Fréttablaðið - 20.02.2014, Page 30
KYNNING − AUGLÝSINGHópefli FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 20142
Fjallamenn Íslands er leiðandi fyrirtæki í hópeflisþjónustu en við höfum unnið með hópefli í nokkur ár. Við setjum saman metn-aðarfulla dagskrá til að hrista saman hópa af öllum stærðum allt
eftir óskum viðskiptavina,“ útskýrir Sif Helgadóttir, sölu-og markaðs-
stjóri Fjallamanna ehf./Mountaineers of Iceland.
Fjallamenn stunda umfangsmikinn rekstur á Langjökli. Fyrirtæk-
ið á og rekur jeppa og trukka sem hefur verið sérstaklega breytt til að
ferðast á jöklum og komast að afskekktum svæðum á hálendinu sem
annars ekki er hægt að komast að á venjulegum bílum. Fjallamenn eiga
einnig aðstöðu á Langjökli þar sem tekið er á móti hópum.
„Það eru ekki margir sem gera sér grein fyrir umfangi reksturs Fjalla-
manna á Langjökli,“ segir Sif. „Við eigum til dæmis eitt hundrað vél-
sleða og tvö hús, bæði austan megin og vestan megin á Langjökli þar
sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. Fyrir hópefli bjóðum við mjög áhuga-
verða dagskrá, svo sem vélsleðaferðir, ævintýraleg jöklahlaðborð (bæði
inni og úti), hópeflisprógramm, snjóleiki og jöklagöngur svo eitthvað
sé nefnt,“ útskýrir Sif.
„Fjallamenn eru stöðugt að hugsa upp nýja valkosti fyrir viðskipta-
vini og ávallt með sveigjanleika og öryggi í fyrrirúmi. Starfsfólk Fjalla-
manna er skapandi fagfólk sem veitir persónulega þjónustu og hefur
víðtæka reynslu af ferðaþjónustu. Við leggjum metnað í að bjóða upp
á ógleymanlega upplifun.“
Nánari upplýsingar: www.fjallamennislands.is.
Sannleikur og lygi
Skrifið niður á blað tvennt sem er
satt um ykkur sjálf og eitt sem er lygi.
Hinir eiga að giska á hvað af þessu er
lygi.
Ha-ha-leikur
Þátttakendur leggjast á gólf með
höfuðið á maga næstu manneskju.
Fyrsta manneskjan segir ha, sú
næsta ha-ha, sú þriðja ha-ha-ha og
svo framvegis. Augu eiga að vera
lokuð og bannað er að hlæja. Mark-
miðið að komast eins langt og hægt
er með ha-in án þess að nokkur fari
að hlæja, en það má reyna að vera
fyndinn.
Öskurleikur
Þátttakendur horfa niður. Þegar sagt
er „nú“ eiga þeir að líta upp og reyna
að líta í augun á einhverjum öðrum.
Nái þeir augnsambandi við annan
aðila eiga báðir að öskra og eru þar
með úr leik.
Telja upphátt
Hópur situr í hring. Markmiðið er
að hópurinn nái að telja upp að tíu,
einn í einu nefnir tölu, ef tveir nefna
tölu á sama tíma þarf að byrja upp á
nýtt. Minnsta hik er nóg til að þurfi
að byrja upp á nýtt.
Prik á putta
Þátttakendur rétta fram hendur og
kústskaft er sett á vísifingur þeirra.
Kústskaftið er vandamál og þau eiga
að leysa vandamálið, en gallinn er sá
að vandamálið vex bara og stækkar.
Vinna þarf saman til að leysa vand-
ann og leggja kústskaftið á gólfið. Til
þess þarf jafnvel að fara á hnén.
Grípa í fingur
Þátttakendur standa í hring, leggja
hægri vísifingur í vinstri hönd þess
sem er við hliðina (hafa vinstri hönd
opna til að taka á móti fingri þess
sem er á vinstri hönd.) Þegar sagt er
„3“ eiga þátttakendur að reyna að
grípa utan um fingurinn sem liggur í
vinstri lófa og um leið reyna að koma
í veg fyrir að sá sem er á hægri hönd
nái að grípa um fingurinn.
Hláturinn lengir lífið
Maður er manns gaman og það er endurnærandi að hlæja og skemmta sér í
góðra vina hópi. Því eru gamansamir leikir sem reyna á samstöðu, styrk og
samheldni fyrirtaks hópefling.
Hlátur
brýtur alla
múra og
lætur fólki
líða vel.
Hópefli
þéttir
hópinn og
ýtir undir
traust
og oft
ævarandi
vináttu.
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbirgir@365.is, s. 512-5432
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Ógleymanleg upplifun
Fjallamenn ehf./Mountaineers of Iceland bjóða upp á ævintýralegar hópeflisferðir upp á Langjökul. Vélsleðaferðir, jöklagöngur og
hlaðborð uppi á jökli er aðeins brot af því sem stendur til boða. Heimasíða Fjallamanna er fjallamennislands.is.
Boðið er
upp á
ævintýraleg
matar-
hlaðborð
í ferðunum,
leiki og
snjósleða-
ferðir
Sif Helgadóttir, sölu- og markaðs-
stjóri Fjallamanna ehf./Montaineers
of Iceland, segir hópeflisferðirnar
ógleymanlega upplifun.