Fréttablaðið - 03.04.2014, Qupperneq 6
3. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
VEISTU SVARIÐ?
ALLIR GÖNGUSKÓR
Á 20% AFSLÆTTI
Ertu klár fyrir sumarið?
20% afsláttur
Fæst án lyfseðils.
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vandlega fyrir notkun.
MENNTAMÁL Fimmtán ára ungling-
ar í Asíulöndum standa sig lang-
best við að leysa þrautir að því er
fram kemur í nýbirtri PISA-könn-
un. Efstu þrjú sætin skipa Singa-
púr, Kórea og Japan. Næstu fjög-
ur sæti þar á eftir skipa svo ólík
svæði Kína, en í áttunda, níunda
og tíunda sæti
eru svo Kanada,
Ástralía og Finn-
land.
Ísland er hins
vegar hvergi að
finna í saman-
burðinum. „Ég
held að þarna
séu öll önnur
lönd, en um var
að ræða skylduþátt í verkefninu,“
segir Almar M. Halldórsson, verk-
efnisstjóri PISA-könnunarinn-
ar 2012 á Íslandi. „En þetta var
skyldupartur á tölvur og tölvufyr-
irlögnin kostaði aukalega, bæði í
framkvæmd og að vera með, og við
höfðum ekki fjármagn til að taka
þátt,“ bætir hann við. Ísland hafi
því fengið undanþágu frá þeim
þáttum PISA-könnunarinnar sem
í þessari umferð hafi krafist tölvu-
kosts í fyrirlagningunni.
Almar segir að í PISA-könn-
unum sé að jafnaði líka auka-
könnun, sem að þessu sinni snúi
að þrautalausn í hóp og Ísland sé
með í þeirri könnun. „Við erum að
forprófa núna og svo verða aðal-
prófin lögð fyrir vorið 2015 og svo
fáum við niðurstöðurnar og sam-
anburð við önnur lönd í desember
2016.“
Áður en kemur að birtingu
þrautalausna í hóp segir Almar
að eftir sé að birta könnun á les-
skilningi á rafrænan texta. „Þá er
textinn allur í svona heimasíðu-
formi og krakkarnir þurfa að leita
meira að efni líkt og við gerum á
netinu.“ Ísland segir hann hins
vegar ekki heldur vera með í þess-
um hluta PISA-prófanna af sömu
ástæðu. „Þetta var náttúrlega lagt
fyrir á tölvu líka.“
Þrautalausnir á borð við þær
sem nú var verið að birta segir
Almar hins vegar að hafi einnig
verið lagðar fyrir árið 2003 og þá
hafi Ísland tekið þátt. Ólíklegt sé
að miklar breytingar hafi orðið
á getu barnanna síðan þá og því
megi skoða þær niðurstöður til
samanburðar.
Ísland var í þeirri könnun með
505 stig að jafnaði. Sú niðurstaða
í samanburði við könnunina 2012
hefði skilað landinu í 20. sæti, á
milli Austurríkis og Noregs. Lönd-
in í tíu efstu sætum könnunarinn-
ar voru með frá 523 til 562 stiga.
Neðstu sætin, frá 41. til 44.
sætis, skipa Svartfjallaland,
Úrúgvæ, Búlgaría og Kólumbía,
með 407 til 399 stig.
olikr@frettabladid.is
ALMAR M.
HALLDÓRSSON
Fengum undanþágu
vegna peningaskorts
Ísland er eina landið sem ekki tók þátt í PISA-könnun á getu unglinga til að leysa
þrautir. Niðurstöður voru birtar í byrjun vikunnar. Prófið þurfti að taka í tölvu og
ekki var fjármagn fyrir hendi til að leggja það fyrir hér. Erum næst með árið 2015.
Sæti Land Stig
1. Singapúr 562
2. Kórea 561
3. Japan 552
4. Makaó– Kína 540
5. Hong Kong– Kína 540
6. Sjanghæ– Kína 536
7. Taípei– Kína 534
8. Kanada 526
9. Ástralía 523
10. Finnland 523
Heimild: OECD, Creative Problem
Solving - vol. V, 2014
ÚRLAUSN VERKEFNA
1. Hvað fengi nýtt framboð hægri-
manna mikið fylgi samkvæmt könnun
MMR?
2. Við hverja hefur NATO slitið öllu
samstarfi ?
3. Hvaða fótboltakappi samdi lag um
móður sína?
