Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 18. desember 2013 | SKOÐUN | 21 Í sjónvarpsfréttum RÚV mánudagskvöldið 16. des- ember bar framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjónustu sig aumlega vegna dræmrar jólasölu á fatnaði. Taldi hann þrjár ástæður fyrir samdrætti í fatasölu: Verslunarferð- ir Íslendinga til útlanda, ofurtolla og aukna net- verslun við útlönd. Þegar íslenskir neytend- ur hlusta á slík harmakvein er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga: ■ Tollar og vörugjöld á fatnaði hafa nánast ekkert breyst undanfarin ár og eru á milli 10-15% á innfluttum fatnaði frá ríkjum sem eru utan EES og eru ekki með fríverslunar- samning við Ísland. ■ Virðisaukaskattur hefur hækkað um eitt prósentustig frá 2008 – það er 1 krónu hækkun á hverjar 100 krónur. ■ Þegar vörur eru pantað- ar af netinu þarf að borga sendingarkostnað, tolla og íslenskan virðisaukaskatt eins og dæmið hér fyrir neðan sýnir. ■ 10.000 króna vara pönt- uð frá Kína ■ 1.000 króna sendingar- kostnaður ■ 15% tollur: 2.650 krónur ■ 25,5% virðisaukaskatt- ur: 3.226 krónur ■ Verð komið heim: 15.876 krónur Að kenna verslunarferðum til útlanda um minni jólasölu er frek- ar langsótt. Íslendingar hafa allt- af verið öflugir í verslunarferðum og ekki kvörtuðu kaupmenn fyrir hrun, þegar dollarinn var á 60 krónur. Vissulega eru vörugjöld og virðisaukaskattur há á Íslandi, en öll verslun býr við sama veruleika, sama hvort varan er keypt í Lind- um eða á Amazon.com eins og ofan- greint dæmi sýnir og því myndi lækkun á vörugjöldum og tollum ekkert nýtast íslenskum kaupmönn- um umfram erlenda netkaupmenn. Það liggur fyrir að íslensk versl- un er óhagkvæm, hún kaupir inn á háu verði vegna smæðar og fjar- lægðar við meginlandið og hefur offjárfest gríðarlega í verslunar- húsnæði. Íslensk verslun notar til dæmis tæplega þrisvar sinnum meira verslunarhúsnæði en bresk- ir kollegar. Og fjármagnið til að borga eitt hæsta leiguverð í Evr- ópu kemur beint úr vasa neytenda. Íslensk verslun er mjög ósveigj- anleg og hefur fá svör til að mæta nýrri samkeppni sem birtist á net- inu. En í stað þess að skoða sjálfa sig og leita nýrra leiða til að lækka verð og mæta þessari samkeppni er farið í fjölmiðla og ríkið grát- beðið um að skera verslanir úr snörunni og „auka samkeppnis- hæfni þeirra“. Íslensk verslun biður um „bailout“ VERSLUN Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson kaupmaður í Sports Direct Þann 5. nóvember sl. hófst formlega fjögurra ára verkefni Félags kvenna í atvinnulífinu sem snýst um að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Verkefnið hófst á því að Creditinfo tók saman tölur fyrir FKA þar sem greining var gerð á viðmælendum í ljósvaka- miðlum frá 1. febrúar 2009- 30. ágúst 2013. Niðurstaðan var sláandi en virðist samt ekki hafa komið neinum á óvart. Á þessu sannast eins og oft áður að staðreyndin er oft önnur en tilfinningin. Konur eru einn þriðji af viðmælendum ljós- vakamiðlanna. Það sem verra er að sýnileiki kvenna hefir ekki breyst mikið frá 2005 samkvæmt sam- bærilegri könnun sem þá var gerð en þá mældust konur 24% viðmæl- enda. Þetta eru 8 ár og þróunin er sama og engin. Það er greinilegt að kominn er tími til að taka saman