Fréttablaðið - 20.02.2014, Page 2

Fréttablaðið - 20.02.2014, Page 2
20. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Kringlunni heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN Ísólfur Gylfi, er ekkert að marka þetta fólk? „Það er mjög mikið að marka þetta fólk. Við tökum tillit til skoðana þess.“ Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangár- þings eystra, segir andstöðu íbúa austan Markarfljóts vegna lengingar varnargarðs byggða á misskilningi. RÚSSLAND Meðlimir rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot voru barðir með svipum af liðsmönnum rússnenskra lögreglusveita þegar þeir voru með gjörning til höfuðs Vladimír Pútín í Sotsjí í gær. Konurnar höfðu vart komið sér fyrir á torgi skammt frá Ólympíu- garðinum þegar lögreglumenn komu aðvífandi og létu svipuhöggin dynja á þeim áður en þeim var gert að yfirgefa torgið. -js Rússnesk lögregla beitti meðlimi pönksveitar harðræði: Pussy Riot konur svipaðar í Sotsjí SVIPU BEITT Á PÖNKARA Liðsmaður rússneskra Kósakkasveita, sem sjá um löggæslu, greip til svipu sinnar til að stöðva mótmæli pönksveitarinnar Pussy Riot í Sotsjí í gær. Þær Nadesjda Tolokonnikova og María Alekhína og félagar voru vart byrjaðar á gjörningi sínum þegar þær voru stöðvaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EFNAHAGSMÁL Almenn útlán Íbúðalána- sjóðs drógust saman um tæp 43 prósent í janúar miðað við sama tíma í fyrra. Fram kemur í nýbirtri mánaðarskýrslu sjóðsins að almenn útlán í mánuðinum hafi numið 489 milljónum króna, saman borið við 854 milljónir í janúar 2013. Uppgreiðslur námu 1,5 milljörð- um króna. Þá kemur fram í skýrslunni að áfram dragi úr vanskilum, en heimilum í van- skilum hafi fækkað um tæp 2,5 prósent á milli mánaða. Þá haldi undirliggj- andi virði lána einstaklinga í vanskil- um áfram að lækka. „Í lok janúar nam fjárhæð vanskila útlána til einstaklinga 4,3 milljörðum króna og var undirliggj- andi lánavirði 66,6 milljarðar króna, eða um 10,27 prósent útlána sjóðsins til einstaklinga, sem er 3,12 prósentum lægra hlutfall en í janúar 2013,“ segir í skýrslunni. Í janúar seldi sjóðurinn 27 fasteignir, þrisvar sinnum fleiri en ári fyrr þegar seldar voru níu eignir. „Þá er að auki búið að samþykkja kauptilboð í 81 eign til viðbótar,“ segir í mánaðarskýrsl- unni. - óká Íbúðalánasjóður seldi þrisvar sinnum fleiri fasteignir í janúar á þessu ár en í fyrra: Útlán Íbúðalánasjóðs dragast saman KEFLAVÍK Í janúar síðast- liðnum voru íbúðir í eigu Íbúðalána- sjóðs flestar á Suðurnesjum, 804 talsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALÞINGI Píratar ásamt þingmönnum úr öllum flokk- um munu í dag leggja fram á Alþingi þingsályktunar- tillögu um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu. Þetta kom fram í sérstakri umræðu á Alþingi í gær um stefnu Íslands í vímuefnamálum. Málshefjandi var Helgi Hrafn Gunnarsson, þing- maður Pírata, og lagði hann áherslu á að horfið yrði frá refsistefnu gagnvart vímuefnaneytendum og byggt á mannúðlegum úrræðum á forsendum heil- brigðis- og félagslega kerfisins. Mikilvægt væri að auka traust vímuefnaneytenda á og aðgang að opin- berri þjónustu. Helgi Hjörvar sagði stefnu Íslands í vímuefnamál- um ekki virka og að stefnu sem skilaði jafnslæmum árangri þyrfti að endurskoða. Ekki væri nóg að lýsa góðum vilja og þyrfti að fjárfesta í fólki, úrræðum og starfi í þessum málum. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, til- kynnti að Píratar legðu fram þingsályktunartillögu um stefnu í vímefnamálum. Þar segir að starfshópur skuli geri úttekt á gildandi lagaumhverfi og líta til erlendrar löggjafar þar sem horfið hefur verið frá refsistefnu tengdri neyslu ólöglegra vímuefna. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra lýsti sig tilbúinn til að skoða málið. Ráðherrann upplýsti að mótun aðgerðaáætlunar í málaflokknum hefðist innan skamms. Áætlunin mun taka til forvarna, meðferðar- úrræða, eftirfylgni, endurhæfingar og endurskoðunar lagarammans. - eb Þingmenn úr öllum flokkum leggja fram tillögu að stefnu í vímuefnamálum: Vilja hverfa frá refsistefnu ALÞINGI Í umræðum um skýrslu um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið á Alþingi í gær ítrekaði Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra þá afstöðu sína að hann teldi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna ófram- kvæmanlega. Benti ráðherrann á að niður- stöður kosninga og skoðanakann- ana um stuðning við aðild bentu til þess að ekki væri stuðningur meðal almennings við að ganga í Evrópusambandið. Sagðist hann skilja vel þá afstöðu almennings að vilja taka ákvörðun í málinu. Hins vegar þyrfti að vera póli- tískur vilji að baki aðildarumsókn ef sú ákvörðun yrði tekin að halda viðræðum áfram. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segist lesa orð ráðherrans þannig að ljóst sé að ekki verði kosið um áframhald viðræðna. Í umræðum spurði Össur Skarp- héðinsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, fjármálaráðherra ítrekað hvort hann myndi standa við fyrri yfirlýsingar sínar um að hann teldi best að hafa þjóðar- atkvæðagreiðslu á fyrri hluta kjörtímabilsins. „Hann vék sér undan því að svara og er erfitt að sneiða hjá því að álykta að Bjarni Benediktsson sé að velta því alvarlega fyrir sér að standa ekki við þessar yfirlýs- ingar, sem tryggðu honum stóran hluta af sínu kjósendafylgi. En það er mjög ólíkt honum að standa ekki við orð sín svo ég mun ekki trúa því fyrr en ég set höndina í sárið,“ segir Össur. Utanríkisráðherra kynnti skýrslu Hagfræðistofnunar fyrir Alþingi. Sagði hann stækkunar- stefnu Evrópusambandsins vera óbilgjarna og að sambandið skorti metnaðarfulla framtíðarsýn. Það hefði því verið óábyrgt af stjórn- völdum að hefja viðræður og væri óábyrgt að halda þeim áfram. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði ræðu utanríkisráðherra ekki líklega til að auka samstöðu um málið á þinginu og sakaði ríkisstjórnina um að finna leiðir til þess að kom- ast hjá því að fá svör um hvort Evrópusambandsaðild væri fýsi- legur kostur. Kallaði hann eftir að hagsmunamat yrði leiðarljós- ið í ákvörðun um áframhaldandi viðræður. Katrín Jakobsdóttir sagðist vilja heyra meira um framtíðar- sýn ríkisstjórnarinnar, um hver næstu skref í málinu væru. Þá kallaði hún eftir frekari pólitískri greiningu á stöðunni. eva@frettabladid.is Óábyrgt að halda viðræðum áfram Formaður Sjálfstæðisflokks vék sér undan spurningum um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB á Alþingi í gær. Utanríkisráðherra sagði óábyrgt að halda viðræðum áfram. Formaður Samfylkingar segir ljóst að ekki verði kosið. EVRÓPUSAMBANDSAÐILD Utanríkisráðherra kynnti skýrslu um stöðu aðildarvið- ræðna Íslands við Evrópusambandð á Alþingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR REFSILEYSI Kallað var eftir því á Alþingi í gær að neysla vímu- efna yrði gerð refsilaus. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR REYKJAVÍK Mikið svifryk var í Reykjavík í gær og mældust gildi við Grensásveg allt að 488,1 míkró gramm af ryki í hverjum rúmmetra. Ástæðan er sú að vindur gær- dagsins þyrlaði upp ryki og sandi sem var á götum borgarinnar. „Við viljum ekki fara út í það að sópa nema útlit sé fyrir að það verði þurrt,“ segir Guðjóna Björk Sigurðardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands Reykjavíkurborgar. Einstaklingar með ofnæmi eða hjarta- eða lungnasjúkdóma ættu að forðast að vera úti þar sem hætta er á mikilli mengun og þá sérstaklega í nánd við miklar umferðargötur. - js Slæm loftgæði í Reykjavík: Svifryk yfir mörkum í gær VEÐUR Óveður reið yfir sunnan- vert landið í gær svo björgunar- sveitir höfðu í nógu að snúast. „Dagurinn byrjaði á því að við fengum útkall vegna þakplötu sem var að fjúka,“ segir Ólöf S. Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Nokkur sambæri- leg útköll hafi síðan komið yfir daginn og fram á kvöld. Ólöf segir björgunarsveitar- menn einnig hafa verið á vaktinni á Kjalarnesi þar sem veðrið var sérstaklega slæmt. Þar hand- leggsbrotnaði kona þegar hún datt í hvassri vindhviðu. Á Suðurnesjum féll fjarskipta- mastur eftir að festing gaf sig. Tjónið er metið á nokkrar millj- ónir. - js Milljónatjón vegna veðurs: Veðurofsinn til vandræða í gær SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.