Fréttablaðið - 20.02.2014, Page 44
20. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 28
„Þetta er stærsti gjörningurinn
okkar hingað til,“ segir Sigrún
Hrólfsdóttir, einn meðlimur Gjörn-
ingaklúbbsins, en hann skipa þrjár
myndlistarkonur. Þær eru Eirún
Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir
og Sigrún Hrólfsdóttir. Gjörn-
ingaklúbburinn setur upp verk-
ið Hugsa minna – Skynja meira í
Listasafni Íslands, en verkið verð-
ur sýnt tólf sinnum í febrúar.
Fyrsta sýningin er í kvöld
klukkan sjö, en auk þeirra þriggja
eru um það bil fimmtán aðrir sem
taka þátt í sýningunni.
„Þetta eru leikarar og dansar-
ar, arkítektar og hinir og þessir
listamenn. Með verkinu viljum við
hvetja fólk til að nýta öll skilning-
arvitin og hvíla rökhugann,“ segir
Sigrún, og segir alla þátttakendur
leggja verkinu eitthvað til, þó að
þær þrjár leggi línurnar og búi til
umgjörðina.
Aðspurð segir Sigrún þetta þó
ekki eingöngu skynjunarverk.
„Það eru fjölmargar vísanir og
táknmyndir í þessu og þetta er
ólíkt því sem við höfum gert áður
því við erum að færa okkur lengra
yfir á svið leiklistarinnar,“ útskýr-
ir Sigrún og bætir við að þær séu
í grunninn myndlistarmenn en
ýmislegt svipi til leikhússins í
þessu nýjasta verki.
„Til að mynda þarf fólk að
kaupa miða og sýningar eru þegar
safnið er annars lokað. Fólk verð-
ur líka að mæta á réttum tíma og
auk þess eiga allir að mæta svart-
klæddir,“ segir hún, og bætir við
að áhorfendur verði hluti af verk-
inu. „Þeir þurfa samt ekkert að
óttast – það verða engar óþægi-
legar uppákomur,“ segir hún, létt
í bragði.
Gjörningaklúbburinn hélt síð-
ast sýningu á Íslandi í Hafnar-
borg, en þá var um að ræða mun
hefðbundnari myndlistarsýningu.
„Það er langt síðan við höfum
verið með sýningu á Íslandi og við
hvetjum sem flesta til að koma og
sjá þetta hjá okkur,“ segir Sigrún
að lokum. olof@frettabladid.is
Nýtið skilningarvitin
– hvílið rökhugann
Gjörningaklúbburinn sýnir sinn stærsta gjörning hingað til í Listasafni Íslands í
kvöld klukkan sjö. Áhorfendur eiga allir að mæta svartklæddir.
GJÖRNINGAKLÚBBURINN „Það verða engar óþægilegar uppákomur.“ FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
„Það er alltaf gaman að fara í
læknisskoðun og ég bíð spenntur
eftir niðurstöðum rannsóknarinn-
ar,“ segir Haraldur Jónsson mynd-
listarmaður,
spurður hvern-
ig tilfinning það
sé að láta kryfja
verkin sín opin-
berlega. Ástæð-
an fyrir spurn-
ingunni er að
efnt verður til
samræðu um
myndlist hans
í Hafnarborg í kvöld. Samræðan
ber yfirskriftina Nálgun en til-
efni hennar er einkasýning Har-
aldar, H N I T, sem nú stendur yfir
í Sverrissal. Frummælendur eru
Markús Þór Andrésson sýningar-
stjóri, Harpa Arnardóttir, leikkona
og leikstjóri, og Valur B. Antons-
son heimspekingur. „Grunnhug-
myndin er sú að þau nálgist þetta
úr þremur mismundandi áttum,“
segir Haraldur. „Mín aðkoma er
sú að ég valdi frummælendurna
og hef hitt þau öll sitt í hverju lagi
til að tala við þau um feril minn,
en hvað þau ætla nákvæmlega að
segja veit ég ekki. Svo við höld-
um okkur við læknisheimsóknar-
samlíkinguna þá má segja að ég
hafi valið mér heimilislækni en
til hvaða aðgerða hann mun grípa
er ekki í mínum höndum. Ég verð
bara úti í sal eins og aðrir áheyr-
endur og blanda mér ekki í málið.“
Á sýningunni H N I T eru ný
verk, bæði teikningar og skúlp-
túrar, sem hvert á sinn hátt virkja
skynjun mannsins á eigin tilfinn-
ingum, upplifun af rými og tákn-
um. Titillinn, H N I T, liggur eins
og leiðarstef gegnum sýninguna og
vísar til staðsetningar og hreyf-
inga líkama og tilfinninga í rými
sem bæði getur verið hið innra
og umhverfis okkur, ferðalag um
sýnilegan og ósýnilegan arkitekt-
úr. - fsb
Bíður spenntur eft ir
niðurstöðunum
Nálgun nefnist samræða um sýningu Haraldar Jóns-
sonar H N I T í Hafnarborg í kvöld.
