Fréttablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 56
3. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ 44 FRUMSÝNING Nymphomaniac: Part 2 drama AÐALHLUTVERK: Charlotte Gainsbourg, Stellan Skarsgård, Shia LaBeouf, Uma Thurman, Christian Slater. Bönnuð innan 12 ára 7,2/10 72/100 69/100 Kvikmyndin Captain America: The Winter Soldier verður frum- sýnd á Íslandi á morgun, föstu- dag. Í henni þarf Captain Amer- ica, sem heitir réttu nafni Steve Rogers, að snúa aftur til starfa til að kljást við sinn öflugasta and- stæðing til þessa – The Winter Soldier, fyrrverandi útsendara Sovétríkjanna. Sebastian Stan túlkar The Win- ter Soldier, eða Vetrarhermann- inn, og undirbjó sig vel fyrir hlut- verkið. Hann æfði stíft í fimm mánuði og sökkti sér í sögubæk- urnar. „Ég dembdi mér í sögu kalda stríðsins, ég kannaði KGB. Ég horfði á alls kyns njósnamyndir og heimildarmyndir um þennan tíma og um hvað hann snerist,“ segir Sebastian. Nýja myndin gerist tveimur árum eftir atburðina í fyrri myndinni, Captain America: The First Avenger, sem frumsýnd var árið 2011. Leikarinn Chris Evans snýr aftur í hlutverki kaf- teinsins og á móti honum leikur kynbomban Scarlett Johansson. Þau skrifuðu mörg af samtölun- um sín á milli í myndinni en áður en tökur hófust höfðu þau unnið að þremur myndum saman – The Perfect Score árið 2004, The Nanny Diaries árið 2007 og The Avengers árið 2012. Jálkurinn Robert Redford leikur einnig í myndinni en hann vildi ólmur taka hlutverkið að sér því afabörnin hans eru aðdá- endur Marvel-myndasagnanna og Captain America er eins og margir vita úr myndasögunum. Myndinni var afar vel tekið á frumsýningarhelginni í Banda- ríkjunum og skilaði áttatíu milljónum dollara í kassann í miðasölutekjum, rúmum níu milljörðum króna. Utan Banda- ríkjanna þénaði hún 75,2 milljón- ir dollara fyrstu vikuna, tæplega átta og hálfan milljarð króna. Í öðrum hlutverkum eru Frank Grillo, Samuel L. Jackson, An th- ony Mackie og Dominic Cooper. liljakatrin@frettabladid.is Glímir við fyrrverandi útsendara Sovétríkjanna Captain America: The Winter Soldier verður frumsýnd á morgun. Í henni glímir kaft einninn við Vetrarher- manninn sem Sebastian Stan leikur. Hann undirbjó sig vel fyrir hlutverkið og leit til dæmis yfi r sögu KGB. ÓGURLEGUR Chris Evans snýr aftur sem Captain America. Margir aðdáendur Captain America og Chris Evans tóku andköf þegar blaðið Variety hafði eftir leikaranum að hann ætlaði að hætta að leika og einbeita sér frekar að leikstjórn. Chris mætti í þáttinn Good Morning America í vikunni og leiðrétti þennan misskilning. Sagði hann að snúið hefði verið út úr orðum hans. „Allt í einu er ég hættur að leika. Ég hef ekki í hyggju að hætta í leiklist. Þetta er frekar asnaleg staða.“ EKKI HÆTTUR Í LEIKLISTINNI 8,3/10 71/100 92/100 Leikarinn Eddie Murphy er 53 ára í dag Helstu kvikmyndir: Beverly Hills Cop, Trading Places, Coming to America og Dreamgirls. AFMÆLISBARN DAGSINS „Þessi mynd er í einu orði sagt stórfengleg. Stuttu eftir að hún hófst gleymdi ég að um ævaforna biblíusögu væri að ræða og varð spennt að vita hvernig sagan færi að lokum– þótt ég vissi það upp á hár.“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir ★★★★ ★ Noah Disney-teiknimyndin Frozen hefur halað hinn 1,072 milljarða dollara síðan hún var frumsýnd og hampar því titlinum vinsælasta teiknimynd allra tíma. Tekur Frozen titilinn af Toy Story 3 sem halaði inn 1,063 milljarða dollara árið 2010. Vinsælasta teiknimynd sögunnar Bætist í leikarahóp Taken 3 Leikarinn Jonny Weston hefur bæst í leikarahóp kvikmyndarinnar Taken 3. Leikarinn Liam Neeson snýr aftur í hlutverki Bryans Mills og munu Maggie Grace og Famke Janssen halda áfram að leika dóttur hans og konu. Þá leikur Íslandsvinurinn Forest Whitaker einnig í myndinni. Jonny leikur kærasta Maggie en annars hefur ekkert verið gefið upp um söguþráð þessarar þriðju Taken-myndar. Luc Besson framleiðir myndina og Olivier Megaton leik- stýrir en hann leikstýrði einnig Taken 2 sem var frumsýnd árið 2012. Tökur í haust Framhald af kvikmyndinni Magic Mike, Magic Mike XXL, fer í tökur í haust. Leikarinn Channing Tatum skrifar handritið ásamt Reid Carolin sem skrifaði handritið að fyrstu myndinni. Steven Soderbergh leik- stýrði þeirri fyrstu en ætlar ekki að leikstýra fleiri myndum og mun framleiða framhalds- myndina. Búist er við því að flestir leikararnir úr fyrri myndinni leiki í Magic Mike XXL. Magic Mike var frumsýnd árið 2012 og lauslega byggð á ferli Chann- ings sem karl strippari áður en hann sló í gegn í Hollywood. BÍÓFRÉTTIR … að leikkonan geðþekka Emma Stone taldi foreldra sína á að leyfa sér að byrja í leiklist með því að sýna þeim Powerpoint-sýningu. Í sýning- unni listaði hún upp kosti og galla við bransann. Sem betur fer tókst þessi brella á Emmu enda er hún ein eftirsóttasta leikkonan í Hollywood í dag. VISSIR ÞÚ...GAGNRÝNI TEIKNIMYNDIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.