höndum og leggja áherslu á að fjöl- miðlar endurspegli samfélagið. En hverjir eru það sem verða að taka verkefnið til sín? Það eru: 1. Stjórnendur fjölmiðla. Konur hafa ekki í jöfnu hlutfalli við karl- menn komist í stjórnunarstörf í fjöl- miðlum eða haldist í þeim. Hvað veldur getur verið margt og það þarf að skoða, greina og taka þarf á því. Það er alþekkt að ósýnileg- ar hindranir standa í vegin- um. Þessu verða stjórnend- ur fjölmiðla að breyta því mikið er í húfi fyrir sam- félagið. Til eru mýmörg dæmi um að fyrirtæki hafa breytt fyrirtækjamenningu með fjölbreytileika og jöfn tækifæri kynjanna að leið- arljósi. Gott dæmi um það er ráðgjafarfyrirtækið Deloitte sem kynnt var í Frjálsri verslun 5. tbl. 2012. Áhersla á að fjölga konum og að halda þeim lengur varð til þess að allsherjarbreytingar voru inn- leiddar sem skiluðu sér í mælan- legum mun á alþjóðavísu. 2. Fjölmiðlafólk þarf að eiga verk- efnið líka. Í erli dagsins þar sem allt á að gerast á svipstundu getur verið erfitt að brjótast úr viðjum vanans og hafa samband við nýja viðmæl- endur. FKA hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð frá fjölmiðlafólki sem vill breyta verklaginu. Til að koma til móts við þörfina á kvenkyns við- mælendum hefur FKA nú búið til kerfi inni á www.FKA.is þar sem eru 300 konur sem nú þegar segja já við fjölmiðla. Tengslanet er lykil- orðið í þessu samhengi og þar munu FKA og fjölmiðlar vinna saman. 3. Konur munu einnig taka verk- efnið til sín. Orðræðan hefur lengi verið sú að erfitt hafi verið að fá konur til viðtals eða til þess að tjá sig um málefni. FKA hefur unnið að því að breyta þessu undanfarin ár, en betur má ef duga skal. FKA mun standa fyrir fundum, nám- skeiðum og öðrum viðburðum sem vinna að því að þjálfa og efla konur í atvinnulífi í að verða sýnilegar og koma sér á framfæri. Áhrif fjölmiðla eru mikil á allt samfélagið og ábyrgð þeirra einnig. FKA mun vinna að því í samstarfi við fjölmiðla að á næstu 4 árum breytist sú ásýnd sem birtist okkur í dag í tölum Creditinfo. Meðal þess sem FKA mun gera er að fylgja eftir árlegum mælingum og fleira. Áhugi og vilji til verka er samt lyk- ilþáttur í að koma samfélagslegum breytingum af stað. Við FKA-konur erum klárar í slaginn. Fjölmiðlar verða að endurspegla samfélagið JAFNRÉTTI Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður Félags kvenna í atvinnu- lífi nu ➜ Á þessu sannast eins og oft áður að staðreyndin er oft önnur en tilfi nningin. Konur eru einn þriðji af viðmæl- endum ljósvakamiðlanna. Hvað er sjálfsmynd? Sjálfsmynd er safn af þeirri trú og þeim tilfinn- ingum sem við höfum um okkur sjálf. Hvernig við sjáum og upplifum okkur sjálf hefur áhrif á okkar innri hvatningu, fram- komu, hegðun og tilfinn- ingalega líðan. Þróun sjálfsmyndar Sjálfsmynd byrjar að þroskast hjá hverjum og einum í frumbernsku og er að þroskast alla ævina. Erfðir og umhverfi hafa áhrif á þróun sjálfsmyndar og alltaf á ævi- skeiðinu er hægt að styrkja sjálfsmynd. Á unglingsárum hefur félaga- og vinahópurinn gríðarleg áhrif á þróun sjálfs- myndar þar sem unglingar máta sig meira við þann hóp sem þeir tilheyra fremur en foreldra og systkini. Því er mjög mikilvægt að byggja sterkan grunn áður en unglingsárin koma en