Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.02.2014, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 20.02.2014, Qupperneq 21
FIMMTUDAGUR 20. febrúar 2014 | SKOÐUN | 21 Í kjölfar hrunsins þurfti kunningjafólk mitt að flytja til Noregs til að þreifa fyrir sér með vinnu. Skömmu áður höfðu þau keypt sér fjögurra her- bergja íbúð í Seljahverfi, sem þau báðu mig að sjá um útleigu á, á meðan þau væru í Noregi. Ég leigði íbúðina prýðis manni sem bauð af sér góðan þokka og hann greiddi fúslega uppsetta leigu sem ég ákvað að hafa í lægri kantinum af því mér leist vel á manninn. Upp á síðkastið er hann hins vegar farinn að tala um hvort ég vilji ekki lækka við hann leig- una. Ég óttast að hann sé farinn að halla sér að flöskunni, allavega hefur hann minni auraráð og þess vegna finnst honum hann eigi alls ekki að þurfa að borga jafn mikið og áður. Heimtar lækkaða leigu Ég hef bent honum á að þar sem hann er einn í heimili ætti honum að nægja þriggja herbergja íbúð enda virðist greiðslugeta hans alveg ráða við það. Hann má ekki heyra á það minnst heldur krefur hann mig núna um að fá samning um íbúðina til 20 ára og hann væri e.t.v. reiðubúinn að greiða mér hærri leigu einhvern tíma síðar ef úr málum rætist hjá honum. Svo bendir hann á eitt- hvað sem hann telur vera óljós ákvæði í upphaflega leigusamn- ingnum, sem gæti hugsanlega kveðið á um að í raun og veru eigi hann íbúð vinafólks mín í Noregi, en ekki þau! Nægir aðrir sem vilja leigja Þetta er allt frekar erfitt fyrir mig þar sem ég veit af barn- mörgum fjölskyldum sem mundu gjarnan vilja borga þá leigu, sem núverandi leigjandi er að greiða og meira til, ef ég aðeins losnaði við hann úr húsnæðinu. Á ég að lækka verðið á húsnæðinu, bara af því að hann vill ekki borga meira? Leigj- andinn er farinn að minna mig óþyrmilega mikið á „freka kall- inn“ sem Jón Gnarr hefur gert svo ágæt skil. Gildir ekki sama um sjávarútveginn? Dæmisagan hér að ofan getur gilt um samskipti þjóðarinnar (eigenda íbúðarinnar) og þeirra sem nú eru kvótahafar íslensku fiskimiðanna (leigjandinn) en þeir vilja láta leig- una ráðast af því hvernig stendur á hjá þeim hverju sinni! Úti um allt land eru fiskverkendur og kvóta- lausar útgerðir sem bíða í röðum eftir að fá að bjóða í kvótann á jafn- réttisgrundvelli. Hvers vegna á þjóðin (eigandi fiskimiðanna) að sætta sig við að leigan á kvóta ráðist bara af greiðslugetu þeirra útgerð- armanna sem nú róa til fiskjar, en ekki því hvaða leigu væri hægt að fá, ef kvótinn væri boðinn til leigu á almennum markaði? Leigjandinn sem neitar að fara Það hefur varla verið áhlaupaverk fyrir Gunn- ar Haraldsson og félaga hans í Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að gera úttekt á aðildarmálunum fyrir Alþingi, enda hefur það tekið sinn tíma. Nær hefði verið að kalla til alla þá sérfræðinga hins opinbera, ráðuneyta og rík- isstofnana, Seðlabankans, menntasamfélagsins og hagsmunasamtaka þjóðfélagsins sem unnið hafa að þessum samn- ingum í fjögur ár en önnur á þessu sviði í áratugi. Löggjafarvaldið ætti að eiga hægt um vik að fá allar slík- ar upplýsingar í trúnaði, gerist þess þörf. Langt ferli til skaða Tvennt stingur í augu. Það er alrangt að Ísland hljóti að undir- gangast gjaldþrota stefnu ESB í sjávarútvegsmálum. Þá er það grundvallaratriði að Evrópusam- bandið er vettvangur ákvarðana um breytingar. Það er vissulega rétt að það er mjög til baga að ekki skyldi vera hægt að ljúka aðildarsamningunum, a.m.k. fyrir sjávarútveg og landbún- að, fyrir 2013. Í samningnum hefðu átt að vera óformleg tímamörk og samkomulag um skarpara vinnulag til að samningsniðurstöður lægju fyrir áður en gengið var til síðustu Alþingiskosninga. Ferli sem miðaðist við lönd