Fréttablaðið - 24.04.2014, Side 56

Fréttablaðið - 24.04.2014, Side 56
24. apríl 2014 FIMMTUDAGUR48 Víkingur hafnar í 10. sæti Víkingar halda áfram að jó-jó-a upp og niður á milli deilda en þeir leika nú á ný í deild þeirra bestu eftir tveggja ára fjarveru. Síðast var liðið í Pepsi-deildinni 2011 en féll eftir stormasamt sumar þar sem þrír þjálfarar voru látnir fara sama árið. Logn hefur verið í Fossvoginum undanfarin tvö ár eftir að reynsluboltinn Ólafur Þórðarson tók við liðinu og fær það nú fjórða tækifærið á síðustu tíu árum til að festa sér sess á meðal þeirra bestu. Víkingar voru á toppnum í 1. deildinni um mitt mót síðasta sumar en misstu flugið eftir það. Þeir tóku á sprett undir lok tímabils og komu sér í kjörstöðu fyrir lokaumferðina með sögulegum 16-0 sigri á Völsungi í næstsíðustu umferðinni. Gulldrengur Víkinga gæti farið langt með að halda liðinu uppi takist honum að færa leik sinn upp á næsta þrep. Hann var algjörlega óstöðvandi í 1. deildinni í fyrra þar sem hann skoraði 14 mörk í 14 leikjum og var kjörinn bæði efnilegasti og besti leikmaður deildarinnar auk þess að vera marka- kóngur hennar. Sá síðasti sem afrekaði þetta þrennt sama tímabilið var Aron Jóhannsson, þáverandi leikmaður Fjölnis. Alan Lowing (Fram) Darri S. Konráðsson (Stjörnunni) Harry Monaghan (Skotlandi) Ómar Friðriksson (KA) Sveinbjörn Jónasson (Þrótti) Todor Hristov (Búlgaríu) Vladimir Vujovic (Serbíu) FYLGSTU MEÐ ÞESSUM: Ívar Örn Jónsson: Strákur fæddur 1994 sem getur leikið sem bakvörður, miðjumaður og kantmaður. Teknískur og með mikla spyrnugetu sem ætti að geta valdið usla í vítateig mótherjanna. Ólafur Þórðarson er 49 ára gamall og á sínu þriðja ári með Víkingsliðið. Liðið endaði í 6. sæti 1. deildar á fyrsta ári Ólafs en 2. sæti í fyrra og komst með því upp um deild. SPORT 1. sæti - ??? 2. sæti - ??? 3. sæti - ??? 4. sæti - ??? 5. sæti - ??? 6. sæti - ??? 7. sæti - ??? 8. sæti - ??? 9. sæti - ??? 10. SÆTI - VÍKINGUR 11. sæti - Fylkir 12. sæti - Fjölnir GENGIÐ SÍÐUSTU SEX TÍMABIL > 2008 (B-deild, 5. sæti) - 2009 (B-deild, 10. sæti) - 2010 (B-deild, 1. sæti) - 2011 (12. sæti) - 2012 (B-deild, 6. sæti) - 2013 (B-deild, 2. sæti) Íslandsmeistarar: 5 sinnum (síðast 1991) / Bikarmeistarar: 1971 ➜ EINKUNNASPJALDIÐ VÖRNIN ★★★★★ SÓKNIN ★★★★★ ÞJÁLFARINN ★★★★★ BREIDDIN ★★★★★ LIÐSTYRKURINN ★★★★★ HEFÐIN ★★★★★ ➜ Lykilmaðurinn í sumar ➜ Þjálfarinn ➜ Nýju andlitin ➜ Tölurnar í 1. deild 2013 Mörk skoruð 1. sæti (2,5 í leik) Mörk á sig 2. sæti (1,3 í leik) Stig heimavelli 4. sæti (19 af 33, 58%) Stig á útivelli 2. sæti (23 af 33, 70%) HEFST 4. MAÍ Spá Fréttablaðsins HANDBOLTI FH varð fyrsta liðið til að vinna Hauka á Ásvöllum í rúmt ár þegar liðið tók 1-0 for- ystu í undan úrslitarimmu liðanna í úrslitakeppni Olísdeildar karla á þriðjudag. Haukar, sem höfðu tals- verða yfirburði í deildarkeppninni í vetur, höfðu þar að auki unnið alla fimm leiki sína gegn FH í mótsleikjum í vetur. Liðin mætast öðru sinni klukkan 19.45 í kvöld. Lið FH hefur tekið mikinn kipp eftir að Kristján Arason var feng- inn inn í