Fréttablaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 22
20. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 22 Í viðtali í Bítinu á Bylgj- unni mánudaginn 10. febrúar var rætt við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur inn- anríkisráðherra um hæl- isleitendur, einkum um persónuupplýsingar um einstaklinga sem rötuðu í fjölmiðla. Ráðherra mæltist m.a. svo í þessu viðtali: „Sums staðar í nágrannalöndum okkar er þetta ekki skil- greint sem trúnaðargögn, það er að segja úrskurðir, vegna þess að almenningur er talinn eiga rétt á að sjá það og viðkomandi talinn eiga rétt á að sjá nákvæmlega röksemdir stjórnvaldsins. Það er eitthvað sem við verðum líka að ræða og var t.d. í frumvarpinu hans Ögmundar á síð- asta þingi, að breyta því.“ Þetta eru mjög misvísandi ummæli og kalla á viðbrögð. Tillögur um sjálfstæða úrskurðar- nefnd Árið 2011 skipaði ég starfshóp, undir formennsku Höllu Gunnars- dóttur, til þess að gera tillögur að breytingum á lögum um aðgengi útlendinga utan EES að Íslandi, þar á meðal er lýtur að málsmeðferð. Hópnum var meðal annars gert að kynna sér ýtarlega fyrirkomulag í grannríkjum okkar og reynslu ann- arra þjóða á þessu sviði. Var stað- næmst við verklag Norðmanna og fór starfshópurinn þangað sérstak- lega í því skyni að kynna sér lög, reglur og framkvæmd í þessum málaflokki. Einnig fór hluti starfs- hópsins til Danmerkur til að kynna sér starfsemi sjálfstæðrar úrskurð- arnefndar en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafði komið þeim ábendingum á framfæri að þar væri að finna bestu fyrirmyndina. Gerði starfshópurinn grein fyrir þessu í skýrslu og lagði til við mig, sem innanríkisráðherra, að sett yrði á laggirnar sjálfstæð úrskurðar- nefnd. Var það síðan hluti af frum- varpi til nýrra heildarlaga um útlendinga sem ég lagði fyrir á Alþingi. Friðhelgi í fyrsta sæti Eitt af þeim atriðum sem einnig var fjallað um í þessari endurskoðunar- vinnu var hvort birta ætti ákvarðanir stjórnvalda í málefnum einstaklinga. Í skýrslu starfshóps- ins segir m.a.: „Ákvörðun Útlendingastofnunar er nú birt hæl- isleitanda og talsmanni hans þegar hún liggur fyrir. Sú leið hefur ekki verið farin hér á landi að birta úrskurði Útlendingastofnunar eða ráðuneytis opinberlega. Hefur verið vísað til friðhelgi einkalífs hælisleitenda og að stjórnvöld geti ekki birt persónulegar upplýsing- ar um einstaklinga. Hælisleitendur séu fáir á Íslandi og því auðvelt að rekja ákvarðanir til einstaklinga. Nefndin leggur áherslu á mikil- vægi þess að gæta friðhelgi einka- lífs hælisleitenda en telur að í ljósi fjölgunar þeirra undanfar- in ár verði að endurskoða reglu- lega hvort tilefni sé til að breyta framangreindri framkvæmd um að úrskurðir í hælismálum skuli vera óbirtir. Hagsmunir af því að birta úrskurði eru ótvíræðir enda geta úrskurðir haft fordæmisgildi. Þar sem úrskurðir eru ekki birtir opinberlega leggur nefndin áherslu á að Útlendingastofnun og innan- ríkisráðuneytið birti reglulega verklagsreglur eða þau viðmið sem farið er eftir. Reglurnar skulu upp- færðar ef stefnumótandi ákvarð- anir eru teknar í úrskurðum. Slíkt yrði til mikilla bóta fyrir hælisleit- endur, talsmenn þeirra og aðra sem koma að málaflokknum.“ Orðalag frumvarps Eftir nánari skoðun á þessu var í frumvarpinu ákveðið leggja til að hinni nýju kærunefnd yrði gert að birta úrskurði sína opinberlega. Hins vegar er skýrt kveðið á um að þeir njóti ýtrustu persónuverndar. Í 6. grein frumvarpsins segir: „Úrskurðirnir skulu birtir án nafna, kennitalna eða annarra persónugreinanlegra auðkenna aðila að viðkomandi málum.“ Í greinargerð segir: „Einn- ig er lagt fyrir nefndina að birta úrskurði sína, eða úrdrætti úr þeim, sem fela í sér efnislega nið- urstöðu. Þeir skulu birtir án nafna, kennitalna og annarra persónu- greinanlegra auðkenna aðila að viðkomandi málum. Þá ber einnig að líta til sjónarmiða er varða pers- ónuvernd einstaklinga en úrskurð- ir í málaflokknum varða að jafnaði viðkvæmar persónuaðstæður og ber að taka tillit til þess við birt- ingu. Með þessu er leitast við að koma til móts við sjónarmið sem komu fram við vinnslu skýrslu nefndar- innar frá lögmönnum sem vinna að réttargæslu í málaflokknum, en birting forsendna úrskurða er talin til þess fallin að styrkja réttarör- yggi og fyrirsjáanleika í beitingu regluverksins.” Ekkert persónugreinanlegt! Mér vitandi er ekkert dæmi þess að önnur ríki birti persónugreinanleg- ar upplýsingar um hælisleitendur og fjarri fer að ég hafi lagt slíkt til. Í frumvarpi því sem ég lagði fyrir Alþingi á síðasta kjörtímabili var skýrt að persónuupplýsingar ættu, eftir sem áður, að vera trúnaðar- gögn. Enda eiga hælisleitendur að njóta friðhelgi eins og allir aðrir einstaklingar sem hafa mál til með- ferðar hjá stjórnvöldum. Misvísandi yfi rlýsingar ráðherra HÆLISLEITENDUR Ögmundur Jónasson alþingismáður og fyrrv. innanríkisráðherra Í leiðara Friðriku Benónýs- dóttur 11. febrúar er lýst áhyggjum af því að lista- menn séu í auknum mæli hættir að trúa á gildi list- arinnar og sé meira í mun að sanna að þeir skaffi peninga en skapi góða list. Hún rekur fyrir þessu tvær meginástæður, annars vegar aukna áherslu á hag- ræn áhrif skapandi greina og hins vegar neikvæða umfjöllun um listir almennt. Umræðu um hagræn áhrif lista og skapandi greina má rekja til sameiginlegs áhuga lista- manna og fræðimanna á því að vita efnahagslegt umfang listastarfsemi í landinu. Það var árið 2010 sem settir voru opinberir fjármunir í rannsókn, sem leiddi í ljós umtalsverð hagræn áhrif greinanna. Atvinnuvegir þjóð- arinnar hafa áratugum saman verið kortlagðir og fyrir þeim gerð grein í árlegum þjóðhagsreikningum, en hingað til hefur þáttur listamanna og hönnuða verið nánast ósýnilegur í þessum reikningum. Listamenn stíga fram Þessu vilja listamenn breyta, sem er eflaust ein af ástæðum þess að þeir hafa sjálfir orðið sýnileg- ir í umræðunni um þátt skapandi greina í þjóðarhag. Friðrika virðist gagnrýnin á þá þátttöku þar sem hún segir að listamenn hafi hvað eftir annað beitt sér fyrir umræðum um þessi hagrænu áhrif, jafnvel haldið um þau málþing. Bandalag íslenskra listamanna, sem samanstendur af fjórtán fag- félögum listafólks og arkitekta, hefur á undanförnum árum geng- ist fyrir málþingum í tengslum við aðalfund sinn. Umfjöllunarefnin hafa verið fjölbreytt en þingið 2013 fjallaði að sönnu um skap- andi atvinnugreinar af sjón- arhóli listamanna. Þar var undirstrikað mikilvægi þess að listir og menning eignuð- ust fastan sess í þjóðhags- reikningum, en jafnframt komu fram svipaðar áhyggj- ur og lýst er í leiðara Frið- riku, af aukinni áherslu á markaðssjónarmið í umfjöll- un um listir og þeirri hættu að eigið gildi listanna gæti horfið í skuggann af yfir- þyrmandi umfjöllun um þjóðhagslegt vægi þeirra. Von um aukið vægi skapandi greina Umræðan um hin hagrænu áhrif er ný af nálinni, hún helst í hendur við þörf á fjárhagslegri endurskipu- lagningu samfélagsins eftir hrun og speglar áætlanir nágrannalanda okkar um uppbyggingu starfa í skap- andi greinum. Hún á sér líka rætur í breyttu munstri listmenntunar, sem hefur á seinni árum verið að færast til í kerfinu með þróun listnáms á háskólastigi. Einnig eru skýr merki um breyt- ingar á uppbyggingu fagfélaga lista- fólks og meðvitund listamanna um kjör sín, t.d. með inngöngu æ fleiri félaga í Bandalag háskólamanna. Þá eru ótalin áform stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna um að hefja sókn í uppbyggingu atvinnu- tækifæra innan hins skapandi geira, en slíkar yfirlýsingar kveikja von meðal listamanna um aukið vægi greinanna. Með þetta í huga væri beinlínis undarlegt ef listamenn leiddu þessa umræðu hjá sér. Friðrika veltir hins vegar fyrir sér hvort niðrandi umfjöllun um störf listamanna sé farin að skjóta rótum í hugskoti þeirra sjálfra og verði þess beinlínis valdandi að þeim sé meira í mun að skaffa pen- inga en skapa góða list. Það dreg ég í efa. Vissulega þykir listamönnum oft nóg um þegar fjölmiðlar og sam- skiptamiðlar fyllast af athugasemd- um á borð við þær að leggja beri niður Þjóðleikhúsið eða Sinfóníu- hljómsveit Íslands, að misráðið hafi verið að ljúka byggingu Hörpu eða að listamenn ættu að fá sér eðlilega vinnu eins og venjulegt fólk. Satt að