Aust- ur-Evrópu kallaði vafalaust á rýni- vinnu laga en það átti ekki við um Ísland fremur en EES-löndin áður. Langt samningaferli, ólokið eftir fjögur ár, var sérstaklega til skaða eins og úrslit urðu í Alþingiskosn- ingunum. Hvað sem því líður, yrðu samn- ingsslit með því að draga umsókn- ina til baka núna versta áfall fyrir orðspor Íslands í sögu lýðveldisins. Við sláum ekki á þá bróður- hönd sem margir ESB-leið- togar hafa rétt okkur. Meginkrafa um íslenskt fiskveiðistjórnunarkerfi Fullyrða má að fiskveiði- stjórnunin í sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni í ESB hefur mistekist. Hún hefur leitt til slíkrar ofveiði í Norðursjónum að fiski- stofnar eru í stórhættu, m.a. vegna fáránlegrar reglu varðandi brottkast. Styrkir til skipasmíða og reksturs eru slíkir að flotastærð- in og þar með veiðigetan er alltof mikil og útgerðin getur ekki þrifist án fjárgjafa. Markmið stefnu í sjávarútvegs- málum er að veiðar miðist við að stofnarnir séu sjálfbærir og flotinn arðbær. Alkunna er að þetta fag kunna Íslendingar mætavel og það hefur oft komið upp að slík stefnu- breyting hjá ESB sé aðkallandi. Það er því meginkrafa að lögsaga okkar verði skilgreind sem sér- stakt íslenskt fiskveiðistjórnunar- svæði. Þessi réttindi verða varan- lega tryggð í aðildarsamningnum, sem hefur sama lagagildi og stofn- skrá ESB, Rómarsamningurinn og allar aðrar aðalsamþykktir sem kenndar eru við Maastricht, Nice og Lissabon. Þetta þýðir að sérstaða Íslands er óbreytanleg, því til slíks, svo full- komlega fjarstætt sem það er, þyrfti samþykki okkar sjálfra. Hagsmunamat mælir með aðild Evrópusambandið er í eðli sínu vett- vangur vegna framkvæmdar sam- eiginlegs, breytilegs lagagrund- vallar. Um er að ræða viðbrögð við dýnamískri þróun innbyrðis við- skipta og efnahagssamstarfs og ekki síður afstöðu til breyttra sam- skipta út á við. Þannig urðu rafræn vöruvið- skipti til breytinga á rekstri innri markaðsins rétt eins og að ný, sam- hæfð fjarskiptatækni tengd EURO- POL gaf tryggari landmæravörslu Schengen-ríkjanna. Þar eð ESB aðlagast breyttum aðstæðum hefur samvinnan eðlilega þróast frá þeim tíma að núverandi tengsl okkar réð- ust við gerð samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið frá 1993. Í áföngum hefur ESB stækkað og stofnað myntbandalag með upptöku evru, nú lögeyrir 14 ríkja. sem hefur staðist álag bankakreppunnar. ESB hefur skilað sínu í feikimiklum vexti og velmegun. Það eru hrak- spár einar að vegna ólíks þróunar- stigs, tungumála og sögu sé mynt- bandalagið dauðadæmt. Reynslan sýnir hið gagnstæða og að ríkin finna styrk og sjá betri framtíð í þessari samvinnu. Að gerðum aðgengilegum aðild- arsamningi mælir mat hagsmuna okkar með aðild Íslands að Evr- ópusambandinu. Þetta er ekki síst vegna þess að næsta þróunarstig Evrópusamvinnunnar er svokall- aður fríverslunarsamningur við Bandaríkin (Trans Atlantic Trade and Investment Pact). Væri ekki rétt að taka þetta fyrir sem aðal- mál framtíðar innan Evrópusam- bandsins? Það er einmitt þetta nýja fríverslunarsvæði sem er lífshags- munamál fyrir okkur, ekki síst vegna erlendra fjárfestinga eftir að höftum verður aflétt. Vonandi sjá menn ekki lausn varðandi erlent fjármagn á Íslandi í kínverskum framkvæmdalánum og gjafafé að hætti Afríkuríkja. Vettvangur breytinganna SJÁVARÚTVEGUR Bolli Héðinsson hagfræðingur ➜ Hvers vegna á þjóðin að sætta sig við að leigan á kvóta ráðist bara af greiðslugetu þeirra útgerðarmanna sem nú róa til fi skjar. ➜ Þetta þýðir að sérstaða Íslands er óbreytanleg, því til slíks, svo fullkomlega fjarstætt sem það er, þyrfti samþykki okkar sjálfra. EVRÓPUMÁL Einar Benediktsson fyrrv. sendiherra Það gerðist fyrir skemmstu að málefni framhaldsskól- anna