Fréttablaðið - 03.04.2014, Page 38

Fréttablaðið - 03.04.2014, Page 38
FÓLK|TÍSKA Pelargóníuex-trakt er talið geta unnið gegn veirusýkingum, bakteríusýkingum og verið styrkjandi fyrir ónæmiskerfið. Lúðvík Ásgeirsson, innkaupa- og markaðsstjóri hjá Innlandi sem flytur inn Fort Frisk, segir það borga sig að reyna Fort Frisk þegar kvef herjar á. „Fort Frisk er unnið úr pelargóníu sem er mögnuð lækninga- jurt. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á virkni pelargóníu hafa sýnt fram á að hún getur hjálpað til við bata kvefs, berkju- bólgu, ennis- og kinn- holubólgu og bólgu og sýkingar í háls- kirtlum. Hún virðist geta komið í veg fyrir að bakteríur setjist í slímhúð öndunar- vegarins og örvað ónæmiskerfið til að takast á við sýkingar,“ segir hann. Pelargónía hefur verið notuð sem lækninga- jurt í Suður-Afríku í mörg hundruð ár gegn kvefi, berkjubólgu, sýkingum í efri öndunarvegi og jafnvel berklum. „Saga jurtarinnar í Evrópu hefst með Charles Stevens sem varð veikur af berkl- um árið 1897 og var sendur til Suður-Afríku til lækninga, en þar lét náttúrulæknir hann taka inn pelargóníurót og öðlaðist hann fullan bata. Í kjöl- farið tók hann jurtina með sér heim til Englands og hóf sölu á malaðri pelargóníurót í lækninga- skyni og þá fyrst og fremst við berklum,“ segir Lúðvík. Þegar lyf höfðu verið þróuð við berklum þá má segja að pelargóníurótin hafi gleymst þar til nýlega að hún hefur aftur náð athygli manna og þá sérstaklega vegna þess að nú hafa verið gerðar vísindalegar rannsóknir á henni sem sýna fram á mikla virkni. „Pelargóníurótin virkar aðallega þegar ein- kenni hafa komið fram en fyrirbyggjandi eigin- leikar hennar hafa ekki verið staðfestir og auka- verkanir af notkun rótarinnar eru ekki þekktar.“ Fort Frisk er fáanlegt á eftirfarandi stöðum: Lyfju, Heilsuhúsunum, Lyfjavali Mjódd, Austur- bæjarapóteki, Apóteki Vesturlands, Garðs Apóteki, Apóteki Garðabæjar, Urðarapóteki, Lyfjaveri, Apótekinu, Árbæjarapóteki, Akureyrar- apóteki, Rima Apóteki, Lyfjum og heilsu, Lyfsal- anum Glæsibæ, Reykjarvíkur Apóteki, Apóteki Ólafsvíkur og Lyfjavali Álftamýri. ERTU MEÐ KVEF? INNLAND KYNNIR Viltu losna við kvefið? Þá borgar sig að prufa Fort Frisk. FORT FRISK Fort Frisk er unnið úr pelargóníu sem talin er hafa styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið. Skóhönnuðurinn Marta Jonsson, sem býr og starfar í London, rekur tólf skóverslanir á erlendri grund og hefur framleitt skó fyrir mörg af stærstu tísku- húsum heims. Hún opnaði verslun undir eigin nafni á Laugavegi 51 í fyrra. Þar gaf hún viðskiptavinum góð ráð á HönnunarMars um síðustu helgi. „Mér finnst eins og ég sé komin heim þegar ég kem í búð- ina á Laugavegi þó ég hafi verið búsett í London í yfir tuttugu ár. Ég byrjaði minn skóferil á Laugaveginum og þar á ég mínar rætur.“ Marta býður breiða skólínu fyrir konur og karla og veit upp á hár hvaða straumar og stefnur ríkja hverju sinni. „Í sumar- línunni er til dæmis mikið um gull og silfur sem fer vel með nánast hverju sem er,” segir Marta. Hún segist sjálf gefin fyrir glingur og finnst því ekki leiðinlegt að geta leyft stórum hluta af sumarlínunni að njóta sín í því líki. „Þá er bronsliturinn áberandi auk þess sem aðrir litir eru gjarnan með metaláferð,“ segir Marta. „Má þar nefna metalbleika skó en hve- nær hefur kona getað neitað sér um eitthvað bleikt á sumrin?