Fréttablaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 6
20. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 HÚSNÆÐI Íbúðalánasjóður hefur selt 517 íbúðir til Leigufélagsins Kletts ehf., sem sjóðurinn stofnaði fyrir ári, en rekstur þess er sjálf- stæður. Rúmur helmingur íbúð- anna er á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. „Við erum félag sem hefur það hlutverk að bjóða einstaklingum og fjölskyldum trygga leigu með áherslu á langtímahugsun. Leigj- andinn getur gert ráð fyrir að hafa viðkomandi húsnæði til afnota til lengri tíma en áður hefur þekkst enda tjöldum við ekki til einnar nætur,“ segir Bjarni Þór Þórólfs- son, framkvæmdastjóri Kletts. Sótt er um íbúðirnar á heima- síðu Kletts og leigumiðlunarsíð- um. Ef fleiri en einn sækir um íbúð er dregið úr öllum umsóknum sem borist hafa í eignina. „Flest- ar þessara 517 íbúða eru nú þegar í útleigu. Það er þó alltaf einhver hreyfing.“ Almennt eru gerðir ótímabundn- ir leigusamningar með sex mán- aða uppsagnarfresti. Spurður um leiguverð segir Bjarni að notast sé við hugtakið sanngjörn markaðs- leiga við ákvörðun á leiguverði. Sem dæmi auglýsir félagið 41 fer- metra íbúð í Fannborg í Kópavogi á 83 þúsund krónur. Bjarni getur ekki svarað hvort eða hvenær fleiri íbúðir komi á skrá leigufélagsins en samkvæmt mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs átti sjóðurinn 2.117 fullnustueign- ir í lok janúarmánaðar 2014, fyrir utan íbúðir sem seldar voru til Kletts. - ebg Dótturfélag Íbúðalánasjóðs hefur keypt 517 íbúðir sem ætlaðar eru til langtímaleigu: Leigufélagið tjaldar ekki til einnar nætur UMFERÐ Vilja öryggi við Austurver Hverfisráð Háaleitis- og Bústaðahverfis hyggst boða eigendur Austurvers, fulltrúa Grensáskirkju og fulltrúa Reykjavíkurborgar á fund til að ræða skipulag svæðisins við Austurver með tilliti til öryggis barna. REYKJANESBÆR Opinbert einkahlutafélag Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að stofna einkahlutafélagið Hljómahöll veitingar ehf. um veitingar í Hljómahöllinni. Um er að ræða til- raunaverkefni í eitt ár. UMHVERFISMÁL „Friðsæld er meðal grunngilda þjóðgarðsins og stöð- ugt vaxandi flugumferð hefur spillt þeim verðmætum,“ segir Þingvallanefnd sem kveður þyrlu- flug og annað útsýnisflug innan þjóðgarðsins hafa aukist jafnt og þétt síðastliðin ár. Þingvallanefnd hefur vegna þessa ákveðið að kynna sér reglur um flugumferð yfir þjóðgörðum og náttúruverndarsvæðum og ræðir hvort tilefni sé til að útbúa skýrari reglur. „Hingað til hefur Þingvallanefnd í sérstökum til- fellum leyft lágflug og lendingar vegna rannsókna og flutninga og eru þá valdir tímar þannig að sem minnstu raski valdi,“ segir í bókun nefndarinnar. - gar Þingvallanefnd hyggst kynna sér reglur um flugumferð í þjóðgörðum: Flugumferð spillir friðsældinni ÞYRLA Á ÞINGVÖLLUM Í aðdraganda bankahrunsins mátti iðulega sjá og heyra þyrlur flytja byggingarefni að sumarhúsum sem var verið að reisa í þjóðgarðinum á Þingvöllum. HEILBRIGÐISMÁL „Tryggingastofn- un ríkisins hefur túlkað lögin rangt. Ég lít svo á að úrskurðurinn hafi ótvírætt fordæmisgildi og sé afturvirkur. Þeir sem telja sig hafa verið hlunnfarna um endurhæf- ingarlífeyri ættu nú að geta sótt rétt sinn,“ segir Magnús Nordahl, yfirlögfræðingur Alþýðusambands Íslands, og bætir við að það sé ljóst að úrskurðurinn geti haft áhrif á