þjálfarateymi liðsins á ný og komst með naumindum inn í úrslitakeppnina eftir ótrú- legan lokasprett í deildinni. Liðið var svo betra frá fyrstu mínútu í leiknum gegn Haukum í fyrra- kvöld og vann öruggan sjö marka sigur, 32-25. „Við vorum engan veginn sáttir við hvernig þetta spilaðist af okkar hálfu,“ sagði Patrekur Jóhannes- son, þjálfari Hauka, í samtali við Fréttablaðið í gær. „FH var bara beittari aðilinn og væri ósann- gjarnt að fegra okkar hlut á ein- hvern hátt.“ Greindi leikinn um nóttina Patrekur sótti sér upptöku af leiknum að honum loknum, líkt og hann gerir venjulega, og byrjaði svo að greina leikinn. „Ég sat við tölvuna til hálf fimm um morgun- inn. En það er mín vinna og ég hef bara gaman af henni.“ Patrekur segir að það hafi verið margt í leik sinna manna sem hafi orðið þeim að falli. Haukar hafi nýtt aðeins þrjú af tíu hraðaupp- hlaupum en FH skorað ellefu slík mörk. Þá hafi lærisveinar Patreks tapað boltanum tólf sinnum en FH aðeins fjórum sinnum – þar af tví- vegis á lokamínútu leiksins. „En tölurnar segja bara hálfa söguna. Okkur tókst heldur ekki að halda okkar skipulagi á varn- arleiknum og brutum okkur úr því sem við ætluðum að gera. Ef við ætlum að ná okkur aftur á strik þá þurfa grunnatriðin að vera í lagi. Það er ekkert leyndarmál,“ segir Patrekur. Vörn FH kom ekki á óvart FH spilaði sterka 6-0 vörn þar sem gengið var ítrekað út á skytt- ur Haukanna, sem náðu sér illa á strik. Patrekur segir að það hafi ekki komið sér á óvart. „Ég vissi nákvæmlega hvernig FH-ingar myndu spila. Helsti mun- urinn var kannski sá að þeir voru miklu beittari en áður og það segir manni hvað hugarfarið skiptir miklu máli. Þeir útfærðu sína 6-0 vörn ef til vill betur en oft áður,“ segir Patrekur sem segir að þjálf- arabreytingar hjá liðum, líkt og þær sem FH hefur gert, hafi vafa- laust hjálpað liðinu. „Lið sem hafa gengið í gegn- um ýmislegt á tímabilinu njóta nú þess að nú hefst nýtt mót með úrslitakeppninni og þá er eðlilegt að menn komi sterkir inn eftir að hafa fengið aðeins á kjaftinn. Ég vonast til þess að mínir menn bregðist eins við og bæti fyrir það sem aflaga fór í fyrsta leikn- um með því að leita aftur í grunn- inn og hafa bara gaman af þessu,“ útskýrir Patrekur. „Það gekk allt á afturfótunum í þessum eina leik en það getur vel reynst okkur jákvætt.“ Patrekur segir að það sé enn nóg eftir í rimmuna þrátt fyrir að Haukar hafi nú misst heimavall- arréttinn. „Gott gengi í deildinni gefur manni ekkert í úrslitakeppn- inni og við verðum að horfast í augu við ákveðnar staðreyndir. En það þýðir heldur ekki að mála of dökka mynd af stöðunni og við ætlum okkur að spila betur í næsta leik.“ eirikur@frettabladid.is Kannski gott að fá á kjaft inn Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, sat við tölvuna langt fram eft ir nóttu eft ir að lið hans fékk skell gegn erkifj endum sínum í FH í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Olísdeildarinnar. Liðin mætast aft ur í kvöld. Haukar urðu deildarmeistarar þriðja árið í röð nú í vor en eru enn að bíða eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum síðan liðið varð meistari vorið 2010. Þrátt fyrir gott gengi í deildinni virðist sem liðið mæti ekki jafn sterkt til leiks í úrslitakeppninni. Til marks um það má nefna að liðið hefur tapað fyrsta leik í síðustu fjórum einvígjum sínum í úrslitakeppninni, líkt og sjá má hér fyrir neðan. 