“ Marta segir ekki spilla fyrir að skórnir eru þekktir fyrir þægindi og er tábergið til að mynda sérstaklega mjúkt. Meðfylgjandi er brot úr línunni en frekara úrval er að finna á www.martajonsson.com. SUMARIÐ GYLLT OG SILFRAÐ MARTA JONSSON KYNNIR Sumarlína skóhönnuðarins Mörtu Jonsson er að miklu leyti gull- og silfurslegin. Aðrir litir eru margir með metaláferð. Að sögn Mörtu fer þessi tíska vel við nánast hvað sem er. MARTA JONSSON Rekur tólf verslanir á erlendri grund og eina á Laugaveginum. Ástand hársins er líkt og ástand húðarinnar merki um það hvern- ig heilsu hvers og eins er háttað. Heilbrigði hársins hangir saman við heilbrigði líkamans. Frum- urnar sem hvert einasta hár er samsett úr þurfa sinn skammt af helstu næringarefnum. Til að halda hárinu fallegu, gljáandi og sterku er nauðsyn- legt að borða hollt og gott fæði og fá rétta skammta af vítamíni og steinefnum. Hér eru nokkrar fæðutegundir sem gott er að borða til að hárið líti vel út. PRÓTÍN Ef prótínið vantar í fæðuna verður hárið þurrt, veikt og stökkt. Þegar prótínskammtarnir eru orðnir mjög takmarkaðir er hætta á hárlosi. Kjúklingur, kalk- únn, fiskur, mjólkurvörur og egg eru fyrirtaks uppspretta prótíns sem og baunir og hnetur. JÁRN Járn er hárinu afskaplega mikilvægt og er skortur á því ein aðalástæða hárloss. Blóðflæði í hársekkina þarf að vera gott og ef það skerðist verður hárið líflaust. Dýraafurðir, rautt kjöt, kjúklingur og fiskur eru járnrík en grænmetisætur geta fengið sér baunir, spínat og grænt grænmeti til að fylla á járnbirgð- irnar. A-VÍTAMÍN A-vítamín er nauðsynlegt svo líkaminn geti framleitt húðfitu. Fitukirtlar í hársverðinum fram- leiða húðfituna og er hún nokk- urs konar náttúruleg hárnæring og nauðsynleg fyrir heilbrigðan hársvörð. Án hárfitunnar getur hárið orðið þurrt og kláði í hár- sverðinum orðið vandamál. Til að fá A-vítamín er gott að borða gult/appelsínugult grænmeti eins og gulrætur, grasker og sætar kartöflur. SINK OG SELEN Skortur á sinki og öðrum stein- efnum getur orsakað hárlos og þurran hársvörð. Vítamínbætt morgunkorn og heilhveiti eru góð uppspretta sinks sem og ostrur, nautakjöt og egg. E-VÍTAMÍN Sólin hefur slæm áhrif á hárið eins og húðina svo mikilvægt er að borða E-vítamínríkt fæði til að verja það. Hnetur eru góður E-vítamíngjafi en í þeim er einn- ig sink og selen. BÍOTÍN Bíotín er vatnsleysanlegt B-víta- mín. Skortur á bíotíni getur gert hárið stökkt og valdið hárlosi. Bíotínríkar fæðutegundir eru heilhveiti, lifur, egg, eggjarauða og ger. GOTT FYRIR HÁRIÐ Til að hárið verði fallegt er nauðsynlegt að borða holla fæðu. Hárið sýnir hvernig heilsunni er háttað. FALLEGT HÁR Svo hárið verði fallegt er gott að borða prótínríkt fæði og passa upp á að fá öll helstu vítamín og steinefni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.