Fréttablaðið - 20.02.2014, Side 4

Fréttablaðið - 20.02.2014, Side 4
| FRÉTTIR | 4 LANDBÚNAÐUR Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segir að hlutdeild Mjólkursam- sölunnar í samanlögðum osta- kvóta á síðastliðnum fimm árum hafi aðeins verið 11 prósent. „Tölurnar sýna að bændafyrir- tækin halda ekki uppi verði á innfluttum ostum,“ segir Guðni. Samkvæmt upplýsingum atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytisins hafa fyrirtæki mátt flytja inn 1.400 tonn af osti frá árinu 2009. Sá háttur er hafður á að fyr- irtækin bjóða í tollkvótana og er þeim úthlut- að til hæstbjóð- enda. Enginn hefur boðið í rúmlega fjórðung þess ostakvóta sem í boði hefur verið, eða 360 tonn. Stærsti innflytjandinn er Inn- nes ehf. sem hefur flutt inn tæp 330 tonn, Sólstjarnan hefur flutt inn 200 tonn, MS tæp 160 tonn og innflutningur Haga nemur tæpum 130 tonnum. Guðni segir að tölurnar sýni að það sé rangt, sem haldið hefur fram í fjölmiðlum, að MS sé ráð- andi í innflutningi á ostum. - jme AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ UMHVERFISMÁL Samkomulag náðist í gær í umhverfis- og samgöngu- nefnd um að ný náttúruverndar- lög verða ekki felld úr gildi heldur verður gildistöku þeirra frestað til 1. júlí 2015. Sá tími verður nýttur til að grandskoða þá þætti sem helst hafa verið umdeildir. Meirihluti og minnihluti nefndarinnar standa sameiginlega að niðurstöðunni. Höskuldur Þórhallsson, þingmað- ur Framsóknar- f lokksi ns og formaður nefnd- arinnar, segir að sáttin sem náðist í gær sé söguleg, enda hafi margt bent til þess að hörð átök yrðu um málið. Hösk- uldur vísar til þess þegar Sigurður Ingi Jóhanns- son umhverfisráðherra kynnti áform sín. Var kallað eftir endur- skoðun einstakra kafla laganna, eins og nú hefur skapast friður um. Þrír þingmenn skrifa undir nefndarálitið með fyrirvara; Birg- itta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Katrín Jak- obsdóttir, formaður Vinstri grænna. Katrín Júlíus- dóttir fagnar niðurstöðunni enda er hún í samræmi við til- lögur hennar og annarra í minni- hlutanum. Hún segir niðurstöð- una afurð ítar- legrar vinnu sem leiddi fram að ekki var eins langt á milli sjónarmiða og í fyrstu leit út fyrir. Ákveðið hafi verið að fara þessa frestunarleið með þverpóli- tískri sátt frekar en að umræða um náttúruvernd á Íslandi lenti enn og aftur í blindgötu. Eins fagnar hún því að umhverfisnefnd fái tækifæri til að gaumgæfa niðurstöðu ráðu- neytisins og veita umsögn þegar þar að kemur. Katrín Jakobsdóttir tekur undir að það séu stórtíðindi að samkomulag náist um að hverfa frá afturköllun laganna og nota tímann til að reyna að ná sátt um einhverj- ar breytingar. Hin raunverulega áskorun sé hins vegar hvort takist að gera breytingar án þess að draga úr gildi laganna. „En ég geng til þeirrar vinnu af fullum heilindum,“ segir Katrín en bætir við að heild- arhugsun nýju laganna hafi verið mikið framfaraskref fyrir náttúru- vernd í landinu. „En ég fagna því að samkomulag hafi náðst um að kasta henni ekki fyrir borð heldur leita leiða til að lögin geti gengið í gildi.“ svavar@frettabladid.is Nýju lögin fá framhaldslíf Þingmenn allra flokka í umhverfisnefnd sættust á að ný náttúruverndarlög yrðu ekki afturkölluð í heild sinni. Gildistöku er þess í stað frestað þangað til endurskoðun er lokið. „Söguleg sátt,“ segir nefndarformaður. MENGUN Áralöng vinna að baki nýjum náttúruverndarlögum nýtist þrátt fyrir áhyggjur um annað. