Fréttablaðið - 20.02.2014, Side 26
FÓLK|TÍSKA
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn
Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Hártískan í vor og sumar verður úfin og hárið á að líta út fyrir að ekki sé mikið fyrir því haft að
sögn Katrínar Sifjar Jónsdóttur, hár-
greiðslumeistara og eins eigenda Hár-
stofunnar Sprey í Mosfellsbæ. „Það
verður mikið um hafmeyjuliði, þá er
hárið haft frjálst og bylgjað. Það á ekki
að greiða hárið mikið eða slétta það. Ef
fólk vill hins vegar vera með hárið slétt
á það að vera mjög mikið sléttað, alveg
sleikt.“
FLÉTTUR Í TÍSKU
„Lágu töglin sem voru í tísku úti í heimi
í vetur verða líklega í tísku hér á landi í
vor eða sumar. Einnig verða fléttur rosa-
lega vinsælar. Þetta á við um allar gerðir
af fléttum, lausar, fastar, hliðarfléttur,
kransafléttur. Allar fléttur verða í tísku
en þær eiga að vera úfnar.“
Katrín segir krullur líka verða í tísku
en að þær eigi að vera ýktar, diskó-
krullur. „Í heildina á hárið að vera úfið
og lítið greitt. Það þarf lítið að hafa fyrir
því. “
STUTT OG SÓLARUPPLITAÐ
Hárið á að vera styttra en það hefur
verið að undanförnu og á síddin að
vera frá brjósti og alveg upp úr. „Mjög
stutt hár verður í tísku og bob-klipping
verður vinsæl. Í litunum verður svo-
kallað „sombre“ hár eða sólarupplitað
hár inni, einnig kaldir, brúnir litir og
mjög náttúrulegir ljósir litir. Við munum
líka sjá mikið af hárböndum en þá ekki
endilega í hippastílnum heldur líka utan
um snúða og fleira.“
STRÁKARNIR MEÐ SKEGG
Herrarnir eiga að vera með sítt hár ofan
á höfðinu en jafnara, rökuðu hliðarnar
detta úr tísku. „Hárið á að vera greitt
og snyrtilegt í anda sjötta og sjöunda
áratugarins. Það verður líka algengt að
sjá skeggjaða menn, skeggið á að vera
þétt og snyrtilegt eins og hárið en þó
ekki of sítt. Það er ekki töff að vera eins
og Gandálfur,“ segir Katrín og hlær.
ALLT UM HÁRIÐ
Katrín og Edda Blumenstein skrifa á
netsíðuna Hárið.is þar sem hægt er að
fá alls kyns ráð og leiðbeiningar um
hárumhirðu, hárgreiðslur og hárvörur.
„Okkur fannst vanta umræðu um hár og
hármenningu á Íslandi og ákváðum því
að stofna síðuna. Þar er mikið af efni og
ef einhvern vantar ráð eða hugmyndir
er um að gera að kíkja á síðuna.“
ÚFIÐ OG FLÉTTAÐ
VOR- OG SUMARTÍSKAN Hafmeyjuliðir, fléttur og stutt hár er allt hluti af því
sem koma skal í hártískunni í vor og sumar. Strákar eiga að vera með skegg.
Í TÍSKU
Fléttur verða mikið í
tísku á komandi mán-
uðum. Það er lykilatriði
að þær séu úfnar.
SPÁIR Í SUMAR-
TÍSKUNA Katrín á
Hárstofunni Sprey segir
alls konar fléttur verða í
tísku í sumar.
MYND/VILHELM
■ FLÉTTUR
Ef marka má nýafstaðna tískuviku í New York verða
fléttur í hárinu vinsælar með haustinu. Þar var
algengt að fyrirsæturnar væru með tvær fléttur í
hárinu, svipað og hin eina sanna Lína Langsokkur.
Hinn frægi og vinsæli tískuhönnuður Marc Jacobs
var einn af þeim sem ákváðu að hafa tvær fléttur í
hári fyrirsætanna. Þá voru silkihárbönd vinsæl. Með
þessari greiðslu minna módelin á smástelpur, en ein
fyrirsætan var meira að segja með appelsínugult hár,
ekki ósvipað og Lína. Það má því segja að Línu-fléttu-
greiðslan sé að komast í tísku. Konur þurfa því ekki
að örvænta því auðvelt er að gera þessar fléttur í
hárið og allir kunna það.
EINS OG LÍNA LANGSOKKUR
Laugavegi 18 • S. 511 3399 • Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-17
Líttu við á
Laugaveginum
Útibú í kjallara
Máls og menningar
Bæjarlind 6 • S. 554 7030
www.rita.isVið erum á Facebook
Flottar buxur
str. 34-46
Kr. 14.900.-
Fleiri litir
“Nýt t kortatímabil”
20% afsláttur af öllum
síbuxum, kvartbuxum og leggings frá
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
s: 571-5464