Fréttablaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 36
KYNNING − AUGLÝSINGHópefli FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 20144 Hjónin Elvar Grétarsson og Aðalbjörg Alla Sigurðar-dóttir stofnuðu Snilldar- ferðir fyrir ári og reka afþreying- arfyrirtækið á Þórisstöðum í Hval- firði. „Þegar við ákváðum að fara út í svona bissness höfðum við sam- band við fjölda fólks í ferðaþjón- ustu í Hvalfirði. Unga fólkinu á Þórisstöðum, þeim Birni Páli Fálka Valssyni og Helenu Þrastardóttur, leist vel á þetta brölt á okkur og við fengum inni hjá þeim. Upp frá því hófst okkar góða samstarf,“ segir Elvar, sem er afar ánægður með þau viðbrögð sem fyrirtækið þeirra hefur fengið á þessum stutta tíma. „Við höfum fengið til okkar fjölda fyrirtækjahópa og fengið mjög já- kvæða umsögn.“ Lengri og styttri fjórhjólaferðir „Fjórhjólaferðirnar eru okkar aðals merki en þær förum við um Hvalfjörð, Skorradal og víðar, innan um stórkostlegt landslag,“ lýsir Elvar en Snilldarferðir eru með átta tveggja manna Polaris- fjórhjól og geta útvegað fleiri ef hópurinn er stór. „Við útvegum góða galla frá 66°Norður, vettlinga og hjálma og allan þann öryggis- búnað sem þarf. Þá kennum við fólki tökin áður en lagt er í hann, förum yfir öryggisreglur og hvern- ig hjólin virka,“ segir Elvar sem sjálfur er leiðsögumaður í öllum ferðum. Boðið er upp á fyrirfram- ákveðnar leiðir, til dæmis tveggja klukkutíma langar. „Í sumar verð- um við með miðnæturferðir upp á Skarðsheiði sem verður mikil upp- lifun fyrir fólk.“ Leisertag, golf og súpa Afþreyingarmöguleikarnir á Þór- isstöðum eru margvíslegir. „Við bjóðum upp á útileisertag, sem hægt er að spila í Hálsaskógi, sem er skógur við Súpuskálann á Þóris- stöðum,“ segir Elvar en hópar geta einmitt gætt sér á girnilegri súpu og ýmsu meðlæti eftir viðburðarík- an dag. „Þá hafa þau Björn Fálki og Helena grillað í mannskapinn eftir ferðirnar ef hóp- arnir kjósa það.“ Súpuskál- i n n g e g n - ir einnig hlut- verki golfskála en á Þórisstöð- um er níu holu golfvöllur sem er opinn almenningi. Hóparnir sem sækja í þjónustu Snilldarferða eru af ýmsum stærðum og gerðum. „Ef hópurinn er mjög stór er hægt að skipta honum upp og þá getur hluti hópsins byrjað á fjórhjólum meðan hinir fara í leisertag,“ tekur Elvar sem dæmi. Bátsferðir og sjóstangveiði Frá Þórisstöðum er stutt út á fagran Hvalfjörðinn. „Á sumrin bjóðum við upp á bátsferðir á tíu manna gúmmíbátum. Farið er frá Þóris- stöðum þar sem allir eru klæddir upp í flotgalla og síðan tekur stutta stund að sigla út á fjörðinn,“ segir Elvar en landslagið í Hvalfirði séð frá sjó er ægifagurt. „Strandlengja Hvalfjarðar er löng og skartar sorfnum klettum og dröngum sem og leirum fullum af lífi.“ Stutt er á gjöful fiski- mið frá ströndinni og því að sjálfsögðu boðið upp á stangveiði. „Eftir um það bil tíu til fimmtán mínútna siglingu erum við komin á fiskislóð þar sem hægt er að moka þorskinum upp,“ segir Elvar. Áhöfnin getur gert aflann klár- an fyrir farþega til að taka með sér heim, en einnig er hægt að grilla fiskinn á Þórisstöðum þar sem stoltir veiðimennirnir geta gætt sér á honum. Hópeflisferðir bæta móralinn Elvar telur ótvírætt að skemmti- legar samverustundir vinnufé- laga geti bætt móralinn og sam- skipti á vinnustöðum. „Fólk er mjög jákvætt eftir þessar ferðir,“ segir hann og bendir á að hópar geti dálítið ráðið sinni dagskrá og valið þá afþreyingu sem er í boði. Elvar mælir sérstaklega með Þór- isstöðum sem frábærum stað fyrir smærri og stærri hópa að gera sér glaðan dag. „Í raun eru lítil tak- mörk fyrir því hve stórir hóparn- ir geta verið,“ segir Elvar og tekur sem dæmi að sumarhátíð Álvers- ins á Grundartanga verði haldin á Þóris stöðum í sumar og búist er við að 300-400 manns láti sjá sig og gisti á fínu tjaldsvæði sem liggur við Þór- isstaðavatn eða komi og nýti sér þá afþreyingu sem Snilldarferðir og Þórisstaðir hafa upp á að bjóða. Frekari upplýsingar um Snilld- arferðir má finna á Facebook. Þar má einnig sjá fjölda skemmtilegra mynda frá ferðum fyrri hópa. Einnig má hringja í Elvar: 691- 2272 eða Björn: 690-0154. Snilldarlegar Snilldarferðir Snilldarferðir hafa aðsetur á Þórisstöðum í Hvalfirði. Þangað geta hópar komið og farið í fjórhjólaferðir um fjöll og firnindi, leisertag í Hálsaskógi, útsýnis- og stangveiðiferðir út á Hvalfjörðinn eða nýtt sér einhverja þeirra fjölmörgu afþreyingar möguleika sem ferðaþjónustan á Þórisstöðum hefur upp á að bjóða. Gjöful fiskimið eru í Hvalfirði aðeins stutt frá strönd- inni. Leisertag úti undir beru lofti og innan um trén í Hálsaskógi er eftirsótt skemmtun. Fjórhjólaferðir eru aðalsmerki Snilldarferða en farið er um Hvalfjörð, Skorradal og víðar, innan um stórkostlegt landslag. Í sumar verður boðið upp á miðnæturferðir upp á Skarðsheiði. Hjónin Elvar og Aðal- björg Alla stofnuðu Snilldarferðir fyrir um ári. Fjórhjólaferðir eru heillandi vetur jafnt sem sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.