Fréttablaðið - 24.04.2014, Side 58

Fréttablaðið - 24.04.2014, Side 58
24. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 50 Kefl avík hafnar í 9. sæti Keflvíkingar koma með svipað lið til leiks í sumar og í fyrra. Það hefur reyndar misst sinn besta mann, Arnór Ingva Traustason, og treystir áfram meira og minna á uppalda stráka, jafnt unga sem aldna. Keflavík var í harðri fallbaráttu til að byrja með í fyrrasumar en fékk þá Kristján Guðmundsson aftur til starfa. Hann sneri gengi liðsins við ásamt aðstoðar- þjálfaranum Mána Péturssyni sem virtist ná vel til leik- manna liðsins og barði í þá trú um sín eigin gæði. Suðurnesjamenn eru stórt spurningarmerki fyrir tímabilið þrátt fyrir að vera með nokkuð óbreytt lið. Ungu strákarnir þurfa að fara að taka skrefið sem beðið hefur verið eftir en í hópi Keflvíkinga eru nokkrir virkilega efnilegir leikmenn. Jóhann B. Guðmundsson verður ekkert yngri með hverju árinu sem líður en hann verður heldur ekkert minna mikilvægur fyrir þetta Keflavíkurlið. Fyrst Arnór Ingvi Traustason er farinn í atvinnumennsku leggst aftur enn meiri ábyrgð á herðar eldri og reynslumeiri manna liðsins. Hann er afskaplega góður með bolt- ann, gefur góðar sendingar í hættuleg svæði og er stórhættulegur skotmaður. Keflavíkurhjartað og einbeittur sigurvilji er þó það sem gerir hann að algjörum lykilmanni hjá Keflavík. Jonas Sandqvist (Svíþjóð) Paul McShane (Aftureldingu) Sindri S. Magnússon (Breiðabl.) FYLGSTU MEÐ ÞESSUM: Elías Már Ómarsson: Hann er fæddur 1995 og kom sterkur inn í Keflavíkurliðið í fyrra þar sem hann spilaði 16 deildarleiki og skoraði 2 mörk. Hann hefur fylgt því eftir með góðri frammistöðu á undirbúningstímabilinu en hann skoraði þrjú mörk í sex leikjum í riðlakeppni Lengjubikarsins. Gæti hæglega slegið í gegn í sumar. Kristján Guðmunds- son er 49 ára gamall en hann tók aftur við Keflavík síðasta sumar. Þar áður var hann við stjórnvölinn hjá Val. Kristján stýrði Keflavík til bikarmeist- aratitils 2006. SPORT 1. sæti - ??? 2. sæti - ??? 3. sæti - ??? 4. sæti - ??? 5. sæti - ??? 6. sæti - ??? 7. sæti - ??? 8. sæti - ??? 9. SÆTI - KEFLAVÍK 10. sæti - Víkingur 11. sæti - Fylkir 12. sæti - Fjölnir GENGIÐ SÍÐUSTU SEX TÍMABIL > 2008 (2. sæti) - 2009 (6. sæti) - 2010 (6. sæti) - 2011 (8. sæti) - 2012 (9. sæti) - 2013 (9. sæti) Íslandsmeistarar: 4 sinnum (síðast 1973) / Bikarmeistarar: 4 sinnum (síðast 2006) ➜ EINKUNNASPJALDIÐ VÖRNIN ★★★★★ SÓKNIN ★★★★★ ÞJÁLFARINN ★★★★★ BREIDDIN ★★★★★ LIÐSTYRKURINN ★★★★★ HEFÐIN ★★★★★ ➜ Lykilmaðurinn í sumar ➜ Þjálfarinn ➜ Nýju andlitin ➜ Tölurnar í úrvalsdeild 2013 Mörk skoruð 6. sæti (1,5 í leik) Mörk á sig 11. sæti (2,14 í leik) Stig heimavelli 7. sæti (13 af 39,4%) Stig á útivelli 4. sæti (11 af 33,3%) HEFST 4. MAÍ Spá Fréttablaðsins FÓTBOLTI Samtök íþrótta- og golf- vallasérfræðinga, SÍGÍ, stóðu fyrir blaðamannafundi í höfuð- stöðvum Knattspyrnusambands Íslands í gær þar sem farið var yfir stöðu knattspyrnuvallanna nú þegar aðeins rétt tæpar tvær vikur eru í Íslandsmót. Staðan er vægast sagt slæm og líklega hvergi verri en á sjálfum Laugardalsvellinum sem kemur hræðilega undan vetri og er alls óvíst að Framarar fái að spila ein- hvern af þremur heimaleikjum sínum í maímánuði á Laugardals- velli. Þórir Hákonarson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, hóf fundinn og fullyrti að þrátt fyrir slæma stöðu vallanna yrði fyrsta umferðin ekki færð. Spilað er þétt í byrjun móts eins og alltaf og nær ekkert svig- rúm til að færa leiki til áður en kemur að fyrsta landsleikjahléi í byrjun júní. Þórir sagði að sambandið mundi veita liðum undanþágu til að spila á völlum sem uppfylla ekki öll skil- yrði til að hýsa leiki í