Fréttablaðið - 24.04.2014, Side 44

Fréttablaðið - 24.04.2014, Side 44
24. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36 MENNING Þetta er náttúrulega afskap- lega góð tilfinning,“ segir Ing- unn Ásdísardóttir þýðandi spurð hvernig henni líði eftir úthlutun Íslensku þýðingaverðlaunanna sem Bandalag þýðenda og túlka hefur veitt árlega síðan 2005. „Ég er eiginlega furðanlega róleg, en mér finnst þetta gríðarlegur heið- ur og mikil viðurkenning á starfi mínu sem þýðanda. Mér finnst líka afskaplega skemmtilegt að það skuli vera ný bók frá nágrönn- um okkar Færeyingum sem hlýtur þessi verðlaun.“ Ingunn segir verðlaunin hafa komið sér dulítið á óvart þar sem hin verkin sem tilnefnd voru séu slík bókmenntaleg stórvirki. „Það eru þarna gríðarlega flott verk, Tranströmer, Heródótus og Faulkner, sem allt eru klass- ísk verk. Oft hafa þessi verðlaun fallið í hlut þýðenda klassískra verka, sem er vel, en það er nátt- úrulega líka mjög nauðsynlegt að þýða samtímabókmenntir og mér finnst ekkert leiðinlegt að vera komin í hóp með Gyrði Elíassyni, Kristjáni Árnasyni og Ingibjörgu Haraldsdóttur, svo ég nefni nokk- ur dæmi um fólk sem hlotið hefur verðlaunin á undan mér. Það er ekki slæmur hópur að vera í.“ Dagurinn í gær var merkilegur í lífi Ingunnar fyrir tvennar sakir, því auk þess að veita þýðingar- verðlaununum viðtöku skilaði hún af sér nýjustu þýðingu sinni, sem jafnframt verður hennar síð- asta í bili. „Já, ég var að skila af mér þýðingu á skáldsögu eftir dönsku skáldkonuna Naja Marie Aidt. Áður hafði ég þýtt eftir hana smásagnasafnið Bavíana, sem hún hlaut Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs fyrir, en þetta er hennar fyrsta skáldsaga og alveg mögnuð bók. Þannig að þetta er tvöfaldur hátíðisdagur hjá mér.“ Spurð hvort fleiri þýðingar séu á döfinni segir Ingunn svo ekki vera í bráð þar sem hún hafi nýverið hlotið Rannís-styrk til að ljúka við doktorsverkefni sitt sem fjallar um norræna goðafræði. „Það er næsta mál á dagskrá að ráðast í að klára doktorsrannsókn- ina, sem ég hlakka mikið til, svo ég er bara frekar lukkuleg með lífið núna,“ segir verðlaunaþýð- andinn. fridrikab@frettabladid.is Mikil viðurkenning á starfi þýðandans Ingunn Ásdísardóttir hlaut í gær Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á Ó - Sögur um djöfulskap eft ir Færeyinginn Carl Jóhan Jensen í útgáfu Uppheima. Þetta var í tíunda sinn sem verðlaunin voru afh ent á Degi bókarinnar. VERÐLAUNAÞÝÐANDI „Mér finnst þetta gríðarlegur heiður og mikil viðurkenning á starfi mínu sem þýðanda,“ segir Ingunn Ásdísardóttir sem í gær hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég var alveg ofandottin yfir þessu eins og þeir segja á Akur- eyri. Það eru tíu bækur tilnefnd- ar, ekki bara skáldsögur held- ur allar bækur og að vera veidd svona úr öllum bunkanum, það er rosalegt,“ segir Steinunn Sigurð- ardóttir rithöfundur um tilnefn- inguna sem sagan hennar Jójó var að fá til bókmenntaverðlauna í Þýskalandi. Preis Haus der Kult- uren der Welt heita verðlaunin og hafa þá sérstöðu að ganga bæði til höfundar og þýðanda. Hver þau hlýtur verður tilkynnt í júní. Jójó er nýkomin út á þýsku í þýðingu Colettu Bürling og hefur verið valin ein af tíu bestu bókum vorsins hjá Hamburger Abend- blatt með þeim ummælum að Jójó væri „kannski undursamlegasta bók vorsins í Þýskalandi“. Steinunn er stödd í Köln þegar hún svarar símanum, nýkomin úr útvarpsviðtali og í þann veginn að hefja upplestur í Literaturhaus á alþjóðadegi bókarinnar sem er aðallega afmælisdagur Halldórs Laxness í hennar huga. Hún segir fólk þyrpast á upplestra í Þýska- landi. „Ég leyfi mér að fullyrða að þessi upplestrarhefð sé hvergi eins sterk í Evrópu og hér,“ segir hún og bætir við að yfirleitt þurfi fólk að borga sig inn. Jójó