Fréttablaðið - 03.04.2014, Síða 60

Fréttablaðið - 03.04.2014, Síða 60
3. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 48 SLUPPU VIÐ BÖLVUN STRÁKASVEITANNA Flestum meðlimum strákasveita sem reyna fyrir sér sem sólólistamenn eft ir að sveitirnar hætta hefur mistekist hrapallega og varla náð inn á vinsældalista með tón- list sína. Nokkur dæmi eru þó um að tónlistarmenn nái að rífa sig úr viðjum stráka- sveitanna og njóti heimsfrægðar eft ir að hveitibrauðsdögum strákabandanna lýkur. NOTTING HILL KOM HONUM Á KORTIÐ Ronan Keating hefur gefið út fjöl- margar plötur eftir að strákabandið Boyzone hætti árið 2000. Ronan náði athygli heimsbyggðarinnar þegar lag hans When You Say Noth- ing at All hljómaði í kvikmyndinni Notting Hill með Júlíu Roberts og Hugh Grant í aðalhlutverki. Ronan hefur selt rúmlega tuttugu milljónir platna á heimsvísu og muna eflaust margir eftir því þegar kauði tróð upp á Þjóðhátíð í Eyjum árið 2012. SKRAUTLEGUR FERILL Bobby Brown gerði garðinn frægan í sveitinni New Edition og sló ekki slöku við þegar hann hóf sólóferil. Platan hans Don‘t Be Cruel varð mikill hittari og innihélt hans helsta smell, My Prerogative. Bobby var kvæntur söngkonunni Whitney Houston og var einkalíf hans oft í forgrunni í fjölmiðlum en ekki tónlistin. Hann hefur unnið til Grammy-verðlauna, American-tónlistar- verðlauna og Soul Train-verðlauna og er talinn frumkvöðull Jack Swing-tónlistar sem er sambland af hip hop-i og R&B. KOMST Í HEIMSMETABÓK GUINNESS Robbie Williams hætti í strákasveitinni Take That árið 1995 og olli miklu upp- námi árið 1999 þegar hann tróð upp í Laugardalshöll og hætti í miðjum tónleikum eftir að plastflösku var hent í átt til hans á sviðinu. Hann hefur selt rúmlega sjötíu milljónir platna um heim allan og er í hópi söluhæstu tónlistar- manna allra tíma. Hann er söluhæsti breski sólólistamaður í Bretlandi og árið 2006 fékk hann pláss í Heimsmetabók Guinness fyrir að selja 1,6 milljónir miða á tónleikaferðalag sitt Close Encounters á einum degi. Þá hefur hann einnig hlotið sautján Brit-verðlaun, fleiri en nokkur annar listamaður. ALLTAF Á TOPPNUM Hljómsveitin Wham! hætti árið 1986 og George Michael og Andrew Ridgeley fóru hvor í sína áttina. Andrew gekk ekkert í tónlistinni eftir það en sama er ekki hægt að segja um George. Hann hefur selt rúmlega hundrað milljónir platna á heims- vísu en fyrsta sólóplata hans, Faith, seldist í rúmlega tuttugu milljónum eintaka. Hann hefur komið sjö smáskífum á topp vinsældalista í Bretlandi og átta á toppinn á Billboard Hot 100-listann. Þá hefur hann unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal tvennra Grammy-verðlauna, þrennra Brit-verðlauna og fernra MTV Video Music-verðlauna. EKKI BARA TÓNLISTARMAÐUR Verðandi Íslandsvinurinn Justin Tim- berlake státar af einum farsælasta sólóferlinum eftir að hljómsveitin ’N Sync hætti árið 2002. Síðan þá hefur hann gefið út hvern smellinn á fætur öðrum, unnið til níu Grammy-verð- launa og meira að segja gert garðinn frægan sem leikari í bíómyndum á borð við The Social Network, Bad Teacher og Inside Llewyn Davis. KONUNGUR POPPSINS Það tæki heila bók að rekja frægðarferil Michaels Jackson úr Jackson 5 enda er hann alltaf kallaður konungur poppsins. Platan hans Thriller frá árinu 1982 er mest selda plata allra tíma og setti Michael fjölmörg met áður en hann lést árið 2009. Hann vann til 26 American Music-verðlauna, fleiri en nokkur annar listamaður og náði þrettán smáskífum á topp vinsældalista í Bandaríkjunum. FIMM VERSTU SÓLÓFERLARNIR ABZ LOVE– 5IVE Þegar 5ive lagði upp laupana árið 2001 var Abz sá eini sem hóf sólófer- il og gaf út plötuna Abstract Theory. Hún náði 29. sæti á vinsældaristum í Bretlandi. MARK OWEN– TAKE THAT Barnslegt andlit hans náði ekki að selja þær fjórar plötur sem hann hefur gefið út af neinu viti. Lögin Child og Clementine eru líklega hvað þekktust eftir hann. BRIAN HARVEY– EAST 17 Brian gaf aðeins út eina hræðilega plötu, Solo, árið 2001 og fékk hún hræðilega dóma. BRIAN MCFADDEN– WESTLIFE Brian dýfði sér í indítónlist en plöturnar hans fjórar hafa ekki notið mikillar velgengni. JOE JONAS– JONAS BROTHERS Sólóplötunni hans, Fastlife, var frestað ítrekað en hún kom loksins út árið 2011 og náði ekki flugi. Á HVERJUM FIMM SEKÚNDUM... … er 1.250 lögum hlaðið niður úr verslun iTunes … selur Amazon vörur fyrir tæplega sjö þúsund dollara, tæplega átta hundruð þúsund krónur … eru 35 LEGO-kassar seldir einhvers staðar í heiminum … eru næstum því tvær Barbie-dúkkur seldar. … þénar Nike rétt rúmlega þrjú þúsund dollara, rúmlega þrjú hundruð þúsund krónur … eru um það bil 3.150 áldósir endurunnar … eru um það bil 4.656 olíutunnur notaðar Save the Children á Íslandi Fræðslusjóður brunamála Mannvirkjastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Fræðslusjóði brunamála Markmið sjóðsins er að stuðla að aukinni þekkingu þeirra sem starfa að brunamálum á sviði brunavarna og slökkviliðsstarfa. Sjóðurinn greiðir styrki til rann- sóknar- og þróunarverkefna, námskeiðsgjöld, ferða- og dvalarkostnað, laun á námstíma og styrki vegna námskeiða og endurmenntunar. Mannvirkjastofnun annast úthlutun styrkja í samræmi við verklagsreglur um sjóðinn. Sjóðurinn hefur til umráða 3,5 millj. kr. og mun 60% til 90% verða ráðstafað til slökkviliða og til einstakra slökkviliðsmanna. Aðrir aðilar sem vinna að brunamálum eiga kost á 10% til 40% af ráðstöf- unarfé sjóðsins. Umsóknir merktar „Fræðslusjóður brunamála 2014“ skal senda til Mannvirkjastofnunar, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík, fyrir 17. apríl 2014 á eyðublöðum sem fást á mvs.is. Athygli er vakin á því að styrkveiting fellur úr gildi ef styrkur er ekki nýttur innan tveggja ára frá veitingu. Nánari upplýsingar veitir Pétur Valdimarsson (petur@mvs.is). Mannvirkjastofnun Skúlagata 21 101 Reykjavík Sími 591 6000 Fax 591 6001 www.mvs.is Skrifstofan er opin kl. 8.30-16 virka daga.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.