Fréttablaðið - 20.02.2014, Page 52

Fréttablaðið - 20.02.2014, Page 52
20. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 36 FÆDDUR 1970 STAÐA Bassaleikari STARF Sölumaður Guðni Finnsson Guðni hefur leikið með fj ölda hljómsveita en á meðal þeirra sveita sem hann hefur leikið með eru Ensími, Mugison, Dr. Spock og Rass. FÆDDUR 1974 STAÐA Gítar og söngur STARF Leikskólakennari Heiðar Örn Kristjánsson Heiðar og Haraldur eru æskuvinir úr Hafnarfi rðinum og stofnuðu hljómsveitina Botnleðju ásamt Ragnari Páli Steinssyni árið 1994. Heiðar hefur einnig gefi ð út tónlist undir nafninu The Viking Giant Show. Fjögur ár eru liðin síðan Justin Bieber skók heimsbyggðina með laginu Baby sem annað hvert mannsbarn raulaði í tíma og ótíma þegar vinsældir lagsins voru sem mestar. Myndbandið við lagið varð það vinsælasta í sögu YouTube í júlí árið 2010 og hélt þeim titli þangað til Gangnam Style með PSY hrifsaði hann til sín í nóvember árið 2012. Aðdáendur Justins Bieber, svokallaðir Beliebers, hafa búið til kassmerkið #4YearsOfBaby á Twitter og vilja meðal annars að milljarður skoði mynd- bandið við lagið áður en poppprinsinn fagnar tvítugsafmæli sínu hinn 1. mars. Kassmerkið er afar vinsælt á samfélagsmiðlinum og eru tístin með merkinu orðin óteljandi á þessum fyrstu vikum nýs árs. Pollapönk skipa miklir reynsluboltar Hljómsveitin Pollapönk sigraði í söngvakeppni Sjónvarpsins sem fram fór um liðna helgi með lagið Enga fordóma. Sveitin var stofn- uð árið 2006 af þeim Haraldi Frey Gíslasyni, leikskólakennara og formanni Félags leikskólakennara, og Heiðari Erni Kristjánssyni leik- skólakennara. Hljómsveitin hefur stækkað á undanförnum árum en hana skipa miklir reynsluboltar úr tónlistarbransanum. Nokkrar af merkustu hljómsveitum íslenskrar tónlistarsögu mætast í sveitinni sem Pollapönkarar. Sveitin hefur gefi ð út þrjár plötur en fyrsta platan var útskrift arverkefni Heiðars og Haralds frá Kennaraháskóla Íslands. HE FOLLOWED ME @eljsarauhl #4Yearsofbaby @justinbieber til hamingju ég er svo stoltur af þér. Þú ert besta átrúnaðargoðið í heiminum. Belieb- ers elska þig. CECE @partyhardbiebs Justin á skilið aðra plötu til að sýna þeim sem hata hann að hann verði í tónlistar- bransanum að eilífu #4Years OfBaby RE-FOLLOW ME JUSTIN @BieberGalaxy101 Það er á þessum tíma árs sem maður gerir sér grein fyrir að það að vera Belieber var ekki bara tímabil #4year- sOfBaby FÆDDUR 1974 STAÐA Gítar og söngur STARF Leikskólakennari og formaður Félags leikskólakennara Haraldur Freyr Gíslason Hann stofnaði Pollapönk árið 2006 ásamt Heiðari Erni. Pollapönk hefur gefi ð út þrjár plötur og bera þær titlana Pollapönk, Meira pollapönk og Aðeins meira pollapönk. Fyrsta platan var útskrift arverkefni Haralds og Heiðars frá Kennaraháskóla Íslands. Haraldur gaf út barnaplötuna Hallilúja 2001. FÆDDUR 1978 STAÐA Trommur STARF Sölumaður Arnar Þór Gíslason Arnar hefur leikið með ótal hljómsveitum en á meðal þeirra sveita sem hann hefur leikið með eru Ensími, Mugison, Dr. Spock, Írafár, Bang Gang og Pétur Ben. Hann hefur einnig leikið í sjónvarpsþáttum á borð við Bandið hans Bubba og íslenska ídólinu. ARNAR er bróðir HARALDAR og eru þeir mjög nánir. ARNAR er eiginmaður tónlist- arkonunnar Lára Rúnarsdóttur. ARNAR og GUÐNI eru saman í ótal hljómsveitum eins og Ensími, Dr. Spock og með Mugison. Þeir eru eitt vinsælasta og þéttasta hrynpar landsins. ARNAR og GUÐNI starfa báðir í Hljóðfærahúsinu-Tónabúðinni. LÍFIÐ 20. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR #4YearsOfBaby TREND Á TWITTER Óttar Proppé, fjólublái-alþingispolli Óttar er með Guðna í hljómsveitinni Rassi. Hann er einnig með Arnari og Guðna í hljóm- sveitinni Dr. Spock. Bibbi var í hljómsveitinni Innvortis frá Húsavík og lék sú hljómsveit oft á sömu tónleikum og Botnleðja. Haraldur var mikill aðdáandi Innvortis. Snæbjörn Ragnarsson (Bibbi) appelsínuguli polli

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.