Fréttablaðið - 20.02.2014, Side 58
20. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 42
56 & 59
Einar Kristinn Kristgeirsson og
Brynjar Jökull Guðmundsson
kepptu í stórsvigi karla í gær og
kláruðu báðir ferðir sínar. Einar
Kristinn hafnaði í 56. sæti á
1:32,90 mínútum og Brynjar
Jökull í 59. sæti á 1:33,58
mínútum. Báðir keppa í svigi á
laugardaginn en þær Erla
Ásgeirsdóttir og Helga María
Vilhjálmsdóttir keppa í svigi
kvenna í fyrramálið.
VETRARÓLYMPÍULEIKARNIR SOCHI 2014 STJARNA DAGSINS OLE EINAR BJÖRNDALEN SKÍÐAGÖNGUMAÐUR
Hinn fertugi Norðmaður Ole Einar
Björndalen varð í gær sigursælasti
íþróttamaður Vetrarólympíuleikanna
frá upphafi þegar hann hjálpaði
boðsveit Norðmanna að vinna gull í
blandaðri boðgöngu á Vetrarólympíu-
leikunum í Sotsjí í Rússlandi.
Björn Dæhlie vann tólf verðlaun
(átta gull) á Vetrarólympíuleikum frá
1992 til 1998 en Björndalen er nú
kominn með þrettán verðlaun, þar af
tvö gull, á leikunum í Sotsjí.
Ole Einar Björndalen vann fyrstu
grein sína á leikunum en var ekki
búinn að vera alltof sannfærandi
í síðustu þremur greinum sínum.
Verðlaunin langþráðu duttu hins
vegar í hús í dag.
Norska sveitin, skipuð þeim Ole
Einar Björndalen, Emil Hegle Svend-
sen, Toru Berger og Tiril Eckhoff,
kom í mark 32,6 sekúndum á undan
tékknesku sveitinni en ítalska sveitin
tók síðan bronsið.
Björndalen gekk þriðja sprettinn
og Norðmenn voru í öðru sæti þegar
hann tók við af Tiril Eckhoff. Hann
gekk vel og klikkaði ekki á skoti ekki
frekar en Emil Hegle Svendsen sem
gekk síðasta sprettinn og tryggði
norska liðinu gullverðlaun.
- óój
DAGSKRÁ FIMMTUDAGS
HANDBOLTI „Framtíðin er óráðin
ennþá en ég vona að mín mál klár-
ist á næstu dögum,“ segir Ólafur
Guðmundsson, landsliðsmaður
í handbolta, við Fréttablaðið en
hafnfirska stórskyttan sem sló
svo rækilega í gegn á EM á enn
eftir að ákveða hvar hann spilar á
næsta tímabili.
Hann er meðal markahæstu
manna í sænsku úrvalsdeildinni
og lét rækilega vita af sér á EM í
Danmörku þannig að lið í Þýska-
landi hafa borið víurnar í hann.
„Ég hef tvo valkosti. Ég get farið
til Þýskalands eða verið áfram í
Svíþjóð. Ef ég fer vil ég taka skref-
ið í sterkari deild eins og í Þýska-
landi. En það kemur líka til greina
að vera áfram hjá Kristianstad.
Hér líður mér mjög vel. Ég er að
spila frábærlega í frábæru liði þar
sem er frábær umgjörð og allt eins
og það á að vera,“ segir Ólafur sem
ber mikið lof á lið sitt Kristianstad
og ekki síður stuðningsmenn þess.
„Hérna eru 5.000 manns á hverj-
um leik, þjálfarinn frábær og við
erum í Evrópukeppni. Stemning-
in á heimaleikjum er engu lík. Það
eru ekki margir staðir í heiminum
sem bjóða upp á svona handbolta.
Það er uppselt á alla heimaleiki og
rosalega mikill áhugi í bænum.
Það er alveg svakalega gaman að
spila við svona aðstæður,“ segir
Ólafur.
Kristianstad er efst í deildinni
með 37 stig eftir 23 leiki. Það er
með þriggja stiga forskot á Alings-
ås og á leik til góða þegar liðin
eiga tvo til þrjá leiki eftir. Hann
viðurkennir að pressa á að vinna
sænska meistaratitilinn sé mikil
núna eftir ófarir undanfarinna
ára.
„Við erum búnir að fá silfur tvö
ár í röð þannig það er pressa frá
fólkinu að vinna þetta núna. Bær-
inn verður líka 400 ára sama dag
og úrslitaleikurinn á að fara fram
þannig pressan að komast í úrslita-
leikinn er mikil. Maður vonar bara
að það gangi eftir hjá okkur,“ segir
Ólafur. tom@frettabladid.is
Vilja vinna gull á 400
ára afmæli bæjarins
Ólafur Guðmundsson á enn eft ir að ákveða sig hvort hann verði áfram hjá
Kristianstad eða fari til Þýskalands í sumar. Honum líður mjög vel í Svíþjóð.
FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildarliðið
Tottenham er í Úkraínu þar sem
það mætir Dnipro Dnipropetrovsk
í 32-liða úrslitum Evrópudeildar-
innar í kvöld.
Þjálfari Dnipro er Spánverjinn
Juande Ramos sem stýrði Totten-
ham í 364 daga árin 2007-2008 og
gerði liðið að deildarbikarmeistur-
um. Það er eini titillinn sem Lund-
únaliðið hefur unnið á síðustu 23
árum.