gerist í Berlín og Steinunn hefur meðal annars lesið upp úr bókinni í Kreuzberg-hverfi sem er aðalsögusviðið. Hún las líka upp í norrænu sendiráðunum við góðar undirtektir nýlega en Jójó er ein- mitt bók aprílmánaðar hjá þeim. Sjálf kveðst Steinunn komin í þá hæpnu aðstöðu að lesa yfir þýðingar á bókunum sínum á fimm tungumálum. „Ég humm- aði lengi fram af mér að koma nálægt þýðingunum en svo vildu þýðendurnir og útgefendurnir að ég gerði það og þá bara sinni ég því. Þó ég hafi kannski ekki þá djúpu bókmenntalegu þekkingu sem ég ætti að hafa sem yfirles- ari þá sit ég uppi með það að ég skrifaði bækurnar. Að því leyti sem ég skil tungumálin get ég fundið ef það vantar tiltekinn hljóm og er fljót að sjá ef um ein- hvern lítilsháttar misskilning er að ræða.“ Spurningu um hvort hún sé ánægð með þýðinguna á þýsku svarar hún með fjórum jáum. „Það er náttúrulega útilokað að bókin hefði verið tilnefnd til þess- ara verðlauna hefði þýðingin ekki verið fín. Þetta er sjöunda skáld- sagan mín sem Coletta Bürling þýðir og tilnefningin er mikil við- urkenning fyrir verk hennar. Það er auðvitað mikið búið að strita.“ gun@frettabladid.is Valin ein undursamlegasta bók vorsins Jójó, skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur, er meðal tíu bóka sem tilnefndar eru til þýsku bókmenntaverðlaunanna Preis Haus der Kulturen der Welt. RITHÖFUNDURINN Steinunn er á stöðugum þeytingi milli staða að lesa upp úr bókum sínum enda hefur hún hlotið þau ummæli í Frankfurter Allgemeine Zeitung „að hægt væri að hlusta á hana endalaust“. MYND/ÞORSTEINN HAUKSSON Tónleikarnir Hjartsláttur verða haldnir í Listasafni Íslands í hádeg- inu á morgun, föstudaginn 25. apríl, milli klukkan 12.10 og 12.40. Flutt verða tónverk eftir Claude Debussy, Jean Michel Damase og Eugéne Bozza. Hjartsláttur er í tónleikaröð- inni Andrými í litum og tónum sem Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir síðasta föstu- dag hvers mánaðar. Þar er boðið upp á fjölbreytta tónlist til að vinda ofan af vinnuvikunni, stilla hugann af fyrir helgina og endurræsa skiln- ingarvitin. Flytjendur að þessu sinni eru þær Berglind Stefánsdóttir, Dagný Mar- inósdóttir, Emilía Rós Sigfúsdóttir og Karen Erla Karólínudóttir. - gun Litir og tónar FLAUTUKVARTETT Dömurnar ætla að flytja fjölbreytta tónlist í Listasafni Íslands. MYND/ÚR EINKASAFNI „Við fluttum heim frá námi síð- asta haust og höfum haft nóg að gera við að spila og kenna, ekki svo að skilja að við viljum ekki fleiri gigg,“ segir Hafdís Vigfús- dóttir flautuleikari glaðlega. Þessi „við“ eru hún og unnusti hennar, Kristján Karl Bragason píanóleik- ari, en þau ætla að spila saman í Kaldalóni í Hörpu í kvöld og byrja klukkan 20. „Við byrjum á Serenöðu eftir Beethoven sem heyrist ekki oft. Hún var upphaflega skrif- uð fyrir flautu, fiðlu og víólu en þetta er umritun sem gerð var í þökk tónskáldsins. Svo erum við með skemmtilega flautufantasíu og ég er líka með einleiksverk. Þá kemur lítið en fallegt stykki eftir Þorkel Sigurbjörnsson fyrir fiðlu og píanó og svo endum við á Franck-sónötu,“ lýsir Hafdís og getur þess að bæði tónverkin eftir Beethoven og Franck séu mikil píanóverk. Hafdís og Kristján Karl hafa leikið saman sem dúó frá árinu 2006 og komið fram á tónleikum víðs vegar um landið. Frá árinu 2010 hafa þau staðið fyrir tón- listarhátíðinni Bergmál á Dalvík, heimabæ Kristjáns, í samvinnu við Grím Helgason klarínettuleikara. Samhent par fagnar sumri í Kaldalóni Hafdís Vigfúsdóttir fl autuleikari og Kristján Karl Bragason píanóleikari halda tónleika í Kaldalóni í kvöld. Yfi rskrift in er Tónsnillingar morgundagsins. DÚÓ Þau Kristján Karl og Hafdís hafa spilað saman frá árinu 2006 og víða komið fram. MYND/ÚR EINKASAFNI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.