Fréttablaðið - 24.04.2014, Side 4
24. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
10.495 fýlar (eða múkkar)
voru veiddir á Íslandi árið 2000.
Síðan hefur veiði minnkað jafnt og
þétt og hefur verið um 3.000 fuglar
undanfarin ár.
FERÐAÞJÓNUSTA Hótel á höfuðborg-
arsvæðinu voru að meðaltali rekin
með tapi á tímabilinu 2009-2012.
Einungis 40 prósent þeirra skiluðu
hagnaði árið 2012 samanborið við
70 prósent hótela á landsbyggðinni.
Þetta kemur fram í nýrri úttekt
KPMG á arðsemi í hótelrekstri
hér á landi sem fyrirtækið kynnti
í gær.
Þar er greint frá afkomu hótel-
geirans og þeirri staðreynd að
helmingur hótela höfuðborgar-
svæðisins var með neikvætt eigið
fé árið 2012 samanborið við 43
prósent á landsbyggðinni. Á sama
tíma og afkoma hótela á höfuðborg-
arsvæðinu var að jafnaði léleg var
herbergjanýting
þar talsvert betri
en annars staðar
á landinu.
„Það er alveg
ljóst að ef við
ætlum að taka
á móti þessum
mik la fjölda
ferðamanna þá
þarf að byggja
upp og kosta til og þá eru menn oft
með neikvætt eigið fé til að byrja
með. En við erum að sjá aukningu
og nýtingin er að batna,“ segir
Helga Árnadóttir, framkvæmda-
stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
(SAF).
„Það að byggja upp og fjölga hót-
elum kallar á miklar fjárfestingar
yfir skamman tíma. Lykilatriðið er
þessi fjölgun ferðamanna yfir allt
árið sem býr til grundvöll fyrir
bætt rekstrarumhverfi og þá verð-
ur hægt að horfa til þeirra mark-
hópa sem gefa meira af sér,“ segir
Helga.
Í úttekt KPMG er bent á að mun
fleiri hótelrekendur á höfuðborg-
arsvæðinu leigja húsnæði undir
starfsemi sína en kollegar þeirra á
landsbyggðinni. Samkeppni um vel
staðsett húsnæði í góðu ásigkomu-
lagi sé mikil og leiguverð því hærra
en annars staðar. KPMG telur háan
húsnæðiskostnað og meiri verð-
samkeppni í borginni líklegar
ástæður fyrir verri afkomu hótela
á höfuðborgarsvæðinu.
„Þar er einnig búið að byggja
mikið af þriggja og fjögurra
stjörnu hótelum sem kalla á meiri
fjárfestingar en þær framkvæmdir
sem oft hefur verið farið í á lands-
byggðinni. Við erum að gera okkur
gildandi sem heilsársáfangastað og
þá þarf að kosta til,“ segir Helga.
haraldur@frettabladid.is
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
SEGLAGERÐIN ÆGIR
Þar sem ferðalagið byrjar
FERÐAVAGNAR
Þýsk
gæði
SJÁVARÚTVEGUR Hafnarfjarðarbær metur tap
vegna framsals aflaheimilda skipsins Þórs–
HF 4 frá sveitarfélaginu á 140 milljónir króna
hið minnsta. Bæjaryfirvöld áskilja sér ský-
lausan rétt til að leita réttar síns, enda eigi
bærinn fortakslausan forkaupsrétt að skipinu
og aflaheimildum þess.
Þetta kemur fram í drögum að svarbréfi
Hafnarfjarðarbæjar til atvinnu- og nýsköpun-
arráðuneytisins, sem fer fram á það við bæj-
aryfirvöld að þau rökstyðji það sjónarmið að
með því að umræddar aflaheimildir hverfi úr
bæjarfélaginu fylgi verulega neikvæð áhrif í
atvinnu- og byggðarlegu tilliti.
Í bréfinu er útlistað að þau 4.800 þorsk-
ígildistonn sem um ræðir hefðu þýtt vinnu
fyrir 65 manns í fiskvinnslu í landi, auk þess
sem sjómenn á línuskipi og þremur til fjórum
minni bátum gætu haft umtalsverðar tekjur
af vinnslu þessa afla. Miðað við þessar for-
sendur og fleiri telur sveitarfélagið sig tapa
140 milljónum króna, og er þá ekki tekið til-
lit til tekna sem tengjast frekari uppbygg-
ingu Hafnarfjarðarhafnar og hafnsækinnar
starfsemi í tengslum við breytta útgerð. Þá
séu ekki heldur reiknuð gjöld af fyrirtækjum,
svo sem útsvar og fasteignagjöld.
