Fréttablaðið - 24.04.2014, Blaðsíða 20
24. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 20
f
sam
s
Akranes er stærsta sveitarfélagið í
NV-kjördæmi. Íbúar sveitarfélags-
ins voru 6.699 þann 1. janúar síðast-
liðinn og hefur þeim fjölgað lítið en
jafnt undanfarin tíu ár. Á kjörskrá í
sveitarstjórnarkosningum þann 31.
maí verða 4.797 kjósendur.
Fimm framboð hafa tilkynnt
framboð til sveitarstjórnar, Sjálf-
stæðisflokkurinn, Frjáls með Fram-
sókn, Samfylkingin, Vinstri græn
og Björt framtíð. Björt framtíð er
nýtt framboð á sveitarstjórnarstig-
inu og mun bjóða fram vítt og breitt
um landið.
Eftir síðustu sveitarstjórnar-
kosningar mynduðu Framsóknar-
flokkurinn, Samfylkingin og VG
meirihluta í bæjarstjórn Akraness.
Ráðinn var ópólitískur bæjarstjóri,
Árni Múli Jónasson. Í lok árs 2012
hætti Árni Múli störfum sem bæjar-
stjóri á Akranesi vegna samstarfs-
örðugleika og samskiptavandamála
við bæjarstjórn Akraness. Regína
Ásvaldsdóttir var þá ráðinn sem
bæjarstjóri og hefur hún gegnt
stöðu bæjarstjóra síðan. Bæjar-
stjórn ber traust til Regínu og er
vilji til þess innan þriggja framboða
hið minnsta, Framsóknar, Samfylk-
ingar og Bjartrar framtíðar, að Reg-
ína haldi áfram sem bæjarstjóri að
loknum kosningum í vor.
Meirihlutinn fallinn
Meirihluti Samfylkingar, Fram-
sóknar og VG er fallinn samkvæmt
könnun Fréttablaðsins og Stöðv-
ar 2, þrátt fyrir að fá meirihluta
atkvæða. Þetta skýrist af því að VG
missa sinn bæjarfulltrúa með 8,9%
fylgi. Samfylkingin tapar miklu
fylgi og tveimur bæjarfulltrúum
en Framsóknarflokkurinn heldur
sínum tveimur mönnum í bæjar-
stjórn. Meirihlutaflokkarnir, sem
eiga sjö bæjarfulltrúa í bæjarstjórn,
fá samkvæmt þessu aðeins fjóra
menn kjörna.
Björt framtíð kemur ný inn í
sveitarstjórn á Akranesi og fær
mann kjörinn með 15,6% fylgi.
Sjálfstæðisflokkurinn nær aftur
vopnum sínum frá kosningunum
2010. Í þeim kosningum tapaði
flokkurinn tveimur mönnum en er
samkvæmt könnuninni búinn að
endurheimta þá bæjarfulltrúa.
Síðasta kjörtímabil hefur að
nokkru leyti einkennst af átökum.
Þótt ekki hafi í slegið í brýnu milli
meirihluta og minnihluta í bæjar-
stjórn, og samvinnan þar verið með
ágætum, hefur nokkurs kurrs gætt
í bæjarkerfinu.
Fyrrverandi ráðherra verður oddviti
Öll framboðin fimm hafa sett
saman lista eða gefið út efstu menn
fyrir sveitarstjórnarkosningarnar.
Aðeins einn oddviti úr síðustu kosn-
ingum mun leiða framboð aftur. Það
er Þröstur Þór Ólafsson hjá VG.
Aðrir oddvitar koma nýir inn frá
síðustu kosningum.
Fyrrverandi heilbrigðisráðherra,
Ingibjörg Pálmadóttir, stígur aftur
inn í stjórnmálin og leiðir Frjálsa
með Framsókn. Hún var síðast í
sveitarstjórn Akraness 1991 áður en
hún settist á þing. Ingibjörg hætti
bæði þingmennsku og sem ráðherra
á miðju kjörtímabili 2001.
Atvinnumál verða fyrirferðarmikil
Ólafur Adolfsson, oddviti Sjálf-
stæðismanna, vill að atvinnumál
verði ofarlega á baugi í kosninga-
baráttunni. „Hér á Akranesi eru
sterk fyrirtæki sem og á Grundar-
tanga sem sækja mannauð á Skag-
ann. Hér eru tækifæri sem verður
að hlúa að. Á síðustu árum hefur
lítið farið fyrir viðhaldi og fegrun
bæjarins og er það eitt af því sem
verður rætt í aðdraganda kosn-
inga. Bæjarsjóður verður samt að
vera rekinn áfram af ráðdeild og
festu og munum við standa fyrir
það.“
Um afstöðu Sjálfstæðismanna
til sitjandi bæjarstjóra segir
Ólafur að flokkurinn beri mikið
traust til Regínu.
Atvinna fyrir konur
Ingibjörg Pálmadóttir, oddviti
Frjálsra með Framsókn, segir það
gaman að vera komin aftur í sveit-
arstjórnarmálin eftir langt hlé. Hún
telur að helstu málin í kosningunum
verði að halda í þá hornsteina sem
eru á Akranesi, skóla- og íþrótta-
mál verði ofarlega á baugi og að
starfsemi heilsugæslu, sjúkrahúss
og dvalarheimilis aldraðra verði að
vernda. „Hér þurfum við að berjast
fyrir hverri einustu krónu frá hinu
opinbera í rekstur heilbrigðisþjón-
ustu.“
„Hér á Akranesi eru mjög öflug
fyrirtæki og viljum við að grund-
völlur þeirra sé styrktur í bænum.
