Fréttablaðið - 20.02.2014, Qupperneq 16
20. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 16
1 Prófaðu Töfrateppið„Byrjendakennsla snýst fyrst og fremst um að koma sér af
stað. Það er flott byrjendalyfta í
Bláfjöllum sem kallast Töfrateppið.
Þar er færiband sem þú labbar inn
á. Fyrst og fremst þarf fólk að geta
haldið jafnvægi, vera með stafi og
æfa sig.“
2 Komdu þér í takt„Öll skíðakennsla byggist á því að koma þér í takt og
kenna þér það sem kallast staftak.
Þetta er flæði þar sem þú ert að láta
skíðin skíða með þig. Þú ert ekkert
að stjórna þeim sjálfur heldur eru
þau að stjórna þér.“
3 Áttatíu þúsund í upphafi„Startkostnaðurinn er frekar hár. En ef þú tekur árskort á
skíðasvæði þá kosta fimm mánuðir
fyrir fullorðinn í kringum tuttugu
þúsund kall, frá desember fram í lok
apríl, sem er alls ekki mikið. En ef
þú þarft að kaupa þér skíði, skó og
stafi þá ættir þú að komast af með
byrjendabúnað sem kostar í kring-
um áttatíu til eitt hundrað þúsund ef
þú kaupir ekki notað.“
4 Ekki láta ljúga að þér„Það er verið að selja svo mikið af notuðum skíðabún-
aði sem reynist ekki vera góður.
Til dæmis er verið að ljúga að fólki
að það sé að kaupa carving-skíði.
Það er verið að selja þetta dýrum
dómum á netinu til fólks sem hefur
kannski ekkert vit á þessu.“
5 Láttu bera á skíðin„Það sem fólk þarf að gera miklu meira af er að huga að
búnaðinum sínum. Það þarf að láta
bera á skíðin sín reglulega. Það þarf
að vaxa þau reglulega þannig að þau
renni sem eðlilegast. Það getur haft
áhrif á skíðagetu manna ef skíðun-
um er ekki vel við haldið. Ending
búnaðarins verður þ.a.l. betri.“
Fimm fróðleiksmolar skíðakennara
Einar Lyng hefur áralanga reynslu af skíðakennslu og hefur leiðbeint fólki bæði í Bláfjöllum og í Hlíðarfjalli á Akureyri. Hér gefur hann
lesendum Fréttablaðsins fimm góð ráð varðandi skíðaiðkun, sérstaklega þeim skíðamönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni.
Bláfjöll Reykjavík
Dagskort
Fullorðnir 3.100 kr.
Unglingar 1.200 kr.
Börn 800 kr.
Leiga á skíðum, skóm, brettum og stöfum:
Fullorðnir 4.500 kr.
Börn 4.000 kr.
Samtals miðað við 2 fullorðna og 2 börn 24.800 kr.
Vegalengd til og frá Reykjavík 70 km
Bensínverð 1.673 kr. (miðað við að bíll eyði 10 l á 100 km)
Alls 26.000 kr.
➜ Hvað kostar einn dagur á skíðum?
Hlíðarfjall Akureyri
Dagskort
Fullorðnir 4.000 kr.
Börn 1.200 kr.
Leiga á skíðum, skóm og stöfum:
Fullorðnir 4.200 kr.
Börn 2.000-3.200 kr.
Samtals miðað við 2 fullorðna og 2 börn 22.800 kr.
Vegalengd til og frá Reykjavík 772 km
Bensínverð 18.450 kr. (miðað við að bíll eyði 10 l á 100 km)
Alls 41.000 kr.
Skarðsdalur Siglufirði
Dagskort
Fullorðnir 1.800 kr. (helgidagar 2.800 kr.)
Börn 700 kr.
Leiga á skíðum, skóm, brettum og stöfum
Fullorðnir 4.500 kr.
Börn 2.500 kr.
Samtals miðað við 2 fullorðna og 2 börn 19.000 kr.
Vegalengd til og frá Reykjavík 766 km
Bensínverð 18.307 kr. (miðað við að bíll eyði 10 l á 100 km)
Alls 38.000 kr.
Tungudalur Ísafirði
Dagskort
Fullorðnir 2.200 kr.
Börn 1.100 kr.
Leiga á skíðum, skóm og stöfum
Fullorðnir 3.300 kr.
Börn 2.700 kr.
Samtals miðað við bensín 2 fullorðna og 2 börn: 18.600 kr.
Vegalengd til og frá Reykjavík 902 km
Bensínverð 21.557 kr. (miðað við að bíll eyði 10 l á 100 km)
Alls 40.000 kr.
Í AUSTURRÍKI Einar
Lyng var nýlega staddur í
Austurríki þar sem hann
fór að sjálfsögðu á skíði.
Lilja Sigurðardóttir, rithöfundur og leikskáld, segist sjaldan upplifa það að
gera slæm kaup en það komi þó einstaka sinnum fyrir.
„Verstu kaupin sem ég hef gert lengi voru í Bandaríkjunum í nóvember.
Þá keypti ég mér jakka í Target á 35 dali en hann endaði á því að kosta í
raun um 400 þúsund krónur. Óprúttnir aðilar náðu nefnilega kreditkorta-
númerinu mínu í gegnum tölvukerfi verslunarinnar
og hófust þegar handa við að taka út af kort-
inu mínu,“ segir hún. „Ég fékk tjónið bætt
en vesenið við að láta loka kortinu og setja
aftur upp allar fastar greiðslur sem á því
voru, var hundleiðinlegt svo að ég er enn í
dálítilli fýlu við jakkann.“
Lilja segir að oftast séu bestu kaupin sem
hún geri í óbrotgjörnum verðmætum. „Ég
er alltaf ánægð með allar fjárfestingar sem
ég geri í námi, menningu, ferðalögum og
öðru sem mun lifa innra með mér áfram. Nú
á dögunum keypti ég mér aðgang að glæpa-
sagnahátíðinni Iceland Noir sem verður
haldin í Norræna húsinu 21. og 22.
nóvember. Á hátíðina mætir
fjöldi höfunda og áhugafólks
um glæpasögur. Aðgangurinn
kostaði örfáa þúsundkalla
og í staðinn mun ég njóta
þess að hitta og spjalla
við alla helstu íslensku
glæpasagnahöfundana
auk fjölda erlendra. Ég
er full tilhlökkunar
svo þetta eru bestu
kaup sem ég hef
gert lengi.“ - fb
NEYTANDINN Lilja Sigurðardóttir, rithöfundur og leikskáld
Jakki á 400 þúsund krónur
LILJA
SIGURÐARDÓTTIR
Lenti í vandræðum
út af jakka sem hún
keypti.
MYND/BÁRA