SVÖR:
KRAKKAR Í PISA-PRÓFINU Ísland tók að þessu sinni bara þátt í PISA-prófum þar
sem ekki þurfti að nota tölvu við úrlausn verkefna. Fjárskortur hamlaði, segir verk-
efnisstjóri PISA-prófanna 2012 á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
ORKUMÁL T i l raunarekstur
hreinsistöðvar Hellisheiðar-
virkjunar, sem mun skilja brenni-
steinsvetni úr gufuútblæstri
einnar af sex vélum virkjunar-
innar, er hafinn. Gangi rekst-
ur stöðvarinnar eins og vænst
er, verður hún stækkuð. Slík
ákvörðun verður ekki tekin fyrr
en að fenginni eins árs rekstrar-
reynslu.
Um þróunar- og nýsköpunar-
verkefni Orkuveitu Reykjavík-
ur er að ræða sem miðar að því
að draga úr lyktarmengun frá
virkjuninni. Í ljósi þessa hefur
Orkuveitan farið fram á undan-
þágu frá ákvæðum reglugerðar
um styrk brennisteinsvetnis í
andrúmslofti, sem ganga eiga í
gildi í sumar. Reksturinn stenst
núgildandi mörk í reglugerðinni.
Brennisteinsvetnið, sem skil-
ið er frá gufunni, er blandað
vinnsluvatni frá virkjuninni áður
en því er dælt niður fyrir grunn-
vatnsstrauma í berggrunnin-
um við virkjunina. Niðurstöður
tilrauna gefa til kynna að þar
bindist það berglögum sem
brennisteinskís, sem betur er
þekkt sem glópagull. Vinnslu-
vatnið, sem blandað er í, er held-
ur kaldara en það sem dælt hefur
verið niður fram að þessu. Við
þá breytingu telja vísindamenn
að tímabundið séu auknar líkur
á að jarðskjálftar verði á niður-
dælingarsvæðinu. Slíkir jarð-
skjálftar gætu náð þeirri stærð
að þeir fyndust vel í byggð.
- shá
Auknar líkur á að við niðurdælingu verði jarðskjálftar af þeirri stærð að þeir geti fundist í byggð:
Hreinsun hafin á útblæstri á Hellisheiði
HELLISHEIÐARVIRKJUN Veðurstofan
og Almannavarnir fá upplýsingar um
jarðskjálftahættu vegna niðurdælingar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
1. 38 prósent.
2. Rússa.
3. Rúrik Gíslason.
SVEITARSTJÓRNIR Í Reykjavíkur-
borg voru ríflega tvö þúsund inn-
flytjendur án ríkisborgararéttar
á kjörskrá fyrir sveitarstjórnar-
kosningarnar árið 2010.
Mjög líklega hefur orðið fjölg-
un í þessum hópi á kjörskrá fyrir
kosningar í vor þar sem fleiri
hafa náð búsetuviðmiðinu og öðl-
ast þar með kosningarétt.
Vegna þessa stækkandi hóps
stendur teymi um málefni inn-
flytjenda fyrir morgunverðar-
fundi í næstu viku með frambjóð-
endum til borgarstjórnar þar sem
þeir verða spurðir hvað þeirra
flokkur hyggst gera í málefnum
innflytjenda.
„Við viljum ná málefnum inn-
flytjenda á dagskrá í kosningun-
um. Það er ekki til neinn þrýsti-
hópur innflytjenda en mörg
gífurlega mikilvæg mál snerta
þá sérstaklega, eins og atvinnu-
mál og menntamál barna þeirra,“
segir Gerður Gestsdóttir, sem er
ráðgjafi innflytjenda hjá Vinnu-
málastofnun.
„Ég hef aldrei séð kosningar-
loforð sem snúa beint að inn-
flytjendum eða stjórnmálaflokka
reyna að höfða til þeirra sem
hóps og því köllum við eftir því á
þessum fundi,“ segir hún.
Á fjölmenningarþingi borgar-
innar árið 2012 kom fram að
meirihluti þátttakenda á þinginu
taldi sig ekki geta fylgst nægi-
lega vel með stjórnmálum vegna
takmarkaðs aðgangs að upplýs-
ingum.
Bent var á að þýðingar á vef-
síðum stjórnmálaflokka þyrftu
að vera betri og endurspegla
íslenska textann í stað úrdrátta.
- ebg
Teymi um málefni innflytjenda rukkar stjórnmálaflokka um stefnu:
Eru 2,5 prósent af kjósendum
RÁÐGJAFI INNFLYTJENDA Gerður
Gestsdóttir situr í teymi um málefni
innflytjenda og stendur fyrir málþingi
um stefnu stjórnmálaflokka í þessum
málaflokki. MYND/AÐSEND