Hann var frekar svekktur þegar
hann var látinn fara snemma í
byrjun tímabils 2008 og sakaði
leikmenn liðsins um ólifnað.
Hann er enn nokkuð bitur og skaut
áfram föstum skotum að þáverandi
leikmönnum liðsins í aðdraganda
leiksins.
„Við æfðum ekki langt frá
McDonalds-stað og þar sáum við
þá borða hamborgara og drekka
kók eftir æfingar,“ sagði Juande
Ramos í viðtali við The Guardian.
Úkraínska liðið hefur ekki spilað
keppnisleik frá því í desember þar
sem deildin þar í landi er í fríi en
Tottenham er á miklu skriði undir
stjórn Tims Sherwood. - tom
Átu bara McDonalds
Tottenham-menn heimsækja bitran Juande Ramos.
GÓÐUR Tim Sherwood fer vel af stað
með Tottenham. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
KÖRFUBOLTI Foreldrar og fjöl-
skylda Gunnhildar og Berg-
lindar Gunnarsdætra er í sér-
stakri stöðu á laugardaginn
þegar lið systranna mætast í
bikarúrslitum kvenna í körfu-
bolta. Báðar eru þær úr Stykk-
ishólmi en Gunnhildur stund-
ar nám í Reykjavík og spilar
með Haukum.
Það fer þó ekki þannig að
systurnar mætist í leiknum á
laugardaginn því Berglind er
nýkomin úr aðgerð á hné og
missir af bikarúrslitaleiknum.
„Þetta er sama gamla góða
hnéð,“ segir Berglind sem var
að fara í sína þriðju aðgerð á
hægra hnénu. „Ég er samt í
liðinu þó að ég sé bara vatnsberi en við munum ekki
berja hvor á annarri inni á vellinum eins og maður
hefði viljað,“ segir Berglind en þær hafa aldrei gefið
neitt eftir þegar þær hafa mæst á körfuboltavellinum.
Berglind missti af fyrri hluta tímabilsins þar sem
hún var að ná sér af axlaraðgerð eftir að hafa hrokkið
ítrekað úr lið síðasta vetur. Það er hins vegar eins og
óheppnin elti hana því hún meiddist á hné í einum af
fyrstu leikjunum eftir að hún kom til baka. Hún tekur
öllum meiðslunum með jafn-
aðargeði enda orðin vön því
að horfa á lið sitt frá hliðar-
línunni.
„Það verður spennandi að
fylgjast með en ég vildi óska
að ég gæti spilað með þessu
frábæra liði núna. Maður
er alveg jafnmikill hluti af
þessu liði hvort sem maður
spilar í 40 mínútur eða
engar,“ segir Berglind. Hún
var í Hveragerði á sunnu-
dag þegar Snæfell tryggði
sér deildarmeistaratitilinn.
Berglind er á því að þetta
verði ekki eins erfitt fyrir
mömmu og pabba og marg-
ir halda. „Ég held að þetta
verði auðveldasti leikurinn sem þau horfa á í vetur
vegna þess að þau verða alltaf í sigurliðinu hvort sem
það verður Snæfell eða Haukar sem vinnur. Ég held
að fjölskyldan sé eitthvað að sauma búninga með Snæ-
fellsmerkinu öðrum megin og Haukamerkinu hinum
megin til að styðja bæði liðin. Ætli það verði samt
ekki bara systkinin sem mæta í þeim,“ segir Berglind
en faðir hennar, Gunnar Svanlaugsson, er formaður
Körfuknattleiksdeildar Snæfells. - óój
Systurnar fá ekki að slást
Meiðsli Berglindar Gunnarsdóttur koma í veg fyrir að hún spili á móti Gunnhildi
systur sinni í bikaúrslitunum. „Ég vildi óska að ég gæti spilað,“ segir Berglind.
SYSTURNAR Gunnhildur (23 ára) og Berglind (21 árs).
2012-2013
MÖRK Í LEIK 3,4
MÖRK 104 Í 31 LEIK
SKOTNÝTING 48,4 PRÓSENT
STOÐSENDINGAR Í LEIK 1,2
62. besti leikmaðurinn
samkvæmt tölfræði sænsku
deildarinnar.
2013-2014
MÖRK Í LEIK 5,9
MÖRK 135/2 Í 23 LEIKJUM
SKOTNÝTING 50,2 PRÓSENT
STOÐSENDINGAR Í LEIK 2,5
5. besti leikmaðurinn
samkvæmt tölfræði sænsku
deildarinnar.
Ólafur hefur bætt sig mikið á milli ára
ÁTTA GULL Ole Einar er jafn Dæhlie í
fjölda gullverðlauna en er nú kominn
yfir í heildarfjölda verðlauna. GETTY
SPORT
07.55 Norræn tvíkeppni liða:
Skíðastökk
09.25 Skíðaat karla
11.00 Norræn tvíkeppni liða:
Boðskíðaganga
12.00 Íshokkí kvenna (Sport 3):
Bronsleikur (Sviss-Svíþjóð)
13.30 Krulla kvenna (Sport 5):
Úrslitaleikur (Svíþjóð-Kanada)
15.00 Listhlaup á skautum
17.00 Íshokkí kvenna (Sport 5):
Úrslitaleikur (Kanada-Bandar.)
22.30 Samantekt