HARALDUR
JÓNSSON
„Titill sýningarinnar vísar í eitt verk, en samt eru vendipunktar eigin-
legt viðfangsefni sýningarinnar,“ segir Kristinn E. Hrafnsson myndlist-
armaður en sýning með nýjum verkum hans verður opnuð í dag í Hverf-
isgalleríi klukkan fimm.
„Með nýju verkunum er
ég að velta fyrir mér sjón-
arhornum sem við höfum á
heiminn og hvernig þau geta
skyndilega breyst við lítið
inngrip – það þarf ekki mikið
til að þau taki breytingum,“
bætir Kristinn við.
„Það er eitthvað sem
hefur áhrif á það hvernig
við sjáum hlutina og hvaða
stefnu við tökum í lífinu.
Hlutir eins og lítil snerting
eða lítil viðbrögð geta snúið
öllu á haus og það eru hugs-
anlega vendipunktarnir,“ útskýrir Kristinn, en sýningin er einnig unnin
út frá siglingarfræði og stjörnufræði og ólíkum sjónarhornum á heim-
inn. „Þetta eru í grunninn mjög einfaldar hugmyndir, en ég leitast við að
varpa einhverju ljósi á það hvernig við, eða að minnsta kosti ég, lítum á
heiminn, hvort við horfum á hann innan frá eða utan frá og hvað það er
sem ræður því sjónarhorni. Þetta er um það að horfa á heiminn hreyf-
ast,“ segir Kristinn að lokum. Sýningin stendur til 29. mars. - ósk
Litlir hlutir geta
snúið öllu á haus
Kristinn E. Hrafnsson opnar sýninguna Vendipunkta
í Hverfi sgalleríi í dag klukkan fi mm.
KRISTINN E. HRAFNSSON Vendipunktar eru
viðfangsefni sýningarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
„Ég er stöðugt að fá tölvupósta frá fólki sem hefur
verið að sjá sýninguna í annað eða þriðja sinn og
hefur í hvert sinn séð nýja og nýja vinkla á henni,“
segir Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri og annar
höfundur leikgerðar Engla alheimsins, spurður
hvort ástæða sé til að sýna svo vinsæla sýningu
í sjónvarpi, hvort allir hafi ekki þegar séð hana?
„Auk þess kemur það fram í verkinu að Páll segist
vera fæddur 30. mars 1949, daginn sem Ísland gekk
í NATO. Þessi sýningardagur er því á 65 ára afmæli
hans og aðildar okkar að því bandalagi,“ segir Þor-
leifur.
Leikgerð Þorleifs og Símonar Birgissonar er
byggð á skáldsögu Einars Más Guðmundssonar með
sama nafni og það er Atli Rafn Sigurðarson sem fer
með aðalhlutverkið, hlutverk Páls. Sýningin hefur
notið fádæma vinsælda og hlotið einróma lof jafnt
gagnrýnenda sem áhorfenda. Leiklistargagnrýn-
andi Fréttablaðsins, Sólveig Ásta Sigurðardóttir,
gaf sýningunni fimm stjörnur og kallaði hana „full-
komna útfærslu á skáldsögunni“. Hún hlaut níu til-
nefningar til Grímuverðlauna og hreppti þrenn
verðlaun, meðal annars sem leikrit ársins. „Þetta
eru náttúrulega Ólympíuleikar í leikhúsinu,“ segir
Þorleifur.
Sýningar á Englum alheimsins nálgast hundrað-
ið og Þorleifur segir að leita þurfi ansi langt aftur
í sögu Þjóðleikhússins til að finna eitthvað álíka.
„Spurningin er náttúrulega hvort dramatísk sýning
hafi nokkurn tíma í sögu Þjóðleikhússins átt slíkri
velgengni að fagna. Það eru yfirleitt gamanleikir
eða söngleikir sem ná slíkum vinsældum og það er
ansi djarft að setja Engla alheimsins í annan hvorn
þeirra flokka.“ - fsb
Englar alheimsins sýndir í beinni
útsendingu á afmæli Páls
Bein sjónvarpsútsending verður frá síðustu sýningu á Englum alheimsins í
Þjóðleikhúsinu 30. mars. Aðalpersóna verksins, Páll, segist einmitt fæddur þann
dag og dagsetningin því vel við hæfi . Sýningafj öldinn nálgast hundraðið.
Á AFMÆLI PÁLS Atli Rafn Sigurðarson fer með hlutverk Páls
og nær heljartökum á áhorfendum með túlkun sinni.
MYND: ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Fólk verður að
mæta á réttum tíma og
auk þess eiga allir að
mæta svartklæddir.
Sigrún Hrólfsdóttir
MENNING