efstu deild enda annað ekki hægt miðað við stöðuna. Fastlega má búast við að einhverjir leikir verði í Egils- höll eða Kórnum. Framarar vilja þó ekki spila innandyra og hafa beðið um leyfi til að byrja mótið á gervigrasvelli Þróttara í Laugar- dalnum. Svellkalið fór með vellina Bjarni Þór Hannesson, formaður SÍGÍ og eini maðurinn á landinu með mastersgráðu í íþróttavalla- fræðum, fór yfir vellina á höfuð- borgarsvæðinu og útskýrði ástand þeirra. Svellkal er það sem vallarstjórar þurftu að glíma við í vetur en vegna þess að veturinn var svo þurr fór klakinn sem myndað- ist á völlunum ekki svo vikum skipti, ekki fyrr en menn gripu til aðgerða sjálfir og brutu hann af með þungavinnuvélum. Þetta er afar sjaldgæft enda vellirnir sjaldan verið í verra ástandi fyrir sunnan. Völlurinn í Eyjum er þó fínn sem og Þórsvöllur sem hefur aldrei verið betri. Útlitið ekki gott í Dalnum Þegar kom að því að ræða Laug- ardalsvöllinn sagði Bjarni Þór: „Laugardalsvöllur er gjörsamlega dáinn,“ en eins og sést á myndinni er hann í hræðilegu ástandi. Kristinn Jóhannesson, vallar- stjóri Laugardalsvallar sem kjör- inn var vallarstjóri ársins í fyrra, tók undir orð Bjarna Þórs þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir fundinn í gær. „Megnið af vell- inum er dáið,“ sagði Kristinn en hvað þýðir það fyrir framhaldið? „Það þýðir að það fór í gang ákveðið verkefni til að laga völl- inn sem hófst fyrir fjórum vikum en það felur í sér ýmislegt eins og að sanda hann, gata og sá. Síðan erum við með dúka sem hjálpa til við að fá fræin til að spíra en við erum ekki með undirhita sem myndi hjálpa okkur enn þá meira,“ sagði Kristinn. Vallarstarfsmenn í Laugardaln- um fá fræin á föstudaginn og þá þarf fræið þrjár til fimm vikur til að spíra og styrkjast, að sögn Kristins. Þá gefur augaleið að völl- urinn verður í það minnsta ekki klár fyrir fyrsta leik Framara gegn ÍBV 4. maí. Annar heimaleik- urinn, 12. maí, er einnig í mikilli hættu. Hjá Dalsmönnum miðast allt við að vera með völlinn leik- hæfan fyrir vináttulandsleik karla gegn Eistlandi 4. júní. „Framarar eiga að spila þrjá leiki í maí en þeir munu ekki spila fyrsta leikinn, það er alveg ljóst. Við tökum þetta svo fyrir bara vikulega og metum ástandið. Ég myndi segja að fyrsti leikurinn verði ekki fyrr en í júní en auð- vitað vonum við að Framarar fái að spila í maí. Útlitið er ekki gott en það kemur í ljós,“ sagði Krist- inn Jóhannesson. Undirhiti engin galdralausn Bjarni Þór fór sem fyrr segir yfir stöðu vallanna í Reykjavík. KR- völlurinn lítur ekki vel út. Stór munur er þó á vellinum sunnan- og norðanmegin. Norðanmegin er hann mjög illa farinn eftir svell- kal. Vodafone-völlur Valsmanna er í sæmilegu ástandi enda með undir hita en þó ekkert sérstak- ur. Í honum eru stórir kalblett- ir. Bjarni talaði sérstaklega um undir hitann og sagði hann gott tól sem hægt væri að nýta sér en hann væri gagnslaus ef hann væri ekki nýttur. Mikla peninga kostar að hita upp vellina með þeirri tækni og mismunandi hversu mikið þetta hjálpartæki er notað. Víkingsvöllur nýliðanna í Foss- vogi er mjög illa farinn en Fylkis- völlurinn skárri en oft áður. Bjarni vildi meina að Fylkisvöllurinn væri skástur í Reykjavík ásamt Fjölnisvellinum sem slapp mjög vel. Þar er æfingagrasið aftur á móti algjörlega dautt en keppnisvöllur- inn klár. tom@frettabladid.is Grasið dautt í Dalnum Þjóðarleikvangurinn mjög illa farinn eft ir erfi ðan vetur en unnið er í honum. Óvíst hvort Framarar fái að spila heimaleik á Laugardalsvelli í maímánuði. ENDURLÍFGUN Bjarni Þór Hannesson rýnir í Laugardalsvöllinn sem verið er að reyna að vekja til lífsins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.