Fréttablaðið - 20.02.2014, Qupperneq 48
20. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING TÓNLIST | 32
TÓNNINN
GEFINN
Haukur Viðar Alfreðsson
Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/
Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is.
LAGALISTINN TÓNLISTINN
13.2.2014 ➜ 19.2.2014
1 Ýmsir Söngvakeppnin 2014
2 Skálmöld og Sinfó Skálmöld og Sinfó
3 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn
4 Ýmsir Pottþétt 61
5 Samaris Samaris
6 Kaleo Kaleo
7 John Grant Pale Green Ghosts
8 Baggalútur Mamma þarf að djamma
9 Mammút Komdu til mín svarta systir
10 Ásgeir In The Silence
1 Pharrell Happy
2 Avicii Hey Brother
3 Ed Sheeran I See Fire
4 Gary Barlow Let Me Go
5 Björgvin Halldórsson / Jón Jónsson Kæri vinur
6 Kaleo Automobile
7 Ellie Goulding How Long Will I Love You
8 Rudimental / Emeli Sandé Free
9 Pollapönk Enga fordóma
10 Aloe Blacc The Man
„Fjölskyldan mín leikur með
mér á tónleikunum, dætur mínar
tvær syngja og spila á hljómborð
og píanó, svo verða þær líka með
mennina sína með sér þannig að
þetta verður mjög skemmtilegt,“
segir tónlistarmaðurinn Rúnar
Þórisson en hann heldur upp á
útgáfu þriðju sólóplötu sinnar í
kvöld í Iðnó.
Það má með sanni segja að
um músíkalska fjölskyldu sé að
ræða en dætur Rúnars, þær Lára
og Margrét radda og syngja hvor
sitt lagið á plötunni og koma þær
fram með föður sínum á tónleik-
unum. Báðar eru þær velkunnar
og virkar í tónlistarbransanum
og hafa komið fram með ýmsum
hljómsveitum. Sambýlismenn og
eiginmenn þeirra, þeir Arnar
Þór Gíslason trommuleikari og
Birkir Rafn Gíslason gítarleik-
ari koma einnig fram á tónleik-
unum. Guðni Finnsson sem er í
raun fóstbróðir Arnars Þórs leik-
ur á bassa.
„Já, það mætti alveg segja að
Guðni sé fóstbróðir Arnars þar
sem þeir eru saman í nánast öllu
og þekkja vel hvor annan. Á plöt-
unni eru einnig blásarar, strengir
og kvennakór í nokkrum lögum
en ég ætla bara að halda mig við
fjölskylduna og hafa þetta frekar
fjölskylduvænt og um leið rokk-
að,“ segir Rúnar um tónleikana.
Á plötunni Sérhver vá má
heyra glitta í gítarhljóm sem
minnir óneitanlega á hljóm sem
heyrðist þegar hljómsveitinni
Grafík er ljáð eyra en Rúnar var
og er einmitt gítarleikari þeirrar
sveitar eins og flestir vita.
Grafík kom saman árið 2011 á
Aldrei fór ég suður og gefin var
út heimildarmynd um hljómsveit-
ina það ár, „ætli það sé ekki skýr-
ingin á því að gamli gítarhljóm-
urinn komi fram á plötunni.“
Rúnar byrjaði einmitt að vinna í
nýju plötunni það sama ár.
Rúnar hefur nú gefið út þrjár
sólóplötur og segist hafa á fyrri
sólóplötum leitað annarra leiða
hvað varða spilastílinn en ein-
kenndi Grafík en hann hafi á
nýju plötunni opnað fyrir allt.
Söngur Rúnars heyrist vel á
nýju plötunni. „Þetta er fyrsta
sólóplatan sem ég syng inn á
aðalsöng. Ég kann vel við mig
við míkrófóninn, maður fær
mikla útrás í söngnum, sérstak-
lega þegar maður semur text-
ana,“ útskýrir Rúnar. Þetta er þó
ekki í fyrsta sinn sem hann syng-
ur aðalsöng því hann söng nokk-
ur lög á fyrstu tveimur plötum
Grafíkur á árum áður.
Fyrir utan að semja öll lögin á
plötunni samdi Rúnar alla text-
ana. „Textarnir skipta mig miklu
máli og eru flestir persónuleg-
ar hugleiðingar um lífið og til-
veruna.“ Platan er tileinkuð konu
Rúnars, Örnu Vignisdóttur.
Tónleikarnir fara fram í Iðnó
í kvöld og hefjast klukkan 20.30.
Miðasala fer fram á midi.is og í
Iðnó á milli kl 11.00-16.00 í dag
og við innganginn fyrir tónleika.
gunnarleo@frettabladid.is
Fjölskyldan saman á
útgáfutónleikunum
Rúnar Þórisson fagnar útgáfu sinnar þriðju sólóplötu, Sérhver vá, í kvöld. Dætur
og tengdasynir Rúnars leika með honum á plötunni og einnig á tónleikunum.
FJÖLSKYLDAN SAMAN
Rúnar Þórisson ásamt
dætrum sínum tveimur
Láru og Margréti, Arnari
Þór Gíslasyni, Guðna
Finnssyni og Birki Rafni
Gíslasyni. Þau koma fram
á tónleikum í kvöld.
MYND/KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR
Söngkonan Laura Jane Grace fer fyrir bandarísku pönkrokksveitinni
Against Me! sem spilaði í Reykjavík fyrir níu árum. Þá gekk Grace
undir nafninu Tom Gabel en árið 2012 greindi hún frá því opinber-
lega að hún væri kona.
Í síðasta mánuði sendi sveitin
svo frá sér sína fyrstu breiðskífu
eftir þessi merkilegu tíðindi.
Transgender Dysphoria Blues
nefnist gripurinn og um eins
konar þemaplötu er að ræða.
Grace syngur af mikilli ákefð
um reynslu sína af því að vera
kona í líkama karlmanns, for-
dóma samfélagsins og ástina frá
sjónarhorni transmanneskju.
Ég verð að viðurkenna að áður
en ég hlustaði á þessa plötu hélt
ég að ég hefði heyrt rokktexta
um allt í heiminum. Trúði því að
samin hefðu verið lög um hér um
bil allt sem hægt er að semja um.
En þá varpaði Against Me! þessari
kærkomnu sprengju inn í tón-
listarveruleika minn. Textarnir á
plötunni skipta heilmiklu máli og
kenna þeim heilmikið sem hlusta.
Grace syngur um það að hana
dreymi um að strákarnir sjái hana
eins og allar hinar stelpurnar,
en sjái þess í stað „bara fagga“.
Þá syngur hún um kvennaveiðar
fortíðar með karlkyns vinum
sínum, þar sem hún óskaði sér
einskis heitar en að vera eins og
þeir. Þetta eru vandamál sem ég
hef aldrei staðið frammi fyrir, og
aldrei fengið betri innsýn í en nú.
Og þetta eru bara tvö lög af tíu.
Takk fyrir þetta, Laura. Núna skil ég betur hvernig það er að vera
eins og þú. Núna veit ég líka að það er fullt, fullt af rokktextum sem
enn á eftir að semja.
Takk fyrir mig!
KÆRKOMIN SPRENGJA Textar Against Me!
hafa aldrei verið beittari. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Sigurður Flosason – Blátt áfram
Mono Town – In the Eye of the Storm
Daley – Days & Nights
Í spilaranum
Ég kann vel við mig
við míkrófóninn, maður
fær mikla útrás í söngn-
um, sérstaklega þegar
maður semur textana.
Rúnar Þórisson