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HÖSKULDUR ÞÓRHALLSSON KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR ● Að óbreyttu áttu ný lög um náttúruvernd að taka gildi 1. apríl 2014, en þau voru samþykkt á Alþingi rétt fyrir þinglok í vor. Með brottfalli þeirra áttu eldri og núgildandi lög frá 1999 að halda gildi sínu. Þeir þættir nýrra náttúruverndarlaga sem hafa verið sérstaklega umdeildir varða helst: ● Almannarétt. Í náttúruverndarlögum lýtur almannaréttur helst að rétti fólks til ferðar um landið til að njóta útiveru og samvista við náttúruna. Landeigendur hafa sett fram efasemdir um ákvæði nýrra laga. ● Varúðarregluna. Inntak reglunnar er að skorti á vísindalegri fullvissu, þar sem hætta er á alvarlegu eða óbætanlegu tjóni, skal ekki beitt sem rökum til þess að fresta aðgerðum sem koma í veg fyrir umhverfisspjöll. ● Ákvæði um sérstaka vernd. Varðar t.d. skipulag friðlýsingar, friðunar og verndar. ● Utanvegaakstur. Ákvæði laganna um hvar leyfilegt er að aka, t.d. á hálendinu, hefur mætt harðri gagnrýni. Ekki síst frá samtökum eins og ferðaklúbbnum 4x4. ● Framandi lífverur. Á við um dýr, plöntur og örverur til dæmis. Helstu álitamál sem verða endurskoðuð Hlutdeild Mjólkursamsölunnar í ostakvóta 11 prósent síðastliðin fimm ár: Enginn boðið í fjórðung kvótans GUÐNI ÁGÚSTSSON INDLAND, AP Hæstiréttur Indlands breytti dauðadómi þriggja fanga í lífstíðarfangelsi á þriðjudag. Þre- menningarnir voru dæmdir til dauða fyrir tuttugu árum fyrir að hafa átt minniháttar þátt í morði á fyrrverandi forsætisráðherranum Rajiv Gandhi. Í tvo áratugi hafa þeir beðið aftöku á dauðadeild í Vellore-fang- elsinu. Hæstiréttur samþykkti að breyta dómnum vegna dráttar á aftöku. Mennirnir segjast ekki hafa vitað af áætluninni um að myrða forsætisráðherrann árið 1991, sem Tamíltígrar skipulögðu. -ue Þrír fá lífstíðarfangelsi: Dráttur verður mönnum lífgjöf RAJIV GHANDI SKÓLAMÁL Tillaga sjálfstæðis- manna um virkt samráð við for- eldrafélög sem gæfu umsagnir vegna ráðningar skólastjóra var felld af öðrum borgarstjórnar- fulltrúum. „Með afgreiðslu tillögunnar sannast enn og aftur að Samfylk- ingin og Besti flokkurinn hafa ekki áhuga á að auka samráð við foreldra um skólastarf í borg- inni,“ bókuðu sjálfstæðismenn en fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingar sögðu skóla- og frí- stundaráð þegar hafa samþykkt tillögu um að auka aðkomu for- eldra að ráðningum stjórnenda í leik- og grunnskólum. - gar Ráðning grunnskólastjóra: Vildu aðkomu foreldrafélaga Veðurspá Laugardagur 8-15 m/s NV- og SA-til, annars hægari. NA-HVASSVIÐRI EÐA STORMUR á landinu SA-verðu í dag og á morgun, annars allhvasst víða. Úrkoma um landið SA- og A-vert næstu daga og snjóél N-til. Kólnar heldur í veðri um helgina. 0° 13 m/s 2° 13 m/s 4° 9 m/s 6° 11 m/s Á morgun 8-15 m/s, hvassara SA-til. Gildistími korta er um hádegi -1° -2° -2° -3° -5° Alicante Basel Berlín 21° 13° 10° Billund Frankfurt Friedrichshafen 6° 11° 11° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 5° 5° 19° London Mallorca New York 12° 17° 8° Orlando Ósló París 29° 0° 13° San Francisco Stokkhólmur 16° 0° 3° 12 m/s 4° 11 m/s 2° 9 m/s 2° 11 m/s -1° 5 m/s 1° 11 m/s -2° 10 m/s 2° 0° 3° 0° -2° Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður ➜ Innnes er stærsti innflytj- andi osta hér á landi. HRÍSEY Þrettán manns var sagt upp störfum hjá sjávarútvegs- fyrirtækinu Hvammi í Hrísey í gær. Fyrirtækið er stærsti vinnu- veitandinn í eynni. „Ástæða upp- sagnanna er rekstrarörðugleik- ar, það vantar fisk og það er búin að vera leiðindatíð og lítil veiði. Það er erfiður rekstur á þessu,“ segir Þröstur Jóhannsson, einn eigendanna. Miðað við hlutfall af íbúafjölda jafngilda uppsagnirnar því að rúmlega 30.000 manns yrði sagt upp á höfuðborgarsvæðinu. -js Mörgum sagt upp í Hrísey: Þrettán missa vinnuna í fiski 19% fyrirtækja nota sam-félagsmiðla til þess að ráða fólk. Í heild nota 59 prósent fyrirtækja samfélagsmiðla. Hæsta hlutfall er meðal gisti- og veitingastaða, eða 91 prósent. Gefum 80.000 kr. af eldsneyti dagana 25-28. febrúar! www.lodur.is - Sími 544 4540 Vertu vinur okkar á Facebook og þú gætir unnið!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.