Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 52
18. desember 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 32 Áratugalöng hefð er fyrir Jóla- söngvum Kórs Langholtskirkju. Í ár verða tónleikarnir þrennir, dagana 20. til 22. desember, og þar munu Kór Langholtskirkju og Gradualekór Langholtskirkju syngja undir stjórn Jóns Stefáns- sonar. Þetta verða þrítugustu og sjöttu Jólasöngvarnir við kerta- ljós og að vanda er boðið upp á rjúkandi jólasúkkulaði og pipar- kökur í hléi. Einsöngvarar í ár með Kór Langholtskirkju eru Andri Björn Róbertsson, Davíð Ólafsson, Guð- rún Matthildur Sigurbergsdóttir, Jóna G. Kolbrúnardóttir, Ólöf Kol- brún Harðardóttir og Þóra Ein- arsdóttir. Einsöngvari á táknmáli er Kolbrún Völkudóttir og einnig koma nokkrir einsöngvarar fram úr röðum Gradualekórsins. Þær Guðrún Matthildur og Jóna G. eiga rætur í kórastarfi Lang- holtskirkju. Guðrún Matthildur kveðst hafa byrjað þar fimm ára gömul með Krúttakórnum. „Svo fór ég stig af stigi,“ segir hún brosandi og kveðst hafa sungið einsöng á Jólasöngvum í nokkur ár. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem Jóna syngur einsöng í Jólastundinni, en hún kveðst búin að vera í kórum í Langholtskirkju í nokkur ár, byrjað í Gradualekórn- um og svo farið í Nobili. „Nobili eru eðal Gradlarar, þær bestu af þeim bestu,“ útskýrir Guðrún Matthild- ur. „Við hittum Jónu í Söngskóla Reykjavíkur og negldum hana,“ segir hún hlæjandi. „Nú erum við báðar í Kór Langholtskirkju.“ Þær stöllur upplýsa að þær syngi saman dúett með kórnum í einu lagi, það er Pie Jesu eftir Andrew Lloyd Webber. „Það lag er upphaflega skrifað fyrir sópransöngkonu og drengja- sópran en ég tek að mér drenginn, eins og ekkert sé.“ segir Guðrún Matthildur glaðlega. Þær eru sammála um að mikill jólaandi ríki jafnan á Jólasöngvunum og segja marga varla getað hugs- að sér upphaf jólahátíðarinn- ar án þess að mæta á þá. „Þetta eru mjög hefðbundnir tónleikar í ár en það eru alltaf einhverjir nýir einsöngvarar,“ segir Guðrún Matthildur. „Sumir eru þó alltaf, til dæmis Ólöf Kolbrún. Það er föst og falleg hefð að hún syngur Ó, helga nótt í lok tónleikanna. Þá eru jólin komin.“ gun@frettabladid.is Þá eru jólin komin Hinir hefðbundnu Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju verða dagana 20., 21. og 22. desember. Þeir eru hápunktur fj ölbreyttrar dagskrár kirkjunnar í aðdraganda jóla. SÖNGKONUR Guðrún Matthildur og Jóna eru sammála um að mikill jólaandi ríki jafnan á Jólasöngvum Langholtskirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þetta eru mjög hefðbundnir tónleikar í ár en það eru alltaf ein- hverjir nýir einsöngvarar. Guðrún Matthildur BÆKUR ★★ ★★★ Látið síga piltar Óskar Magnússon JPV ÚTGÁFA Sveitasögur eiga sér langa og merka sögu í íslenskum bókmenntum. Allt frá opinberu upphafi skáldsagna- gerðar um miðja nítjándu öld gerð- ust langflestar íslenskar skáldsögur í sveit, það mætti nota sömu sviðs- myndina til að kvikmynda þær allar, grösugur dalur sem ár og lækir renna um, hálendi og jöklar upp af dalnum og þéttbýli þegar nær dregur ströndinni, kauptún eða þorp. Hliðardalur, sögusvið skáldsögu Ósk- ars Magnússonar, Látið síga piltar, er nákvæmlega eftir þessari upp- skrift, þótt sögu- tíminn sé nútíminn. Ýmsar eldri skáld- sögur íslenskar koma upp í hugann við lest- ur bókarinnar, Dalalíf og Dalafólk, Bænda- býti og þannig mætti lengi telja. Hér er sagt frá fólki sem býr við friðsæla sveitatilveru að mestu þar til tvenns konar inn- rás er gerð í líf þeirra. Annars vegar byrjar eldgos í jökli ofan við byggðina, hins vegar koma í heim- sókn bankamenn úr Reykjavík sem bjóða lán til mikilla framkvæmda og framfara á kostakjörum. Sögufléttan um bankamennina er fyrirsjáanleg. Bankamennirnir í sögunni eru upp til hópa ljóngáf- aðir en menningarsnauðir fantar og það þarf ekkert sérlega ríkt ímynd- unarafl til að sjá í þeim þekkt andlit úr íslensku viðskiptalífi. Svo dæmi sé tekið er Sigurði, sem er forstjóri banka, lýst þannig: „Sigurður var lítill vexti, feitur með burstaskalla. Augun voru agnarsmá og pírð og varirnar blautar.