jafnframt efla sjálfsmyndina á unglingsár- unum. Einnig er mikilvægt að bregð- ast við ef foreldrar eða aðrir sem að barninu koma sjá að barnið hefur litla trú á eigin getu, því fyrr sem farið er að styrkja veika sjálfsmynd hjá barni því betra. Sjálfsmynd sterk forvörn Heilbrigð sjálfsmynd er sterkasta vopn hvers einstaklings til þess að takast á við þær áskoranir sem lífið býður upp á. Börn, sem líður vel í eigin skinni, eiga auðveldara með að standast neikvæðan hópþrýsting, þau brosa oftar og njóta lífsins. Þessi börn eru bjartsýn og hugsa í lausnum og hafa gaman af að leysa úr þeim verkefnum sem fyrir þau eru lögð. Aftur á móti er algengt að börn með veika sjálfsmynd þrói með sér kvíða og reiðitilfinning- ar. Börn sem hafa veika sjálfs- mynd líta oft á sig sem lítils virði og upplifa að þau geti ekki gert neitt rétt sem getur orðið þess valdandi að þau verða döpur og einangra sig. Þau segja gjarnan „ég get ekki“ þegar þeim eru rétt verkefni. Gefast upp áður en þau reyna. Forvarnargildi heilbrigðrar sjálfsmyndar er mjög mikið og hefur það sýnt sig að börn með sterka sjálfsmynd eiga mun auð- veldara með að standast hóp- þrýsting á unglingsárum og því geta þau sagt nei við óæskilegum áhrifum á líf sitt. Barn með veika sjálfsmynd er oft illa sett félagslega og fylgir því hópnum þó um óæskilega hegðun sé að ræða. Barn með veika sjálfsmynd mátar sig við þann hóp sem það finnur sér og hegðun þess fylgir hópnum hvort sem um æskilega hegðun eða óæskilega er að ræða. Hvað geta foreldrar gert til að styðja við sjálfsmynd barna sinna? Gættu orða þinna, börn eru næm á orð foreldra sinna, mikilvægt er að hrósa börnum fyrir vel gerða vinnu en jafn mikilvægt að hrósa fyrir átakið sem þau lögðu á sig til að framkvæma. T.d ef eitthvað mistekst hjá barninu að hrósa því fyrir að reyna, það byggir upp trú hjá barninu á að æfingin skapi meistarann. Börn læra það sem fyrir þeim er haft. Ef foreldri er neikvætt og niðurbrjótandi í eigin garð er það lærdómurinn sem barnið nemur. Foreldrar eru speglar barna sinna. Vertu jákvæð fyrir- mynd. Vertu með skýr en sanngjörn mörk, börn upplifa öryggi í mörk- unum. Börn vita til hvers er ætl- ast af þeim þegar mörk eru skýr, óljós mörk valda þeim óöryggi og jafnvel kvíða. Gefðu barninu þínu tíma, tal- aðu við það og hlustaðu á það. Börn vilja fá að hafa skoðun og vilja að hlustað sé á þau. Það að hlusta á barn þitt þýðir ekki að þú segir endilega já en það eflir barnið í að nefna langanir sínar og læra að taka við svarinu hvort sem það er nei eða já. Útskýrðu fyrir barninu þínu af hverju svarið er nei eða já. Sjálfsmynd barna hefur forvarnargildi FORVARNIR Kristín Snorradóttir meðferðarráðgjafi í Fjölskylduhúsi ➜ Börn læra það sem fyrir þeim er haft. Ef foreldri er neikvætt og niðurbrjótandi í eigin garð er það lær- dómurinn sem barnið nemur. Foreldrar eru speglar barna sinna. Vertu jákvæð fyrir- mynd. www.volkswagen.is Volkswagen atvinnubílar Einstakt tækifæri Nú í desember gefst einstakt tækifæri til að kaupa sýningar- og reynsluakstursbíla hjá VW atvinnubílum á góðum kjörum. Kynntu þér málið hjá sölufulltrúum okkar á Laugavegi 174. Atvinnubílar Til afgreiðslu strax Takmarkað magn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.