Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSINGÖryggi barna MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 20134 Heima- og frítímaslys hafa verið algengasta tegund slysa frá því að skráning í Slysaskrá Íslands hófst árið 2002, eða um helming- ur allra skráðra slysa. Rannsóknir benda til að flestar komur vegna meiðsla á bráðadeildir sjúkrahúsa í Evrópu séu einnig vegna heima- og frítímaslysa, en þau eru auk þess sú tegund slysa sem oftast leiða til innlagnar. Edda Björk Þórðardóttir, verk- efnastjóri hjá embætti landlækn- is og doktorsnemi í lýðheilsuvís- indum, hefur tekið saman tölur yfir komur á bráðasvið Landspít- alans síðastliðinn áratug. Niður- stöðurnar birtust í Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis um heil- brigðisupplýsingar í október. Hér er birt brot með leyfi Eddu. „Þegar gögn frá bráðasviði Landspítalans eru skoðuð kemur í ljós að heima- og frítímaslysum hefur fjölgað síðastliðinn áratug, úr 38 slysum í 44 á hverja 1.000 íbúa á árunum 2003 til 2012. Þegar þessi slysaflokkur er skoð- aður nánar kemur í ljós að slysun- um fjölgar mest á þessu tímabili hjá yngstu og elstu Íslendingun- um. Þegar yngstu aldurshóparn- ir eru skoðaðir sést að hættan á heima- og frítímaslysum er mest hjá börnum yngri en fimm ára. Slysum hefur fjölgað einna mest í þeim aldurshópi undanfarinn áratug, eða úr 67 slysum í 83 slys á hverja 1.000 íbúa. Meðal drengja á þessum aldri hefur slysum fjölg- að úr 72 slysum í 92 á hverja 1.000 íbúa síðastliðinn áratug. Fjölg- un hefur einnig orðið á slysum stúlkna á þessu aldursskeiði, úr 62 í 74 slys á hverja 1.000 íbúa frá 2003 til 2012. [...] Frá árinu 2003 hafa aldrei verið skráð jafnmörg heima- og frí- tímaslys miðað við mannfjölda á bráðasviði Landspítalans og árið 2012. Nauðsynlegt er að rýna nánar í slysagögn, sérstaklega um slys aldraðra og barna, og rannsaka meðal annars tildrög þeirra, athafnir sem ollu slys- unum ásamt tegund og alvar- leika meiðsla. Nánari rannsókn á ofangreindum þáttum er for- senda þess að hægt sé að koma á fót árangursríku forvarnar- starfi til að snúa þessari þróun við. Frekari upplýsingar úr Slysa- skrá Íslands má nálgast á vef embættis landlæknis. Heima- og frítímaslysum fjölgar Heima- og frítímaslys eru algengust slysa. Þeim hefur fjölgað síðastliðinn áratug. Aukningin er mest í yngstu og elstu hópunum. Edda Björk Þórðardóttir hefur tekið saman tölur yfir komur á bráðasvið Landspítalans síðastliðinn áratug en heima- og frítímaslys eru um helmingur allra skráðra slysa. MYND/STEFÁN Nauðsynlegt er að rýna nánar í slysagögn, sérstaklega um slys aldraðra og barna. Í Miðstöð slysavarna barna heldur Herdís Storgaard nám-skeið fyrir verðandi og nýbak- aða foreldra. „Miðstöðin er til húsa að Borgartúni 41 en þar er ég með litla sýningaríbúð sem er sérinnréttuð til kennslu. Þetta er í raun míníútgáfa af heimili þar sem bent er á mögulegar hætt- ur. Allir verðandi og nýbakað- ir foreldrar fá boðsbréf í gegn- um Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins. Þeir geta svo farið inn á heimasíðuna msb.is og skráð sig á 90 mínútna námskeið sem er þeim að kostnaðarlausu,“ út- skýrir Herdís. Á námskeiðinu fer hún yfir ör- yggismál á heimilum og öryggi barna í bílum. Hún fjallar meðal annars um brunaslys, eftirlit með blöndunartækjum, hættur sem lausar gardínusnúrur geta skap- að, mikilvægi þess að festa bóka- hillur og kommóður og mikil- vægi beislisnotkunar í barnabíl- stólum og barnavögnum. Eins um