- shá
Hafnarfjarðarbær mun ef þörf krefur höfða dómsmál vegna kvótasölu frá togaranum Þór-Hf 4:
Telja höggið vera 140 milljónir hið minnsta
➜ Hvert er þitt viðhorf til
núverandi hugmynda
um náttúrupassa?
35
%
15
%
50%
Mjög jákvætt/
frekar jákvætt
Frekar neikvætt/
mjög neikvætt
Hlutlaus
Sex af hverjum tíu hótelum
í borginni skiluðu tapi 2012
Á höfuðborgarsvæðinu voru hótel að meðaltali rekin með tapi frá 2009-2012. Árið 2012 skiluðu einungis 40%
þeirra hagnaði samanborið við 70% á landsbyggðinni. Búa við hærri húsnæðiskostnað og meiri samkeppni.
HAFNARFJARÐARHÖFN Fjórir til fimm bátar gætu
fengið verkefni við að veiða kvótann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Helmingur hótelrekenda er mjög
eða frekar neikvæður í garð hug-
mynda stjórnvalda um náttúru-
passa, samkvæmt nýrri könnun
KPMG sem greint er frá í úttekt
fyrirtækisins. Um 35 prósent
sögðust mjög eða frekar jákvæð
í garð passans en 15 prósent
voru hlutlaus.
„Ákveðið vantraust virðist
vera í hópi aðila ferðaþjónust-
unnar, sem er ef til vill eðlilegt
þar sem enn er margt óljóst
um framkvæmd gjaldtöku og
útdeilingar fjármuna í tengslum
við náttúrupassann,“ segir í
úttekt KPMG.
Neikvæðir í garð náttúrupassa
HÓTEL RÍS VIÐ
HÖFÐATORG
Gert er ráð fyrir
að hótelher-
bergjum muni
fjölga um 30
prósent til árs-
loka 2015.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
HELGA
ÁRNADÓTTIR
Ingibjörg Karlsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
SUMRIÐ HEILSAR með nokkrum ágætum að þessu sinni. Vindur verður fremur
hægur og hiti víða á bilinu 8 til 14 stig. Norðanlands verður bjart eða bjart með
köflum en skúrir sunnan og vestan til með sólarglennum á milli skúra.
8°
3
m/s
9°
5
m/s
10°
7
m/s
8°
10
m/s
Hæg
breytileg
átt.
Hægur
eða
fremur
hægur
vindur.
Gildistími korta er um hádegi
15°
28°
14°
19°
16°
9°
21°
10°
10°
22°
18°
23°
24°
23°
24°
21°
11°
23°
10°
5
m/s
8°
7
m/s
10°
4
m/s
7°
5
m/s
14°
2
m/s
11°
2
m/s
6°
8
m/s
10°
8°
7°
6°
10°
9°
11°
4°
9°
6°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
LAUGARDAGUR
Á MORGUN
KJARAMÁL „Mikið ber á milli
samningsaðila og hefur Ríkis-
sáttasemjari frestað viðræðum
um óákveðinn tíma,“ segir í til-
kynningu sem Kristján Jóhanns-
son, formaður Félags flugvallar-
starfsmanna ríkisins, sendi frá
sér í gærkvöld.
Samninganefndir þriggja félaga
sem eiga starfsmenn á flugvöll-
um lögðu fram „tillögur til lausn-
ar á kjaradeilunni“ á fundi með
samninganefnd Samtaka atvinnu-
lífsins og Isavia í gær.
„Annars vegar var lögð fram til-
laga um launaflokkabreytingar
og eins prósentuhækkanir á
launatöflu. Hins vegar var lagt
fram tilboð sem gilda myndi til
2016. Tilboðinu er ætlað að skapa
starfsfrið og leiðrétta misræmi
milli starfsmanna,“ segir í til-
kynningu Kristjáns, sem kveður
tilboðunum hafa verið hafnað.
„Viðtökur SA/Isavia á hug-
myndum félaganna koma á óvart
en svo virðist sem samnings-
vilja skorti hjá ríkishlutafélaginu
Isavia.“
Boðað er til ótímabundins verk-
falls frá og með 30. apríl semjist
ekki fyrir þann tíma. - gar
Frestun í flugvallardeilunni:
Isavia hafnaði
tilboði í gær
KRISTJÁN JÓHANNSSON Formaður
flugvallarstarfsmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL