Fréttablaðið - 20.02.2014, Side 10
20. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
Gott rval notaðra b la staðnum.
Komdu heims kn eða skoðaðu heimas ðuna;
www.hyundai.is / notaðir b lar.
S mi 575 1200
ALLT AÐ 80% FJ RM GNUN
HYUNDAI ix35 GLS
Nýskr 06/2011, ekinn 34 þús.
bensín, sjálfskiptur
TOYOTA AVENSIS WAGON SOL
Nýskr 05/2012, ekinn 36 þús.
bensín, beinskiptur
HYUNDAI ix20 COMFORT
Nýskr 09/2011, ekinn 22 þús.
bensín, beinskiptur
HYUNDAI i30 COMFORT
Nýskr 06/2011, ekinn 65 þús.
dísil, sjálfskiptur
HYUNDAI i30 WAGON
Nýskr 11/2012, ekinn 17 þús.
bensín, beinskiptur
RENAULT MEGANE SPORT TOUR.
Nýskr 05/2011, ekinn 58 þús.
dísil, sjálfskiptur
CHEVROLET CRUZE
Nýskr 06/2013, ekinn 9 þús.
bensín, beinskiptur
VERÐ:
3.990.000 kr.
VERÐ:
2.890.000 kr.
VERÐ:
2.350.000 kr.
VERÐ:
2.750.000 kr.
VERÐ:
2.890.000 kr.
VERÐ:
2.790.000 kr.
HYUNDAI
VERÐ
4.190 þús.
HYUNDAI
NOTAÐIR
NEW THINKING.
NEW POSSIBILITIES.
Kaupt ni 1
Nr. 120335
Nr. 120283
Nr. 120294
Nr. 120327
Nr. 120251
Nr. 120336
Nr. 120272
NÁTTÚRA „Lengstu skriðjöklarnir
styttast mest,“ segir Oddur Sig-
urðsson jarðfræðingur.
Hlýnun jarðar gerir það að verk-
um að jöklar eiga í vök að verjast.
Því er spáð að jöklar Íslands verði
horfnir innan tveggja alda. Fyrst
fara skriðjöklarnir og svo megin-
jöklarnir. Á síðustu öld hvarf einn
jökull, Okjökull.
„Hann hefur
r ý r n a ð s vo
mikið að hann
er kominn niður
fyrir tíu prósent
af því sem hann
var um aldamót-
in 1900. Nú er
einungis eftir
smá svellstykki.
Það er svo þunnt að það skríður
ekki og því er ekki lengur hægt að
kalla þetta jökul,“ segir Oddur.
Oddur hefur mælt framskrið
og hopun skriðjökla síðastliðinn
aldar fjórðung eða svo.
Jökulsporða var vitjað á 46
mælistöðum síðastliðið sumar. Á
nær öllum mælistöðvunum höfðu
skriðjöklarnir hopað, mismikið þó.
„Hitastigið ræður mestu um
afkomu jöklanna, mun meiru en
úrkoma. Einn af þeim jöklum sem
ég hef fylgst hvað lengst og mest
með er Sólheimajökull sem geng-
ur út úr Mýrdalsjökli. Ég hef lært
mikið af honum.
Hann sýnir mjög skýr viðbrögð
við loftslaginu,“ segir Oddur og
bætir við að þegar hann setji
saman á línurit sumarhitann í
Stykkishólmi og sporðabreytingar
á Sólheimajökli sé mikil fylgni þar
á milli.
Sá jökull sem minnkaði mest
síðast liðið ár var Heinabergsjök-
ull. Hann hopaði um hátt í kíló-
metra en ýmislegt getur haft áhrif
á mælingarnar.
„Vegna þess að undirlag jökla
er ekki alls staðar slétt og jafnt
koma rykkir í mælinguna þegar
jökulsporðurinn liggur fram á
hæð eða er í lægð í landslaginu.
Einnig eru sumir jöklar huldir ein-
angrandi aurkápu í sporðinn og þá
gengur mjög hægt á þá um skeið
en að lokum slitnar einangraði
ísbunkinn framan af jöklinum og
þá styttist jökullinn skyndilega,“
segir Oddur.
Hann segir að jöklar sem eru á
floti í sporðinn, til dæmis Breiða-
merkurjökull í Jökulsárlóni, eigi
það til að brotna upp mjög ört en
geti þó stundum gengið fram þó að
afkoma þeirra gefi ekki tilefni til.
Svo eru framhlaupsjöklar eins
og Tungnárjökull. Þeir styttast að
jafnaði mikið miðað við aðra jökla
en svo hlaupa þeir skyndilega
fram langar leiðir á örskömmum
tíma án þess að menn hafi fundið
fullnægjandi skýringu á því hátta-
lagi.
johanna@frettabladid.is
Heinabergsjökull
styttist um kílómetra
Jökulsporðar voru mældir á nær 50 stöðum á landinu síðastliðið ár. Jarðfræðingur
segir að hitastig ráði mun meiru um afkomu jökla en úrkoma. Framhlaupsjöklar
eiga það til að styttast mikið en hlaupa svo skyndilega fram af krafti.
SKRIÐJÖKLARNIR FARA MINNKANDI
HEINABERGS-
JÖKULL 957 m
HAGAFELLSJÖKULL 152 m
MORSÁRJÖKULL 126 m
SKEIÐARÁRJÖKULL 105 m
ÖLDUFELLSJÖKULL 102 m
BLÁGNÍPUJÖKULL 79 m
FLÁAJÖKULL 78 m
TUNGNÁRJÖKULL 74 m
FALLJÖKULL 67 m
MÚLAJÖKULL 60 m
➜
➜
➜ ➜
Þeir tíu skriðjöklar sem hopuðu mest á síðasta ári. Talið er að allir jöklar landsins verði horfnir eft ir 200 ár.
➜
➜
➜
➜
➜
➜
Á FLOTI Breiðamerkurjökull í Jökulsárlóni á það til að brotna upp mjög ört en getur
þó stundum gengið fram þótt afkoma hans gefi ekki tilefni til. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
ODDUR
SIGURÐSSON
er ódýrara!
Austurver
Domus Medica
Eiðistorg
Fjörður
Hamraborg
JL-húsið
Kringlan
Glerártorg Akureyri
Hrísalundur Akureyri
Dalvík
Hella
Hveragerði
Hvolsvöllur
Keflavík
Selfoss
Vestmannaeyjar
Þorlákshöfn
15%
AFSLÁTT
UR
Gildir fyrir allar
pakkningastærðir
og styrkleika af
Nicotinell Fruit