“ (35) Það sama má segja um „Pöddupiltana“, svila, sem meðal annars hafa auðgast á því að flytja út „skeldýr og ýmsar sjávar- pöddur“ (57). Óskar Magnússon hefur sent frá sér tvö ágæt smásagnasöfn en Látið síga piltar er fyrsta skáldsaga hans. Óskar skrifar lipurlega, framan af sögunni og í seinni hluta hennar beitir hann hæðni og íróníu óspart, en miðhlutinn, þar sem fólkið í sveit- inni þarf að kljást við raunverulegar náttúruhamfarir og verulega reyn- ir á samstöðu þeirra, þrautseigju og úthald, breytir mjög um tón, frá- sögnin verður einlægari og samúð sögumanns með pers- ónum sínum meiri. Þessi kafli bókarinnar er satt að segja miklu betur heppnað- ur en þeir kaflar þar sem kaldhæðnin er mest. Þessi fyrsta skáldsaga Óskars er mjög misgóð. Persónusköpunin ristir ekki sérlega djúpt, sér- staklega eru skúrk- arnir í sögunni dregn- ir einföldum dráttum. Þeir kaflar sem eru kaldhæðnastir og eiga kannski að vera beittust ádeila á sið- leysi bankamanna og annarra við- skiptamógúla eru sömuleiðis fremur þunnur þrettándi. Fólkið í sveitinni er heldur svipmeira, en þó verður að segjast að tilraunir sögumanns til að sýna þekkingu á sveitalífi og bregða fyrir sig tungutaki sveita- manna verða oft pínulítið vand- ræðalegar og gervilegar. Jón Yngvi Jóhannsson NIÐURSTAÐA: Sveitasaga sem byggir á gamalli hefð. Bestu kaflarnir eru þeir sem lýsa lífsbaráttu fólks af samúð og skilningi en hæðnin lætur höfundi ekki jafn vel. Líf í dal ÓSKAR MAGNÚSSON sendir nú frá sér sína fyrstu skáldsögu, en áður hefur hann sent frá sér tvö smásagnasöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ❄ ❄❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄❄ ❄❄ ❄ Þjón usta á Þor láks messu og að fanga dag Á Þor láks messu og að fanga dag, milli kl. 9:00 og 15:00 munu starfs menn í Foss vog skirkju garði, Gufun eskirkju garði, Kópa vogskirkju garði og Hóla- val la garði leið beina eft ir bestu getu. Hægt er að nálg ast upp lýs ing ar um stað setn ingu leiða á vefn um www.gard ur.is Þjón ustusíma r: Skrif stof an í Foss vogi, sími 585 2700 og skrif stof an í Gufun esi, sími 585 2770, eru opn ar á Þor láks messu og að fanga dag frá kl. 9:00 til 15:00 Rat kort er hægt að fá af hent á skrif stof un um eða prenta út á www. kirkju gar dar.is Upp lýs ing ar eru veitt ar í síma all an des em ber mán uð á skrif stofu tíma. Foss vog skirkja verð ur op in á að fanga dag frá kl. 9:00 til 12:00 Á að fanga dag frá kl. 9:00 til 15:00 er all ur akst ur um kirkju garð inn í Foss vogi óheim ill, nema fyr ir hreyfi haml aða. Til kynn ing frá Kirkju görð um Reykja vík ur próf asts dæma Gleði lega jóla há tíð ❄❄❄❄❄❄❄ ❄ ❄❄❄❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄❄ ❄❄❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄❄ ❄❄ ❄ Kirkju garð ar Reykja vík ur próf asts dæma www.kirkju gar dar.is PI PA R\ TB W A • S ÍA VIRB Elite Hasarmyndavél Innbyggður skjár, 2000mAh rafhlaða, 16Mp myndflaga, GPS skráir hraða og hæð, WiFi tenging við síma og margt annað setur Garmin hasarmyndavélarnar í sérflokk. VIRB FRÁ 54.900 PI PA R\ TB W A • S ÍA PI PA R\ TB W A • S ÍASÍ A SÍ A Forerunner 620 Hlaupaúr Hvíldartími, súrefnisupptaka, skrefafjöldi, skreftími og sendir þráðlaust á Garmin Connect með WiFi. HLAUPAÚR FRÁ 23.900 Monterra Útivistartæki Android, Vídeó, FM útvarp, netvafri, tölvupóstur, myndavél og margt annað spennandi. ÚTIVISTARTÆKI FRÁ 29.900 Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is | Opið kl. 10-18 fram að jólum. Kl. 10-12 á aðfangadag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.