Fréttablaðið - 20.02.2014, Page 46

Fréttablaðið - 20.02.2014, Page 46
20. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 30 Last Vegas ★★ ★★★ „Hey, ég er með góða hugmynd! Stelum hugmyndinni úr Hangover- myndunum því þær eru svo vinsælar og setjum fjóra aldraða stórleikara í aðalhlutverkin. Getur ekki klikkað.“ Einhvern veginn svona ímynda ég mér að kvikmyndin Last Vegas hafi orðið til. Lykilspurningin er einmitt hvað gæti mögulega klikkað. Að mínu mati er það gjörsamlega allt í þessu tilviki. Brandararnir missa nánast allir marks og maður verður eigin- lega sorgmæddur að horfa á þessar stórkostlegu leikara, Robert DeNiro, Morgan Freeman, Kevin Kline og Michael Douglas, ná sér aldrei á strik. Leikararnir eru í raun eina ástæðan fyrir því að ég gef þessari mynd tvær stjörnur. Annars fengi hún hauskúpu. Lilja Katrín Gunnarsdóttir NIÐURSTAÐA Hér er hið fornkveðna afsannað– sumt verður ekki betra með aldrinum. Allt klikkar HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 20. FEBRÚAR Gjörningar 19.00 Fyrsta sýning á nýju verki Gjörningaklúbbsins, Hugsa minna – Skynja meira, sem sýnt verður tólf sinnum í febrúar 2014 í Listasafni Íslands. Miðapantanir í síma: 783 8443 og hægt er að senda pöntun á net- fangið: gjorningaklubburinn@listasafn. is. Miðaverð er 2.900 krónur. Tónleikar 20.00 Sigurður Halldórsson selló- leikari og Daníel Þorsteinsson píanó- leikari flytja nokkur af helstu verkum tónlistarsögunnar fyrir selló og píanó í Hömrum í Hofi á Akureyri. Miðaverð er 2.500 krónur. 21.00 Samnorrænir tónleikar á Harlem Bar á Akureyri. Hljómsveitarnar koma frá Danmörku, Noregi, Færeyjum og Íslandi og heita Sekuioa (DK), Sea Change (NO), Byrta (FO), Good Moon Deer (IS). Miðaverð 1.500 krónur. Miðasala við hurð. 21.00 Hljómsveitin Árstíðir heldur tónleika á Kex Hosteli. 21.00 Kristjana Stefáns og Svavar Knútur flytja allt frá Abba til Dolly Parton með viðkomu hjá Prúðuleikur- unum og Páli Ísólfssyni, auk frum- samdra laga og sígildra perla úr ýmsum áttum á Café Rosenberg. Aðgangseyrir 2.000 kr. 21.30 Hljómsveitin Spottarnir heldur tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakka- stíg 8. Frítt inn! Sýningar 10.00 Landnámssýningin býður alla krakka í vetrarfríi velkomna í heim- sókn! Fullorðnir í fylgd með börnum fá frítt dagana 20. og 21. febrúar (en þess má geta að það er ALLTAF frítt fyrir börn yngri en 18 ára). Í vetrarfríinu verður einnig boðið upp á skemmti- legan ratleik, þar sem gestir þurfa að ráða í rúnir, og leiksvæði Freyju forn- leifafræðings er alltaf opið. Opið alla daga frá kl. 10.00– 17.00. Hátíðir 17.00 Njarðarskjöldur og Freyjusómi 2013, hvatningaverðlaun Reykjavíkur- borgar og samstarfsaðila. verða afhent í Háloftum í Hörpu. Í boði Reykjavíkur- borgar, Miðborgarinnar okkar, Félags atvinnurekenda, Samtaka verslunar og þjónustu, Kaupmannasamtaka Íslands, Glo- bal Blue á Íslandi og Tax Free Worldwide. Umræður 20.00 Samræða um myndlist Haraldar Jónssonar í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar. Samræðan ber yfirskriftina Nálgun en tilefni hennar er einkasýning Haraldar, H N I T, sem nú stendur yfir í Sverrissal. Frummælendur eru Markús Þór Andrésson sýningarstjóri, Harpa Arnardóttir leikkona og leikstjóri og Valur B. Antonsson heimspekingur. Aðgangur er ókeypis. Kvikmyndir 19.30 Konfúsíusarstofnunin sýnir Borða, drekka, elska eftir Ang Lee frá 1994 í Odda 101, Háskóla Íslands. Bókmenntir 12.00 Skál af ljóðum er ljóðadagskrá í hádeginu á Borgarbókasafninu við Tryggvagötu, í umsjá Jakobs S. Jónssonar. Dagskráin verður helguð ljóðsáttamann- inum Þorgeiri Sveinbjarnarsyni að þessu sinni. Kryddlegin hjörtu bjóða upp á tvenns konar súpu, heimabakað brauð með hum- mus og hvítlaukssmjöri, og kaffi á eftir, á kr. 1.290. Aðgangur að dagskránni sjálfri er frjáls og öllum opinn, að sjálfsögðu. Leikrit 20.00 Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson FIMMTUDAGUR FER ALDREI VERR EN ILLA Þetta er krefjandi en ég legg mig 100 prósent fram. Hvað er það versta sem getur gerst? Þetta fer aldrei verr en illa,“ segir Ármann Einarsson, 48 ára gamall maður sem byrjaði að leggja dansinn fyrir sig fyrir stuttu. Hann dansar í sýningunni Dansaðu fyrir mig, sem er sýnd í Tjarnarbíói í kvöld. sýnt á litla sviði Borgarleikhússins. Miða- verð 4.750 krónur. 19.00 Nemendur í Verzlunarskóla Íslands sýna Með allt á hreinu í Austurbæ. Miða- verð 2.500 krónur. 20.00 Aukasýning á Óskasteinum á nýja sviði Borgarleikhússins. Miðaverð 4.750 krónur. Málþing 13.00 Málþing um margbreytileika sam- félagsins í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Dans 20.00 Dansverkið Dansaðu fyrir mig í Tjarnarbíói. Aðgangseyrir 3.900 krónur. Uppselt. Uppistand 20.00 Mið-Ísland í Þjóðleikhúskjallar- anum. Miðaverð 2.900 krónur. Fyrirlestrar 12.00 Dr. Petr Just heldur fyrir- lesturinn Breytingar í átt til lýðræðis í Mið-Evrópu. Hann er lektor við Metro- politan-háskólann í Prag og Erasmus- gestakennari við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Fundarstjóri er Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóða- málastofnunar Háskóla Íslands. Fyrir- lesturinn fer fram á ensku og fer fram í stofu 103 í Lögbergi í Háskóla Íslands. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. CRÉATIVE TECHNOLOGIE Frábær vinnuaðstaða með góðu aðgengi fyrir farm og farþega. 180° opnun á afturhurðum, rennihurð, þægileg hleðsluhæð, há sætisstaða og fjöldi geymsluhólfa. Öflug en sparneytin 90 hestafla dísilvél ásamt spólvörn og ESP stöðugleikakerfi gera Berlingo Van að öruggum og hagkvæmum kosti fyrir þinn rekstur. KOMDU OG PRÓFAÐU CITROËN BERLINGO VAN citroen.is 3,3 M - 4,1 M HLEÐSLURÝMI 850 KG BURÐARGETA 3JA MANNA SPARNEYTINN 3 3 Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu BETRI REKSTUR OG AUKIN ÞÆGINDI CITROËN BERLINGO VAN 1,6 HDi 90 hö dísil VERÐ FRÁ: 2.382.470 KR. ÁN VSK VERÐ FRÁ: 2.990.000 KR. MEÐ VSK Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.