Fréttablaðið - 20.02.2014, Side 56

Fréttablaðið - 20.02.2014, Side 56
20. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 40 BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar MÉR fannst þetta ömurlegt viðtal, svo það sé nú bara sagt, ömurlegt. Gísli Marteinn var aggressívur. Það er ekki alltaf rétt að fara þessu hörðu leið að fólki til að spyrja. Ef þú færð ekki svörin sem þú kallar eftir, af hverju leitarðu ekki einhverra ann- arra leiða til þess að ná þessum svörum? Gísli Marteinn hefði til dæmis getað notað sokkabrúður til að stilla upp andstæðum pólum; forsætisráðherra gegn minnihlut- anum. Eða forsætisráðherra gegn við- skiptalífinu. Eða forsætisráðherra gegn fjölmiðlum. Eða forsætisráðherra gegn Evrópusambandinu. HLUTVERK fjölmiðla er ekki að þjarma að valdhöfum. Ef forsæt- isráðherra velur að svara ekki spurningum þá má hann hrein- lega velja sér svar við spurningu af handahófi og láta það duga. Þetta er ekki umræðuhefð í sjónvarpi sem fólk langar til að sjá. Það vantaði allt Ísland Got Talent og Biggest Loser Ísland í þetta – sem sást á viðbrögðun- um við viðtalinu. Eða öllu heldur skort- inum. Viðtalið hefur ekki komist að í umræðunni. Forsætisráðherra gerði allt rétt. Í staðinn fyrir að halla sér aftur í stólnum og svara spurningum af yfirvegun og hógværð þá mætti hann tilbúinn til orrustu. Hann spennti alla vöðva líkamans og hallaði sér fram með báða fætur í viðbragðsstöðu. Sókn er besta vörnin – þetta veit forsætis- ráðherra. Þess vegna var hann tilbúinn að spretta úr stólnum eins og þrautþjálfaður samúræi. ÓSVÍFNI Gísla Marteins náði hápunkti þegar hann greip fram í fyrir forsætisráð- herra með þeim orðum að hann stýrði við- talinu. Auðmjúkur reyndi forsætisráðherra að leiðrétta skynvillu þáttarstjórnandans, sem var greinilega búinn að gleyma að eftir síðustu hrókeringu í stjórn Ríkisútvarpsins eru framsóknarmenn með þrjá fulltrúa – jafn marga og minnihlutinn til samans. ÞAÐ þarf því ekkert sérstaklega frjótt ímyndunarafl til að komast að þeirri niður- stöðu að það var í raun forsætisráðherra sem stýrði viðtalinu. Sem hann undirstrik- aði með því að hrósa Gísla fyrir frammi- stöðuna í lokin og skora svo á hann í störu- keppni með heimsþekktu látbragði. Ósvífni Gísla Marteins VIDEODROME SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK TIMEHOLLYWOOD REPORTER ENTERTAINMENT WEEKLYROGEREBERT.COM CHICAGO SUN-TIMES GDÓ - MBL ROBOCOP 8, 10:10(POWER) LEGO - ÍSL TAL 3D 5:50 DALLAS BUYERS CLUB 5:45, 8, 10:25 47 RONIN 3D 10:20 SECRET LIFE OF WALTER MITTY 5:45 G.D.Ó - MBL TIME T.V. - Bíóvefurinn.is 5% 5% LEGO ÍSL. TA L 2D LEGO ÍSL. TA L 3D LEGO ÍSL. TA L 3D LÚXUS ROBOCOP ROBOCOP LÚXUS HER SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM ...2 2D SECRET LIFE OF WALTER MITTY THE HOBBIT 3D 48R PRIVATE LIVES NYMPHOMANIAC PART 1 ROBOCOP INSIDE LLEWYN DAVIS DALLAS BUYERS CLUB AUGUST: OSAGE COUNTY THE BOOK THIEF KL. 3.30 - 5.45 KL. 3.30 - 5.45 KL. 3.30 - 5.45 KL. 5 - 8 - 10.35 KL. 8 - 10.35 KL. 8 - 10.30 KL. 3.30 KL. 8 - 10.30 KL. 5.40 - 9 Miðasala á: og KL. 6 KL. 8 - 10.30 KL. 5.30 - 8 - 10.30 KL. 5.40 - 8 KL. 10.30 KL. 6 KL. 9 NÁNAR Á MIÐI.IS NYMPHOMANIAC PART 1 ROBOCOP INSIDE LLEWYN DAVIS HER DALLAS BUYERS CLUB KL. 8 - 10:15 KL. 8 - 10:15 KL. 5.50 KL. 5.50 HÁSKÓLABÍÓ KL. 18 - THE GUARDIAN - T.V. - BÍÓ VEFURINN / S & H Save the Children á Íslandi Söngkonan Miley Cyrus og leikarinn Jared