Fréttablaðið - 03.04.2014, Page 70

Fréttablaðið - 03.04.2014, Page 70
3. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 58 „Þessi mynd er um fatlaðan strák sem tekur þátt í Iron Man-þríþraut- inni og er byggð á sannsögulegum atburðum,“ segir tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson en hann samdi tónlistina við frönsku kvikmyndina De Toutes Nos Forces, sem frum- sýnd var í Frakklandi í síðustu viku. Á fyrstu fjórum sýningardög- unum sáu yfir 190.000 manns myndina, sem gerir hana að fjórðu aðsóknarmestu kvikmynd Frakk- lands í síðustu viku. „Það er ekkert planað eins og er,“ segir Barði spurður út í fleiri kvik- myndatónlistarverkefni. Fyrir utan þessa miklu velgengni í kvikmyndatónlistarheiminum var Barði að koma heim úr tónleikaferð um Kína með hljómsveit sinni, Bang Gang. „Þetta gekk vonum framar og það var fullt á öllum tónleikum,“ segir Barði aðspurður um tónleika- ferðalagið. Bang Gang kom fram á sjö tónleikum í sjö borgum í Kína og var uppselt á alla tónleika ferðalags- ins. Barði segir að vinsældir sveit- arinnar hafi komið skemmtilega á óvart. „Ég vissi að það væri einhver hópur sem myndi mæta, en átti ekki von á að svona mörgum, til dæmis voru 1.200 manns í Peking,“ segir- Barði og bætir við: „Þetta var ævin- týri og Kínverjar eru hressandi.“ Barði vinnur nú hörðum höndum að því að klára fyrstu plötu Starwal- ker sem er dúett hans og Jean-Beno- it Dunckel úr Air. Þá er ný Bang Gang-plata væntanleg á árinu auk þess sem Barði er að hefja vinnu við stórt klassískt verk sem fyrirhugað er að frumflytja 2015. - glp 190.000 manns sáu myndina á fj órum dögum Kvikmyndin De Toutes Nos Forces er vinsæl í Frakklandi en Barði Jóhannsson samdi tónlistina. ALLT FULLT Í KÍNA Barði seldi upp á alla tónleika sína á tónleikaferðalagi um Kína. MYND/JEANEEN LUND Mín uppáhaldsbíómynd í dag er Hross í oss því hún er falleg, flott handrit, vel leikin og leikstjórn góð og myndin er eitthvað svo sönn. Takk fyrir mig. Áfram Ísland! Bryndís Ásmundsdóttir, söng- og leikkona. BÍÓMYNDIN „Mig langar að hjálpa til við að opna augu heimsins fyrir íslensk- um leikurum, leikstjórum og listafólki,“ segir Gísli Örn Garð- arsson, en hann hefur gengið frá samkomulagi við Borgarleikhúsið um samstarf þar sem markmiðið er að stuðla að inn- og útflutningi á leiklist og leiklistarfólki. „Ég vil leggja mitt af mörkum við þetta verkefni,“ segir Gísli Örn en hann mun efla samstarf um gestaleiki milli íslenskra leik- húsa og leikhúsa erlendis. „Ég hef byggt upp ákveðið tengslanet úti og vildi nýta það til þess að efla íslenskt leikhússtarf,“ segir Gísli en ásamt því að vera einn af fjórum föstum leikstjór- um við Þjóðleikhúsið í Ósló þá er hann listrænn ráðunautur hjá Young Vic og Royal Court-leikhús- inu í London. „Það er svo mikið af spennandi hugmyndum í gangi á Íslandi,“ segir Gísli sem er strax byrjaður að vinna að markmiðinu. „Það er margt í pípunum.“ - bþ Flytur íslenskt leikhús út í heim Gísli Örn Garðarsson vill leggja lóð sín á vogarskálarnar við að kynna íslenskt leikhúsfólk fyrir heiminum í komandi samstarfi við Borgarleikhúsið. VILL HJÁLPA TIL Gísli Örn hefur mikla trú á íslensku leikhúsfólki. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Firði Hafnarfirði Sími 555 6655 - 662 5552 • kokulist@kokulist.is /Kokulist „Ég kann mjög vel við mig hérna,“ segir hin 23 ára Sigrún Eva Jóns- dóttir en hún er búsett í New York þar sem hún starfar sem fyrir- sæta. „Það er samt gott að taka pásur inn á milli til þess að koma heim til Íslands og ná sér niður á jörðina,“ segir Sigrún Eva en hún var einmitt stödd hér á landi um síðustu helgi þar sem hún tók þátt í Reykjavík Fashion Festi- val. „Það var rosalega gaman en líka rosalega mikil vinna,“ segir Sigrún Eva sem gekk sýningar- pallinn fyrir fimm mismunandi hönnuði. „Það var ekki mikið sofið,“ segir Sigrún Eva og hlær. „Það var smá skrítið að koma heim í svona þunga vinnuferð,“ segir Sigrún Eva en hún lenti á fimmtu- deginum og fór strax í mynda- töku fyrir Smáralindarblaðið og mátun fyrir RFF. „Síðan sýndi ég fyrir Hildi Yeoman á föstudagskvöldinu,“ segir Sigrún Eva. „Á laugardag- inn sýndi ég síðan fyrir Cinta- mani, Farmers Market, Magneu og REY,“ segir Sigrún Eva sem hafði varla tíma til þess að setj- ast niður og anda. Fyrirsætuferill Sigrúnar hófst óvænt þegar hún var sautján ára og stödd í New York ásamt for- eldrum sínum. „Ég var í H&M þegar það kemur einhver kona upp að mér og vildi fá mig á skrá sem fyrirsætu,“ segir Sig- rún Eva en konan var útsendari fyrir umboðsskrifstofu Wilhelm- ina Models þar sem Sigrún Eva starfar í dag. „Ég var ennþá í menntaskóla á þessum tíma þannig að ég var send í sumarfríinu árið eftir til Kóreu til þess að byrja að vinna,“ segir Sigrún Eva. „Til þess að fá vinnuleyfi í Bandaríkjunum þarf maður víst að safna ákveð- inni reynslu og hafa starfað áður sem fyrirsæta,“ segir Sigrún Eva en hún var send til Kóreu í þeim tilgangi að sitja fyrir á auglýsing- um sem birtust í kóreskum tíma- ritum. „Þetta var rosalega fyndið,“ segir Sigrún Eva. „Ég vissi voða- lega lítið um Kóreu,“ segir Sig- rún Eva en hún þurfti að taka úr ferðatöskunni á flugvellinum vegna yfirþyngdar. „Mamma hafði pakkað svo miklu nesti fyrir mig,“ segir Sigrún Eva og hlær. „Ég var þar í 2 mánuði áður en ég flutti síðan aftur heim til þess að klára skólann,“ segir Sigrún Eva sem flutti eftir framhalds- skólann til New York þar sem hún hefur búið í næstum því 3 ár. „New York er algjör suðupottur af alls kyns fólki, mér finnst það frábært,“ segir Sigrún Eva sem heldur samt góðu sambandi við vini og fjölskyldu á Íslandi. „Ég tala við mömmu og pabba á næstum því hverjum degi og held góðu sambandi við vinkonurnar heima,“ segir Sigrún Eva. Varðandi framtíðina segir Sig- rún Eva hana vera algjörlega óráðna. „Ég hef svona verið að gæla við þá hugmynd að læra leiklist,“ segir Sigrún Eva sem hefur einnig þann möguleika að flytja til Evrópu til þess að vinna. „Líf mitt er einhvern veginn óskipulagshæft,“ segir Sig- rún Eva og hlær. „Ég get aldrei skipulagt neitt lengra en mánuð fram í tímann.“ baldvin@frettabladid.is Byrjaði allt í H&M Sigrún Eva Jónsdóttir vakti mikla athygli á Reykjavík Fashion Festival. Hún byrjaði óvænt í fyrirsætubransanum og var send til Kóreu í sitt fyrsta verkefni. STÓRBORGIN HEILLAR Sigrún Eva kann vel við sig í New York. MYND/EINKASAFN Ég var ennþá í menntaskóla á þessum tíma þannig að ég var send í sumarfríinu árið eftir til Kóreu til þess að byrja að vinna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.