Fréttablaðið - 20.02.2014, Page 32
KYNNING − AUGLÝSINGKonudagur FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 20142
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24,
s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga:
Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s.
512-5442 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Vertu búinn að fjárfesta í hjartalaga piparkökumóti. Með það að vopni eru þér
nánast allir vegir færir þegar kemur
að undirbúningi morgunverðar á
konudag. Stilltu vekjaraklukkuna á
6 og brettu upp ermarnar.
Morgunverðarpönnukökur
Hrærðu í deig og steiktu nokkrar
pönnsur. Skerðu svo út eins mörg
hjörtu og hægt er úr kökunum og
raðaðu fallega á disk. Vertu klár
með sýróp, smjör, sultu og osta á
bakka. Fersk jarðarber eða bláber
skemma ekki fyrir.
Pönnsur:
1 bolli hveiti
2 msk. sykur
2 tsk. lyftiduft
½ tsk. salt
1 stórt egg
2 msk. matarolía
mjólk, rétt til að þynna deigið svo auðvelt
sé að ausa því á pönnuna.
Blandið þurrefnum saman og hrær-
ið svo út í eggin og olíuna. Bætið
mjólk út í í smá skömmtum þar til
deigið er hæfilega þykkt. Hellið á vel
heita pönnukökupönnu og steikið
báðum megin.
Súkkulaðikaka
Súkkulaðikaka gerir alltaf góða
hluti á konudag. Bakaðu einfalda
skúffuköku eða skelltu í metnaðar-
fulla „brownie“ með miklu dökku
súkkulaði. Skerðu svo út hjörtu og
toppaðu með rjóma og jarðarberj-
um. Til að sýna mikinn metnað
mætti sjóða upp karamellusósu og
hella yfir.
Karamellusósa:
1 bolli sykur
5 msk. smjör
½ bolli rjómi
sjávarsalt
Bræðið sykurinn við vægan hita
og hrærið stöðugt í um það bil í 10
mínútur. Hættið að hræra og látið
sykurinn dökkna í 3 til 8 mínútur í
viðbót. Takið þá af hitanum og látið
bíða í hálfa mínútu. Þeytið smjörið
saman við og hellið rjómanum út í.
Passið að ekki sjóði upp úr. Stráið
salti út í og hrærið. Kælið í krukku.
Ristað brauð
Ef þú leggur ekki í bakstur geturðu
Konudagsmorgunn
Á konudag má vinna sér inn mörg stig með rómantískum morgunverði. Allt
sem þarf er eitt ákveðið áhald og rétt stillt vekjaraklukka.
Ef ristað brauð verður fyrir valinu skal
áleggið vera þeim mun betra.
Metnaðarfullur morgunverður inniheldur
súkkulaðiköku með kaffinu á konudag.
Ilmandi morgunverðarpönnsur með jarðar-
berjum.
ÖRFÁAR HUGMYNDIR
Ertu að brjóta heilann um hvað á að
gefa elskunni á sunnudag? Hér eru
nokkrar hugmyndir.
Skart
Bók
Vín
Blóm
Listmun
Út að borða
Hótelgistingu
Utanlandsferð
Ástarljóð
Leikhúsmiða
Skópar
Krem
Ávísun á upplifun. Til dæmis
fallhlífarstökk, skotfimi, bogfimi,
leisertag, hestaferð o.s.frv.
notað piparkökumótin á ristað
brauð. Þá skiptir máli að leggja
meiri metnað í áleggið svo vertu
klár með reyktan lax, kotasælu,
hunang, sultu og osta. Með rist-
aða brauðinu væri reyndar gott að
hræra eitt egg á pönnu.
Töfratæki
fyrir konu-
daginn.
Mótaðu líkamann
á fljótvirkan og öflugan hátt með tækni
sem samþættir fitubrennslu, uppbygg-
ingu vöðva og teygjur.
Markmiðið
er að bæta líkamsstöðu og auka líkams-
vitund og þokka.
Aukið þol og meiri orka
með markvissri, lifandi og skemmtilegri
þjálfun fyrir allar konur, jafnt þær sem
eru nú þegar í góðu formi sem þær
sem vilja bæta formið.
Einnig frábærar æfingar fyrir hlaupara
og skokkara.
FRÍIR
Eitt nýjasta og vinsælasta æfingakerfið
frá Bandaríkjunum loks í boði á Íslandi
Þrek og Þokki
Kennsla að Suðurlandsbraut 6b, 2 hæð og í Sporthúsinu. Upplýsingar og skráning
í síma 822 7772 og 892 1598. soley@studiosoleyjar.is, www.studiosoleyjar.is
www.facebook.com/studiosoleyjar.is
Fyrsta 6. vikna námskeiðið hefst
6. janúar, tímar í boði 4 daga vikunar kl.
09:00
15:30
16:30
17:30
6 vikna ámsk ið fst 24. febrúar.
Tímar 4x í viku kl. 09.00 - 16.30 og 17.
Kennsla að Suðurlandsbraut 6b, 2 hæð (fyrir aftan Nings veitingastaðinn).
Upplýsingar og skráning í síma 822 7772 og 892 1598.
soley@studiosoleyjar.is, www.studiosoleyjar.is
Opið virka daga kl
. 11–18.
Opið laugardaga k
l. 11–16.
Kí
ki
ð
á
m
yn
di
r o
g
ve
rð
á
F
ac
eb
oo
k
Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) | Sími 555 1516
3 síddir: 75 + 80 + 85 cm.
Slim en ekki leggings þröngar.
3 litir: svart, dökkbrúnt,
gallaefni/dökkblátt.
Verð 12.900 kr.
Einnig til í X-slim.
Ábendingahnappinn má finna á
www.barnaheill.is