Leto eru byrjuð saman samkvæmt heimildum tímaritsins Us Weekly. „Þau gistu saman heima hjá honum í Los Angeles snemma í febrúar,“ segir heimildarmað- ur tímaritsins. Miley og Jared voru mynduð saman í lok janúar í fyrirpartíi fyrir Grammy-verð- launin hjá Clive Davis og voru víst afar innileg. Heimildarmað- urinn segir samt að Jared sé ekki að leita sér að kærustu heldur njóti þau þess bara að eyða tíma saman. - lkg Byrjuð saman HAMINGJUSÖM Miley nýtur þess að eyða tíma með Jared. „Það stóð til að einn utangarðsmað- ur yrði viðstaddur sýningaropn- unina, en hann var ekki í ástandi til að mæta,“ segir Gísli Hjálmar Svendsen, sem gefur bráðum út ljósmyndabók um utangarðsmenn. Hann er nýútskrifaður úr Ljós- myndaskólanum og opnaði sýn- ingu ásamt skólafélögum sínum með myndum af útigangsmönnum í Lækningaminjasafninu við Nes- stofu um síðustu helgi. Sýningunni lýkur næsta sunnudag. „Ég hef verið að dokúmentera undanfarin ár hóp fólks sem kallað er rónar. Ég hallast meira að hugtakinu utan- garðsfólk,“ segir Gísli. Bókin heitir Flogið úr feni nætur. Gísli fékk áhuga á málaflokknum árið 2007. „Sviplegt dauðsfall í fjöl- skyldunni sem tengdist fólki í þess- ari stöðu kveikti áhuga minn. Ég dvaldi meðal utangarðsfólks daga og nætur í þessum gámum úti á Granda og tók myndir. Þar hef ég verið með annan fótinn síðan árið 2011.“ Við tökur á myndum varð Gísli vitni að ýmsu, og tók meðal annars upp vídeó og myndir af ofbeldi, en sleppti grófasta ofbeld- inu úr bókinni. „Svo vildi ég ekki hafa með myndir af fólki sem var augljóslega að fara að gera eitthvað í sínum málum. Ég vildi ekki spilla fyrir fólki sem er að reyna að fóta sig í lífinu. Ekki það, persónulega finnst mér ekkert skammarlegt við að eiga svona fortíð. En það gæti bakað einhverjum vandræði, og það vil ég ekki gera,“ segir Gísli. Allir sem tóku þátt veittu sam- þykki sitt fyrir birtingu myndanna. „Ég hef aldrei farið dult með ætl- unarverk mitt. Ég tók ýmist viður- kenningar upp á myndband, eða fékk skriflega viðurkenningu frá fólki. Stundum þrjár eða fjórar frá sömu manneskjunni. Ég reyndi að ná þeim á milli neyslutúra, þegar þau voru í ástandi til að veita sam- þykki. Það vissu allir frá upphafi hver tilgangur minn með verk- efninu var, það er að segja að vekja samfélagið af dvala í sambandi við þessi mál, og voru þau öll mjög áhugasöm um að taka þátt í verk- efninu. Markmiðið með því að gefa út þessa bók er fyrst og fremst að reyna að svipta af málaflokknum þessari helgislepju og tilfinninga- runki sem hefur einkennt hann, sem hefur lítið sem ekkert með batalík- ur einstaklings í svona ástandi að gera,“ segir Gísli. ugla@frettabladid.is Dvaldi meðal utangarðsfólks daga og nætur úti á Granda Gísli Hjálmar Svendsen gefur út ljósmyndabók með myndum af utangarðsmönnum sem hann hefur unnið að frá árinu 2011. Gísli fékk áhuga á málafl okknum árið 2007 eft ir sviplegt dauðsfall í fj ölskyldunni. KOSS Gísli Hjálmar Svendsen, til hægri, í heimsókn úti á Granda. MYND/GÍSLI HJÁLMAR SVENDSEN. SVALAR ÞORSTANUM Eitt viðfangsefn- anna fær sér kóksopa. MYND/GÍSLI HJÁLMAR SVENDSEN. TÍMAFREKT Allir í bókinni veittu samþykki fyrir birtingu myndanna.. MYND/GÍSLI HJÁLMAR SVENDSEN. Ég hef verið að dokúmentera undanfarin ár hóp fólks sem kallað er rónar. Ég hallast meira að hugtakinu utangarðs- fólk. Gísli Hjálmar Svendsen

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.