hættuleg eiturefni á heimilum og hættuna af opnum eldi og heitum drykkjum svo eitthvað sé nefnt „Námskeiðið gengur fyrst og fremst út á að vekja foreldra til umhugsunar um að börn hafa ekki þroska og getu til að sjá hætturnar fyrir eins og við full- orðna fólkið. Við löbbum í gegn- um heimilið og staðnemumst við mögulegar hættur. Foreldrar fá síðan gátlista til að fara með heim en auk þess afhendi ég aukagát- lista fyrir heimili ömmu og afa enda gerast slysin ekki síður þar. Að endingu fer ég svo yfir mik- ilvægustu atriðin sem snúa að öryggi barna í bílum og sýni til- heyrandi búnað.“ Herdís segir 60 prósent slysa hjá börnum yngri en fjögurra ára verða inni á heimilum sem bend- ir til þess að foreldrar séu ekki nógu vel að sér varðandi þessi mál. „Þeir foreldrar sem mæta á námskeiðin eru mjög ánægð- ir og halda margir áfram að vera í sambandi og margir fylgjast með Facebook-síðunni Árvekni- slysavarnir barna. Þar er ég með vikulega pistla um öryggi barna auk þess sem fólki er heimilt að senda spurningar. Á heimasíð- unni msb.is er líka mikið af gagn- legum upplýsingum ásamt gagn- virkum myndum af sýningar- íbúðinni.“ Herdís fékk lengi vel styrki frá velferðarráðuneytinu og Land- læknisembættinu til að halda for varnarstarf inu gangandi. Hún stofnaði sjálf félag utan um starfsemina árið 2011 en nú hefur verkefni hennar sem fyrr segir verið lagt niður. „Ég hef rætt þennan mikilvæga málaflokk við embættis- og ráðamenn en tala fyrir daufum eyrum sem er mikil synd enda fer heima- og frítíma- slysum barna fjölgandi, sam- kvæmt Slysaskrá Íslands. Ég er því afar þakklát þeim fyrirtækj- um sem sýna þá samfélagslegu ábyrgð að stíga inn og halda verk- efninu gangandi. Eins og staðan er núna gef ég vinnu mína við kennsluna en ég biðla til f leiri fyrirtækja að taka þátt til að létta róðurinn.“ Herdís segir hluta af samstarf- inu við IKEA felast í því að brýna fyrir fólki að nota öryggisfesting- ar fyrir rúllugardínur. „Á hverju ári eru ung börn hætt komin vegna þess að þau festa gardínu- böndin um hálsinn og liggur við köfnun. Mörgum gardínupakkn- ingum fylgja öryggisfestingar en þeir sem lesa ekki leiðbein- ingarnar eiga það til að henda þeim. Við þjónustuborð IKEA er hægt að fá nauðsynlegar festing- ar ókeypis ef þær vantar. Ég hvet fólk eindregið til þess að festa þessi bönd eins og til er ætlast.“ Flest slys inni á heimilum Herdís Storgaard heldur úti Miðstöð slysavarna barna með stuðningi IKEA, Sjóvár og Frumherja. Slysavarnaverkefni barna, sem var styrkt af ríkinu, hefur verið lagt niður en með góðu samstarfi við fyrrgreind fyrirtæki tókst að halda Miðstöðinn opinni. Herdís er afar þakklát þeim fyrirtækjum sem sýna þá samfélagslegu ábyrgð að styrkja forvarnarverkefni hennar. MYND/GVA „60 prósent slysa hjá börnum yngri en fjögurra ára verða inni á heimilum.” HUGIÐ AÐ RAFMAGNS OG GARDÍNUSNÚRUM „Nú þegar margir hafa skipt út ljósum og sett upp seríur í glugga og víðar, þá brýnir IKEA fyrir fólki, ekki síst foreldrum ungra barna, að skilja aldrei eftir lausar snúrur þar sem börn ná til. Allar lausar snúrur geta skapað köfnunarhættu. „Við brýnum alltaf fyrir viðskiptavinum okkar að festa snúrur niður eða ganga þannig frá þeim að ung börn flækist ekki í þeim. Þetta á við um bæði rafmagnssnúrur og snúrur og bönd í glugga- tjöldum. IKEA býður öllum að koma og fá ókeypis öryggisfestingar fyrir rúllugardínur, hvort sem þær eru keyptar í IKEA eða ekki,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.