eru hins vegar ekki öðru vísi hér heldur en til dæmis á Norður- löndunum þar sem nauðungarvist- un er algengari. Það er því ekki það sem útskýrir muninn. Frek- ar er það vinnulagið sem skapast hefur hefð um og aukinn vilji til samtals í smáu samfélagi,“ segir hann. Heimild: Innanríkisráðuneytið 2013 2012 2011 88 mál það sem af er ári 103 mál 83 mál ASKÝRING | 18 1 2 3 4 5 6NAUÐUNGARVISTANIR GEÐSJÚKRA ➜ Fjöldi nauðungarvistana á Landspítalanum 48 tíma nauðungarvistun Gögn frá 2013 Karlar Konur 91 76 Heimild: Geðsvið Landspítalans 21 dags nauðungarvistun Gögn frá 2011-2013 Hlutfall nauðungarvistana* á Norðurlöndunum árið 2005 Nauðungarinn- lagnir voru 3,7% allra innlagna á árabilinu 2003-2010 35 30 25 20 15 10 5 0 Finnland Noregur Danmörk Ísland *Hlutfall nauðungarvistana af öllum innlögnum á geðdeild. Heimild: Health Statistics in the Nordic Countries 2005 og Geðsvið Landspítalans. „Ýmsar nefndir Sameinuðu þjóðanna, til dæmis Mannrétt- indanefndin, hafa gert athugasemdir við skort á tölfræði á Íslandi,“ segir Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Hún segir opinber töluleg gögn almennt mikilvæg svo hægt sé að fylgjast með málum sem reyna á réttindi einstaklinga. „Í því ljósi er nauðsynlegt að hafa tölfræðina um nauðungarvistanir og sjálfræðis- sviptingar á hreinu. Þær þurfa ekki að vera persónugreinan- legar, því það er nóg að til séu almennar upplýsingar,“ segir Margrét og ítrekar að allt eftirlit með því að réttindi fólks séu virt verði erfiðara ef skortir upplýsingar. „Í lýðræðissamfélagi er nauðsynlegt að til séu aðilar sem hafa það hlutverk að veita stjórnvöldum aðhald. Það gera til dæmis frjáls félagasamtök og Mannrétt- indaskrifstofa Íslands, en þau verða að hafa eitthvað til að byggja á,“ segir Mar- grét. Hún segir jafnframt að þótt athygli skrifstofunnar sé vakin á réttindabrot- um sé erfitt að ná utan um vandann nema með aðgangi að góðum almennum upplýsingum. Stundum sé ekki um að ræða einbeitt brot gegn einstaklingum, heldur kerfisvillur sem leiði til brota án sérstaks vilja. Það gerist frekar ef skortur er á yfirsýn, og ábyrgð ekki nægilega vel skilgreind. „Ef það er brotalöm í kerfinu er hún falin ef vantar verkfærin til að greina hana,“ segir hún. Dæmi um áhugaverðar upplýsingar sem komið hafa í ljós við vinnslu fréttaskýringa Fréttablaðsins er munurinn á fjölda 48 klukkustunda nauðungar- vistana á Sjúkrahúsinu á Akureyri og á Landspítalanum. Á Akureyri er slík ráðstöfun ekki notuð nema í neyðartilfellum. Á Landspítalanum hafa hins vegar 167 einstaklingar verið nauðungarvistaðir í 48 klukkustundir á þessu ári. „Þetta sýnir þörfina á að upplýsingar liggi fyrir, því þær kalla á spurningar og jafnvel rannsóknir,“ segir Margrét. „Allt misræmi eða óeðlilegur fjöldi kallar á frekari at- hugun og ef við erum með eitthvað í höndunum er hægt að kalla eftir svörum.“ Mikilvægt fyrir mannréttindavernd Lægsta hlutfall nauðungarvistana á Norðurlöndunum er hér á landi Nauðungarvistanir eru hlutfallslega fæstar á Íslandi miðað við Norðurlöndin. Ástæðurnar eru ekki kunnar en tengjast meðal annars smæð samfélagsins. Aðgangi að upplýsingum um fjölda nauðungarvistana og sjálfræðissviptingar er aftur á móti mjög ábótavant. Á Íslandi er löng hefð fyrir því að beita ekki geðsjúka nauðung. Árið 1934 voru allar spennitreyjur á Kleppi brenndar á báli og beltum hent. Það var nýr yfirmaður stofnunarinnar, Helgi Tómasson geðlæknir, sem stóð fyrir því. Þetta kemur fram í bók Óttars Guðmundssonar, Kleppur í 100 ár. „Svo virðist vera að honum hafi ofboðið meðferðin á geðsjúkum og ákveð- ið að betra væri að nota ekki þessa nauðungaraðferðir. Þetta íslenska dæmi er einstakt í sinni röð og það voru mjög fáir í Evrópu sem gerðu þetta,“ segir Óttar. Svo virðist sem að Helgi hafi treyst því að betra væri að halda fólki niðri með handafli, heldur en að nota spennutreyjur. „Það var samt mjög líflegt þarna. Margt brotið og rifið á deildunum, en Helgi vildi samt sem áður hafa þetta með þessum hætti. Kleppur var því mun mannúðlegri stofnun heldur en almennt gerðist í Evrópu.“ Óttar segir það mögulega ástæðu þess að fólk samþykkti að leggjast sjálfviljugt á geðsjúkrahús. Þegar Helgi Tómasson hætti störfum árið 1959, tók sonur hans, Tómas Helgason, við og viðhélt sömu hefð. Óttar segir mikinn mun að starfa á geðdeildum erlendis, þar sem jafnvel eru sérstök herbergi til að belta fólk niður. Það þekkist ekki á Íslandi. ➜ Mannúðlegri meðferð á Íslandi María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, segir sjúkrahúsið hafi leitað eftir upplýsingum um sjálfræðissviptingar á síðasta ári en ekki fengið, „Hjá innanríkisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að ekki væri hægt að nálgast upplýsingar um fjölda sjálfræðissviptinga, þar sem þær liggi hjá dómstólum landsins og mikil vinna væri fólgin í því að safna þeim saman,“ segir hún. Sjálfræðissvipting er meðal annars framkvæmd þegar nauðungarvistun lýkur, en talið er að sjúklingur þurfi á lengri innlögn að halda. Málið fer fyrir dómstóla, en þeir sem geta krafist þess að einstaklingur sé sviptur sjálfræði eru aðstandendur, lögráðamaður, félagsmálastofnun eða jafnvel innanríkisráðherra. Sjálfræðissvipting er aldrei styttri en sex mánuðir en getur verið ótímabundin. Allir sem leggjast inn á öryggisdeild geðsviðs Landspítalans eru sjálfræðissviptir. Mun fleiri missa þó sjálfræði sitt og þeir þurfa ekki nauðsynlega að liggja á sjúkrahúsi. Ástæða sjálfræðissviptingar er ekki alltaf geðsjúkdómur, stundum missir fólk sjálfræði vegna ellisljóleika, vanþroska eða annars heilsu- brests. Þeir sem missa sjálfræði sitt eiga það allir sameiginlegt að geta ekki neitað læknismeðferð. ➜ Engin gögn til um sjálfræðissviptingar Eva Bjarnadóttir eva@frettabladid.is samtals 167 mál 22% 32% 21% 6 MARGRÉT STEINARSDÓTTIR MARÍA EINISDÓTTIR ÓTTAR GUÐMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.