Fréttablaðið - 24.04.2014, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 24. apríl 2014 | FRÉTTIR | 9
STJÓRNSÝSLA Fulltrúar mennta-
málaráðuneytisins og Land-
búnaðarháskólans á Hvanneyri
(LbhÍ) mæta til fundar við fjár-
laganefnd Alþingis öðrum hvor-
um megin við næstu mánaðamót,
að sögn Haraldar Benediktsson-
ar, þingmanns Sjálfstæðisflokks
í Norðvesturkjördæmi. Haraldur,
sem sæti á í nefndinni, vonast til
að þá fáist skýrari mynd af stöðu
skólans.
Haraldur segist frá upphafi
hafa talað fyrir því að skoðað-
ar yrðu fleiri leiðir en samein-
ing LbhÍ við Háskóla Íslands.
„Þar voru boðnir fram mjög
miklir peningar í uppbyggingu
og í aukin framlög og þá vakna
spurningar um hvaða greiningar
lágu þar að baki, hvaða forgangs-
röðun var á þessum verkefn-
um og hvers vegna peningarnir
hverfa ef hugmyndir ráðherrans
ná ekki fram að ganga og þá
snúið í þveröfuga átt og talað um
niðurskurð,“ segir Haraldur og
kveður sína skoðun að „mjög illa“
hafi verið haldið á málinu, og það
þótt í hlut eigi flokksbróðir hans,
Illugi Gunnars son menntamála-
ráðherra.
Afstaða þeirra þingmanna
kjördæmisins sem látið hafa sig
málefni LbhÍ varða sé hins vegar
enn skýr og í þá átt að verja skól-
ann í kjördæminu. Snýst um það,
á mannamáli. „Ég hef ekki heyrt
á norðvesturþingmönnum nein
mismunandi sjónarmið í þessum
efnum.“
Umræðan um sameiningu við
Háskóla Íslands gjaldi fyrir það
að stjórnvöld hafi áður komið
fram með fyrirætlanir á fjár-
framlögum um uppbyggingu á
landsbyggðinni. „Og svo sitja
landsbyggðarmenn ævinlega uppi
með svartapétur þegar þarf að
fara skera niður.“ Ljóst er að mati
Haraldar að áætlanir um sam-
einingu við HÍ hafi ekki miðað
að aukinni hagræðingu því henni
hefði fylgt stóraukinn kostnaður,
svo sem í hærri launum til pró-
fessora og kennaraliðs við LbhÍ.
Fjárhagsáætlun sem LbhÍ skil-
aði til menntamálaráðuneytisins
um síðustu mánaðamót og gerir
ráð fyrir fækkun um 15 stöðu-
gildi hefur enn ekki fengið uppá-
skrift í ráðuneytinu.
Þrátt fyrir ítrekaða eftir-
grennslan hafa ekki borist svör
frá menntamálaráðuneytinu um
stöðu málsins. olikr@frettabladid.is
Spurn-
ingar [vakna]
um hvaða
greiningar
lágu þar að
baki, hvaða
forgangsröðun
var á þessum verkefnum
og hvers vegna pening-
arnir hverfa ef hugmyndir
ráðherrans ná ekki fram
að ganga og þá snúið í
þveröfuga átt og talað um
niðurskurð.
Haraldur Benediktsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokks
í Norðvesturkjördæmi
LBHÍ Á HVANNEYRI Haraldur Benediktsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis,
segir LbhÍ burðast með óhagkvæmt húsnæði sem hann þurfi að leigja af ríkinu. Þar
sé eitt svið þar sem hjálpa megi skólanum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Vonast eftir svörum frá skóla
og ráðuneyti um stöðu LBHÍ
Menntamálaráðuneytið hefur enn ekki afgreitt fjárhagsáætlun Landbúnaðarháskóla Íslands. Áætlunin gerir
ráð fyrir miklum niðurskurði. Haraldur Benediktsson þingmaður vonast til að mál skólans skýrist á næstunni.
HEILBRIGÐISMÁL Nú stendur yfir
evrópsk bólusetningarvika á
vegum Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar (WHO). Mark-
miðið er að upplýsa almenning um
mikilvægi bólusetninga til verndar
gegn smitsjúkdómum.
Gærdagurinn var tileinkaður
bólusetningum unglinga. Til
dæmis eru allar tólf ára stúlkur
bólusettar gegn HPV-veirunni til
að verjast leghálskrabbameini. Þá
verða dagar tileinkaðir fullorðnum
og öldruðum. - ssb
Bólusetja gegn HPV-veirunni:
WHO minnir á
bólusetningar
BÓLUSETNING Vörn gegn smitsjúk-
dómum. NORDICPHOTOS/AFP
TYRKLAND Recep Tayyip Erdogan,
forsætisráðherra Tyrklands, vott-
aði í gær samúð sína afkomendum
þeirra Armena, sem Tyrkir myrtu
í stórum stíl á árum fyrri heims-
styrjaldarinnar.
Þetta er í fyrsta sinn sem tyrk-
neskur ráðamaður vottar Armen-
um samúð sína vegna fjöldamorð-
anna, en neitar þó enn að tala um
þjóðarmorð í þessu samhengi.
Í dag eru 99 ár liðin frá því nauð-
ungarflutningar Armena hófust.
Armenar hafa lengi krafist þess að
Tyrkir viðurkenndu þjóðarmorð. - gb
Þjóðarmorðs minnst:
Erdogan vottar
samúð sína