Einnig er ferðamennskan óskrifað
blað hér og má segja að ferðaþjón-
usta sé óplægður akur á Akranesi,“
segir Ingibjörg.
Ingibjörg Valdimarsdóttir er nýr
oddviti Samfylkingarinnar á Akra-
nesi. Hún segir að samstarf meiri-
hluta og minnihluta hafi verið gott á
síðasta kjörtímabili og að samstaða
hafi myndast um stóru málin á kjör-
tímabilinu.
„Bæjarsjóður stendur vel í
dag, við höfum verið að greiða
niður skuldir á síðasta kjörtíma-
bili og skiluðum bæjarsjóði með
um 300 milljóna afgangi á síðasta
ári, langt umfram áætlun. Efling
atvinnulífsins verður líklega einn-
ig í umræðunni í komandi kosninga-
baráttu. Hér til dæmis vantar störf
fyrir menntað fólk og konur.“
Skólamál og Sementsreiturinn
Vilborg Þórunn Jónsdóttir, Bjartri
framtíð, telur atvinnu-, skóla- og
skipulagsmál verða stóru málin í
kosningunum í vor. „Uppbygging
á sementsreitnum, nýr miðbær og
skólamannvirki munu verða ofan á.
Annar skólinn er sprunginn og það
þarfnast úrræða þar.“
„Einnig viljum við í Bjartri fram-
tíð leggja áherslu á að minnihluta-
hópar verði með í ráðum þegar
málefni þeirra eru rædd og aukið
gegnsæi og að auka aðgang íbúa að
upplýsingum frá bænum,“ segir Vil-
borg.
Þröstur Þór Ólafsson er odd-
viti VG. „Áframhaldandi aðhald í
rekstri skiptir Akranes miklu máli
í takt við að auka viðhald á fasteign-
um bæjarins og opnum svæðum.
Við í VG munum standa vörð um
velferðarkerfið og þrýsta á Orku-
veituna um að klára fráveitumál-
in. Sementsreiturinn verður einnig
fyrirferðamikill. Koma verður hug-
myndum um uppbyggingu á reitnum
í ákveðinn farveg að loknum kosn-
ingum.“
Sjálfstæðisflokkurinn er í sókn
Meirihluti Samfylkingar, Framsóknar og VG á Akranesi er fallinn samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Vinstri
græn ná ekki inn manni. Sjálfstæðisflokkur sækir á og er stærsta stjórnmálaaflið. Almenn ánægja er með bæjarstjórann.
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR AKRANES
Sveinn
Arnarsson
sveinn@frettabladid.is
4 fulltrúar
30,2%
2 fulltrúar
23,8%
1 fulltrúi
15,6%
Enginn
fulltrúi
8,9%
2 fulltrúar
19,5%
2 fulltrúar
25,2%
2 fulltrúar
23,8%
4 fulltrúar
34,8%
1 fulltrúi
16,3%
Aðferðafræðin Hringt var í 791 manns þar til náðist í 600 samkvæmt lagskiptu úrtaki þann 22. apríl. Svarhlutfallið var 77 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða
lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Það er gert í
samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 63,6 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
1. sæti Þröstur Þ.
Ólafsson kennari og
bæjarfulltrúi
2. sæti Reynir
Þór Eyvindsson
verkfræðingur
3. sæti Elísabet Ingadóttir
viðskiptafræðingur
4. sæti Hjördís Garðarsdóttir
aðstoðarvarðstjóri á Neyðarlínunni
1. sæti Ingibjörg
Valdimarsdóttir
bæjarfulltrúi/
framkvæmdastjóri
2. sæti Valgarður
Lyngdal Jónsson
grunnskólakennari
3. sæti Gunnhildur Björnsdóttir,
bæjarfulltrúi/grunnskólakennari
4. sæti Kristinn Hallur Sveinsson,
landfræðingur.
1. sæti Ingibjörg
Pálmadóttir
hjúkrunarfræðingur
2. sæti Jóhannes
Karl Guðjónsson
knattspyrnumaður
3. sæti Sigrún Inga Guðnadóttir
lögfræðingur
4. sæti Elinbergur Sveinsson kennari
1. sæti Vilborg Þór-
unn Guðbjartsdóttir,
grunnskólakennari
2. sæti Svanberg
Júlíus Eyþórsson
verkamaður hjá Elkem
3. sæti Anna Lára Steindal
verkefnastjóri mannréttindamála
4. sæti Kristín Sigurgeirsdóttir
skólaritari
FRAMBOÐSLISTAR Á AKRANESI
BF D
1. sæti Ólafur
Adolfsson lyfsali
2. sæti Sigríður
Indriðadóttir
mannauðsstjóri
3. sæti Einar
Brandsson tæknistjóri
4. sæti Valdís Eyjólfsdóttir
viðskiptafræðingur MBA
B SBesti flokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Frjálsir með Framsókn Samfylkingin V Vinstri hreyfingin grænt framboð
vikmörk 3,3%
3,8%
3,5
%
3,
0%
2,3%
Akranes
Reykjavík
Könnun
22. apríl
2014
FYLGI FLOKKANA
Samfylkingin Vinstri hreyfingin grænt framboð Björt framtíðFrjálsir með FramsóknSjálfstæðisflokkurinn
ÁRIÐ 2010
6.549
bjuggu á Akranesi
Í DAG
6.699
manns búa á Akranesi
Á KJÖRSKRÁ
4797
ÁRIÐ 2013
316 milljónir
Hagnaður Akranesbæjar
Kosningar
2010