réttarstöðu fjölda launafólks. Úrskurðarnefnd almannatrygg- inga úrskurðaði í lok síðasta mán- aðar að greiðslur endurhæfingar- lífeyris frá Tryggingastofnun ættu að hefjast um leið og greiðslurétti úr sjúkrasjóði er lokið. Stofnunin hefur hingað til túlk- að lög um endurhæfingarlífeyri á þann hátt að hefja ætti greiðslur fyrsta dag næsta mánaðar eftir að veikindarétti og greiðslurétti úr sjúkrasjóði er lokið. Þetta hefur orðið til þess að sumir hafa verið bótalausir í allt að mánuð. Það var Stéttarfélag Vesturlands sem ákvað að láta reyna á málið. Kona sem var félagi í stéttar- félaginu hafði átt við heilsubrest að stríða. Hinn 8. janúar í fyrra hætti fyrirtækið sem hún vann hjá að greiða henni laun í veik- indum. Hún sótti um dagpeninga sem hún átti rétt á hjá sjúkrasjóði Stéttarfélags Vesturlands. Í byrj- un apríl sótti húm um endurhæf- ingarlífeyri hjá Tryggingastofnun en greiðslum úr sjúkrasjóði lauk 8. júní. Tryggingastofnun taldi að ekki bæri að greiða konunni endurhæf- ingarlífeyri fyrr en 1. júlí. Kon- unni var því ætlað að vera bóta- lausri í 22 daga. Signý Jóhannsdóttir, formaður Stéttarfélags Vesturlands, segir að það hafi lengi verið verka- lýðshreyfingunni mikill þyrnir í augum hvernig Tryggingastofnun hefur túlkað lögin um endurhæf- ingarlífeyri. „Stéttarfélögin hafa í sumum tilvikum lengt greiðslurétt um einhverja daga eða vikur svo fólk yrði ekki bótalaust. Hafi það ekki verið hægt hefur fólk orðið að leita á náðir sveitarfélaga eða til ættingja um framfærslu. Við ákváðum því að láta reyna á þetta mál,“ segir Signý. Haft var samband við Trygg- ingastofnun í gærmorgun og spurt um viðbrögð við úrskurðinum. Í svari stofnunarinnar segir að svara sé að vænta í dag. johanna@frettabladid.is Tryggingastofnun rangtúlkaði lög Úrskurðarnefnd almannatrygginga hefur úrskurðað að greiðslur endurhæfingar- lífeyris eigi að hefjast um leið og greiðslurétti úr sjúkrasjóði lýkur. Lögfræðingur Alþýðusambandsins segir úrskurðinn hafa áhrif á réttarstöðu fjölda launamanna. Heimilt er að greiða endurhæfingarlífeyri í allt að 18 mánuði þegar ekki verður séð hver starfshæfni einstaklings, sem er á aldrinum 18-67 ára, verður til frambúðar eftir sjúkdóma eða slys. Greiðslur skulu inntar af hendi á grundvelli endurhæfingaráætlunar. Skilyrði fyrir greiðslum er að umsækjandi taki þátt í endurhæfingu með starfshæfni að markmiði sem telst fullnægjandi að mati framkvæmdaraðila og eigi hvorki rétt til launa í veikindaleyfi né greiðslna frá sjúkrasjóðum eða teljist tryggður samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar. Lífeyrir greiddur í 18 mánuði ENDURHÆFING Sumir hafa verið bótalausir í allt að mánuð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Leigjandinn getur gert ráð fyrir að hafa viðkomandi húsnæði til afnota til lengri tíma en áður hefur þekkst. Bjarni Þór Þórólfsson framkvæmdastjóri Kletts leigufélags. 1. Hver er sveitarstjóri í Rangárþingi eystra? 2. Hvaða stofnun vann skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við ESB? 3. Hver er upplýsingafulltrúi Voda- fone á Íslandi? SVÖR 1. Ísólfur Gylfi Pálmason. 2. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. 3. Hrannar Pétursson. VEISTU SVARIÐ? Síðustu sýningar! „Ólafur Darri sýnir margar hliðar Hamlets af snilld” Sigurður G. Valgeirsson, - mbl. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.