Fréttablaðið - 24.04.2014, Side 6

Fréttablaðið - 24.04.2014, Side 6
24. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvaða fyrirtæki hefur undirritað samning um smíði þjónustuskips sem knúið er til jafns af olíu og rafmagni? 2. Hvað heitir liðið sem Ólafur Krist- jánsson mun þjálfa næsta tímabil? 3. Hvernig bækur vilja bókasafnsfræð- ingar gera aðgengilegri? SVÖR: 1. Fáfnir Off shore. 2. FC Nordsjælland. 3. Rafbækur. Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus Andaðu með nefinu Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, erfiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. VINNUMARKAÐUR „Þetta þokast en gengur hægt,“ sagði Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, þegar hann var á leið á fund með samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær. Kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaganna var vísað til Ríkissátta- semjara 18. mars. Þá höfðu samningavið- ræður staðið í nokkra mánuði. Grunnskólakennarar vilja að laun þeirra hækki um allt að 30 prósent á samningstímanum en rætt hefur verið um að samið verði til ársins 2017. Grunnskólakennarar hafa verið samn- ingslausir í um tvö ár og eru orðnir lang- þreyttir á hversu hægt gengur að semja. Stjórn Skólastjórafélags Íslands skor- aði í gær á Samband íslenskra sveitar- félaga að semja strax við grunnskóla- kennara. Laun þeirra hafi dregist aftur úr sambærilegum stéttum og séu með öllu óásættanleg. „Nú neyðast kennar- ar til að undirbúa aðgerðir til að sækja sjálfsagðar leiðréttingar á launakjörum,“ segja skólastjórar. Akvæðagreiðslu kennara um verkfall þrjá daga í maí, þann 15., 21. og 27. maí lýkur á þriðjudag. - jme Atkvæðagreiðsla um þriggja daga verkfall í grunnskólunum í maí stendur yfir og lýkur á þriðjudag: Samningum grunnskólakennara miðar lítt ÚTIVIST Þúsundir renndu sér á skíð- um um páskana í Hlíðarfjalli fyrir norðan, Tungudal og Seljalandsdal fyrir vestan og í Oddskarði fyrir austan þar sem besta veðrið var. „Við erum himinlifandi. Loksins kom sól á Austurlandi. Það er búið að vera skýjað mestallan veturinn og lítið hægt að hafa opið,“ segir Dagfinnur Smári Ómarsson, for- stöðumaður skíðasvæðisins í Odd- skarði, þar sem um eitt þúsund manns að meðaltali renndu sér á hverjum degi alla páskana. Dagfinnur segir marga hafa komið frá Reykjavík og að norðan og skemmt sér á skíðum með heima- mönnum. „Ég held að allir hafi feng- ið að sofa einhvers staðar.“ Þótt ekki hafi verið fengin hljóm- sveit frá Týról til að skemmta mönn- um um páskana eins og gert hefur verið þrisvar sinnum áður, var leik- in tónlist frá svæðinu í brekkunum. „Síðast þegar hljómsveit kom hingað frá Týról var árið 2010. Núna fengum við tónlistina af Spotify. Við reynum svo að fara í týrólabún- inga,“ segir Dagfinnur og bætir því við að brettakvöld, flugeldasýning og páskaeggjamót hafi notið mikilla vinsælda gesta í Oddskarði. Guðmundur Karl Júlíusson, for- stöðumaður skíðasvæðisins í Hlíð- arfjalli, segir menn þar sæmilega sátta með páskavertíðina. „Maður glímir aldrei við veðrið. Við urðum að hafa lokað á föstudag- inn langa, laugardag og mestallan páskadag vegna suðvestanáttar, sem hefur ekki látið sjá sig hér í allan vetur nema þessa þrjá daga. Hér var hins vegar opið á skírdag og annan í páskum og þá renndu sér um 2.000 manns hvorn daginn. Það voru óvenjumargir hér á annan í páskum en menn komu snemma þann dag til að geta rennt sér áður en þeir héldu heim á leið.“ Skíðavikan á Ísafirði tókst ljóm- andi vel, að sögn Gauts Ívars Hall- dórssonar, forstöðumanns skíða- svæðisins. „Það var að vísu lokað hér á föstudaginn vegna leiðindaveðurs. Það gekk svo á með éljum á laugar- dag og sunnudag en það var bjart á milli og hægt að hafa opið. Um venjulegar helgar eru hér 200 til 300 manns og í mesta lagi 400 á skíðum en núna voru að meðaltali um 800 manns í brekkunum í Tungudal og Seljalandsdal þessa daga sem opið var. Þetta er mikil lyftistöng fyrir okkur. Hér gátu menn skíðað á dag- inn og farið á tónleika á kvöldin,“ segir Gautur. Skíðasvæðin á höfuðborgarsvæð- inu voru lokuð alla páskana vegna veðurs. ibs@frettabladid.is Týrólatónar léku um skíðafólk í Oddskarði Sól og blíða var í Oddskarði um páskana. Týrólatónlist, flugeldasýning og páska- eggjamót. Suðvestanátt setti strik í reikninginn í Hlíðarfjalli þar sem lokað var í þrjá daga. Maður glímir ekki við veðrið, segir forstöðumaður skíðasvæðisins. Í HLÍÐARFJALLI Þar var aðeins opið á skírdag og annan í páskum auk nokk- urra klukkustunda á páskadag. MYND/MYNDASAFN HLÍÐARFJALLS DAGFINNUR SMÁRI ÓMARSSON HEILBRIGÐISMÁL Anna Rós Jóhann- esdóttir, yfirfélagsráðgjafi Land- spítala og Gunnlaug Thorlacius félagsráðgjafi hafa fengið 500 þús- und króna styrk úr Minningarsjóði Ólafíu Jónsdóttur til að rannsaka árangur FMB-teymis á göngudeild Geðsviðs LSH. „FMB-teymið er eitt af sér- hæfðum teymum geðsviðs þar sem unnið er með foreldrum og börnum upp að eins árs aldri með það að markmiði að styrkja tengsl og draga úr áhrifum veikinda innan fjölskyldunnar,“ segir í til- kynningu. Styrkurinn var veittur á aðalfundi Geðverndarfélags Íslands fyrr í mánuðinum. - óká Rannsaka árangur teymis: Fengu hálfa milljón í styrk FENGU STYRK Gunnlaug Thorlacius og Anna Rós Jóhannesdóttir fengu styrk úr Minningarsjóði Ólafíu Jónsdóttur. HÆGAGANGUR Samningaviðræður grunnskólakennara og sveitarfélaganna ganga hægt. Kennarar hafa verið samnings- lausir í á þriðja ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HEILBRIGÐISMÁL Gunnlaug Thor- lacius, félagsráðgjafi á geðsviði Landspítala – háskólasjúkrahúss, hefur verið kosin formaður Geð- verndarfélags Íslands. Áður hafði dr. Eydís K. Sveinbjarnardóttir geðhjúkrunarfræðingur gegnt for- mennsku. Gunnlaug segir að verkefni nýrrar stjórnar verði að leggja enn meiri áherslu en fyrr á forvarnar- starf, sérstaklega með börnum geðsjúkra foreldra. Hún segir að félagið verði einnig að beita sér í búsetumálum geðfatlaðra. „Að lokum er mikilvægt að hefja sam- tal um skýra löggjöf þar sem rétt- ur barna sem eiga foreldra sem glíma við alvarlega sjúkdóma er tryggður,“ segir hún. - fb Geðverndarfélag Íslands: Nýr formaður MENNING Safnahúsið við Hverfis- götu, áður Þjóðmenningarhúsið, sem var vígt 28. apríl 1909 hefur nú fengið sitt gamla nafn aftur. Unnið er að grunnsýningu um íslenska listasögu og sjónræn- an menningararf sem opna á í Safnahúsinu haustið 2014. Í tilkynningu segir að það sé í anda samstarfs nokkurra stofn- ana sem að sýningunni standi að nafnbreytingin verði nú. Stofnan- irnar eru Þjóðminjasafn Íslands, sem sér um rekstur hússins, Listasafn Íslands, Náttúruminja- safn Íslands, Þjóðskjalasafn Íslands, Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. - fb Endurheimtir gamla nafnið: Heitir núna Safnahúsið STJÓRNMÁL Aukakjördæmaþing Framsóknarflokksins í Reykja- vík fer fram í dag. Á þinginu verður kynntur nýr framboðs- listi Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosn- ingar. Guðni Ágústs- son, fyrrver- andi ráðherra, hefur verið orð- aður við odd- vitasæti listans. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Guðni hafa fengið umboð til að velta fyrir sér fólki á listanum og málefnum flokks- ins í komandi kosningabaráttu. Hann vill gera flugvöllinn í Vatnsmýri að kosningamáli og segir núverandi borgaryfirvöld hafa þrengt um of að einkabíln- um. - ssb Framboðslistinn kynntur: Guðni leysir frá skjóðunni í dag GUÐNI ÁGÚSTSSON VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.