segja óttast ég fremur að gusur af þessu tagi hafi áhrif á tiltrú stjórn- valda og þeirra sem halda utan um opinbera fjármuni en að þær ógni listrænum metnaði listamannanna. Ég vil leyfa mér að ljúka þessu greinarkorni með því að þakka Frið- riku Benónýsdóttur fyrir leiðarann og viðurkenna að áhyggjur hennar eru ekki tilefnislausar, en á sama tíma langar mig að hvetja hana og aðra áhugamenn um menningarum- fjöllun að hefja til vegs umræðu sem vegur upp á móti möntrunni um að listin sé fyrst og fremst markaðs- vara. Mín gæfa er fólgin í því að starfa daglega með listafólki sem hefur fulla trú á gildi listarinnar sem byltandi afls í samfélaginu og hefur ekki í hyggju að selja Satan sál sína. Listrænn metnaður eða markaðsfræði ➜ Mér vitandi er ekkert dæmi þess að önnur ríki birti persónugreinanlegar upplýsingar um hælisleit- endur og fjarri fer að ég hafi lagt slíkt til. ➜ Friðrika veltir hins vegar fyrir sér hvort niðrandi um- fjöllun um störf listamanna sé farin að skjóta rótum í hugskoti þeirra sjálfra og verði þess beinlínis valdandi að þeim sé meira í mun að skaff a peninga en skapa góða list. Það vil ég leyfa mér að draga í efa. MENNING Kolbrún Halldórsdóttir forseti Bandalags íslenskra lista- manna NÝTT Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Nicotinell Spearmint 2 mg og 4 mg lyfjatyggigúmmí. Inniheldur nikótín. Ábendingar: Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Skammtar fyrir fullorðna 18 ára og eldri: Skammta skal ákvarða út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Mælt er með 4 mg lyfjatyggigúmmíi fyrir einstaklinga með mikla nikótínþörf og fyrir þá sem ekki hefur tekist að hætta með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Ef þú reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring má miða við notkun 4 mg, 20-30 sígarettur/sólarhring er miðað við 2 eða 4 mg eftir þörf en ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring er æskilegt að nota 2 mg. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins (4 mg lyfjatyggigúmmí), skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggja skal eitt stk við reykingaþörf þar til finnst sterkt bragð. Þá skal láta það hvíla milli kinnar og tannholds. Þegar sterka bragðið minnkar skal tyggja aftur. Þetta skal endurtaka í 30 mín. Venjuleg notkun er 8-12 stk, þó ekki fleiri en 15 stk af 4 mg og 25 stk af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á sólarhring. Meðferðarlengd er einstaklingsbundin en skal í flestum tilfellum standa í a.m.k. 3 mánuði, skal þá draga smám saman úr notkun lyfjatyggigúmmísins. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Venjulega er ekki mælt með notkun lyfsins lengur en í eitt ár. Sumir, sem eru hættir að reykja, gætu þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Geyma skal afgangs lyfjatyggigúmmí þar sem reykingaþörf getur skyndilega komið upp aftur. Ráðgjöf getur aukið líkurnar á því að reykingafólk hætti að reykja. Nota má lyfið til að lengja reyklaus tímabil og draga þannig úr reykingum. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúin til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Frábendingar: Ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju hjálparefnanna, reykleysi. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing því ekki er víst að þú megir nota lyfið ef þú: ert á meðgöngu eða með barn á brjósti, hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp, ert með hjarta- eða æðasjúkdóm, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, magasár eða verulega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða ef þú ert yngri en 18 ára. Einstaklingum með gervitennur og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform nikótínlyfja. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki nota lyfið. Athuga ber að lyfið inniheldur natríum og bútýlhýdroxýtólúen (E321). Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfishafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ Loksins á Íslandi! Nicotinell með Spearmint bragði - auðveldar þér að hætta reykingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.