rötuðu inn í umræður á Alþingi. Það telst til tíð- inda. Vil ég þakka Svandísi Svavarsdóttur fyrir að vekja máls á því ömurlega ástandi sem ríkir innan framhalds- skólanna. Af þessu tilefni ákváðu kennarar í Flens- borg að vera sýnilegir og fjölmenntu á þingpallana. En viti menn, aðeins 25 mega vera á þingpöllum í einu. Það er því ekki lengur hægt að fylla þingpalla. En það má fylla kennslustofurnar svo að ófremdarástand skapast. Það mega vera allt að 32 nemendur í misstórum kennslustofum. Morgunblaðið sá ástæðu til þess að gera frétt úr þessari uppákomu. En efni fréttarinnar var ekki bág staða framhaldsskólans, heldur það hvort það væri forsvaranlegt að kennarar legðu niður störf til að fylgjast með þjóðfélagsumræðunni og hvort það væri nemendum boðlegt. Það sem hins vegar blasti við okkur kennurum, sem vorum svo heppnir að fá sæti á þingpöllum þennan dag, var hálftómur þingsal- ur. Hvar voru þingmenn og -konur? Næðist ekki betri árangur í þjóð- félagsmálunum ef þingmenn verðu meiri tíma í þingsal? Eða getur það verið að hluti af vinnu þingmanna sé ekki sýnilegur eins og hluti af vinnu kennara? Ráðherra menntamála sat undir fyrirspurnum. Á milli þess sem hann svaraði þeim, var hann í hliðarherbergi þingsalar, að skoða símann eða sást ekki. Ég held að ráðherra yrði jafnhissa ef hann sæi kennara viðhafa slíkt í starfi. Kenn- arar eru til staðar í kennslustund- um en hanga ekki í símanum þegar þeir eiga að vera að sinna nemend- um sínum. Sama ræðan Ræðan sem við fengum svo að heyra frá ráðherra var sú sama og hann flutti í sal Flensborgarskólans þegar honum var boðið þangað að ræða málefni framhalds- skólanna í Hafnarfirði nú fyrir jól. Sami söngurinn um slaka lestrarkunnáttu drengja og að það hefði tek- ist við gerð síðustu fjárlaga að verja fjárframlög til skólanna, þ.e. að þau væru þau sömu og árið áður og verðbætt að auki. Málið er að það er bara ekki nóg til að reka fram- haldsskólann. Grunnskólinn fær um 1.200 þús- und í fjárframlög á hvern nemanda en framhaldsskólarnir þurfa að láta sér nægja um 800 þúsund. Þar að auki þurfa þeir að stofna til kostn- aðar vegna allra nemenda sem sækja um skólavist, en fá svo einungis greitt fyrir þá nemendur sem mæta í próf. Við getum ekki haldið áfram að reka framhaldsskólann með sjálf- boðavinnu kennara og úreltum tækjakosti. Skólarnir eru sumir hverjir nærri gjaldþrota vegna þess að ríkið hirðir rekstrarafgang skól- anna ef einhver er. Síðan fyrir hrun hafa 12 milljarðar verið teknir út úr rekstri framhaldsskólans. Þetta er ekki boðlegt og kennarar munu ekki láta bjóða sér þetta lengur. Einu sinni voru laun kennara metin til jafns við þingfararkaupið. Nú eru kennarar með miklu lægri laun en þingmenn, enda stéttin að stórum meirihluta konur, skólarnir byrja fyrr og því hefur vinnutími kennara lengst á sama tíma og kaup- ið hefur verið gjaldfellt gríðarlega. Ríkisstjórnin ætti að hefja „kvenna- störf“ til vegs og virðingar, meta laun kennara til jafns við laun þing- manna aftur og sýna þannig jafn- rétti í verki. Kennari vs. þingmaður KJARAMÁL Sigríður Ragna Birgisdóttir spænskukennari og formaður Kennarafélags Flensborgar ➜ Við getum ekki haldið áfram að reka framhaldsskólann með sjálfboðavinnu kennara og úreltum tækjakosti. Save the Children á Íslandi Opið í Bláfjöllum: Venjuleg helgaropnun kl. 10–17. Einnig opið fimmtudag, föstudag, mánudag og þriðjudag kl. 11–21. Skálafell verður einnig opið um helgina. Lengjum opnunartímann í vetrarfríinu Ferðir samkvæmt áætlun. Aukarúta fer á fimmtudegi og föstudegi frá Olís í Mjódd kl. 11 og frá Bláfjöllum kl. 15. Upplýsingasími 530 3000 Nánari upplýsingar skidasvaedi.is PIPA R \TBW A SÍA 140526
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.