19. apríl 2012: Lokaúrslit: Haukar - HK 24-30 Haukar töpuðu einvíginu, 3-0. 13. apríl 2013: Undanúrslit: Haukar - ÍR 23-24 Haukar unnu einvígið, 3-1. 29. apríl 2013: Lokaúrslit: Haukar - Fram 18-20 Haukar töpuðu einvíginu, 3-1. 22. apríl 2014: Undanúrslit: Haukar - FH 25-32 Haukar byrja einvígin á tapleikjum Í STRANGRI GÆSLU Sigurbergur Sveinsson og félagar í Haukum náðu sér ekki á strik gegn sterkri vörn FH í fyrrakvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI „Það þurfti að bregðast skjótt við og maður þurfti að hrökkva eða stökkva. Þá vill maður gjarnan stökkva,“ segir Willum Þór Þórsson, knattspyrnuþjálfari og þingmaður Framsóknarflokksins. Hann var í vikunni ráð- inn aðstoðarþjálfari Guðmundar Benediktsson- ar sem tekur við þjálfun Breiðabliks í Pepsi- deild karla í byrjun júnímánaðar. Guðmundur tekur við starfinu af Ólafi Krist- jánssyni sem mun halda til Danmerkur um mitt sumar og þjálfa Nordsjælland í dönsku úrvals- deildinni. „Þetta var útkall sem kom eftir að fréttin um Óla spurðist út. Ég er þakklátur fyrir tæki- færið og traustið sem mér er sýnt. Guðmundur sýndi mér hollustu og mikinn stuðning, bæði sem leikmaður og aðstoðarþjálfari, og mér er ljúft að geta brugðist við nú,“ sagði Willum sem starfaði með Guðmundi hjá Val og KR á sínum tíma. Willum segist hafa sett þjálfaraferilinn til hliðar þegar hann hóf þingstörf enda fátt annað sem kemst að. „Svo kom þetta tækifæri og fyrst þetta var aðstoðarþjálfarastarf leit ég svo á að það gæti gengið upp. Óli fer út í byrjun júní og ég sá fyrir mér að ég gæti komið inn þegar þingið fer í sumarfrí. En svo er spurning hvort það verði sett á sumarþing – maður verður bara að vona það besta,“ bætir hann við. Willum er ekki fyrsti þingmaðurinn sem starfar einnig sem knattspyrnuþjálfari en Ingi Björn Albertsson sinnti báðum störfum á sínum tíma. „Ég var einmitt leikmaður Breiðabliks þegar Ingi Björn var á þingi og þjálfaði liðið. Ég tel þó að það hafi ýmislegt breyst síðan þá og að nú sé mun minna um að þingmenn sinni öðrum störfum með. Það fylgir því mikil ábyrgð og vinna að starfa á þingi og fátt annað sem kemst að.“ Willum hefur fylgst með íslenska boltanum úr fjarlægð síðustu mánuðina og líst vel á lið Breiðabliks. „Liðið er komið á þann stað í sinni tilveru að það á að keppa um titla á hverju ári, enda hefur það gott starf verið unnið í félaginu síðustu árin.“ Willum er margreyndur þjálfari sem gerði KR tvívegis að Íslandsmeistara (2002 og 2003) og endurtók svo leikinn með Valsmönnum árið 2007. Hann var síðast þjálfari Leiknis í 1. deild- inni árið 2012. - esá Sumarþing gæti sett strik í reikning Willums Þingmaðurinn Willum Þór Þórsson er ánægður með að vera kominn aft ur í þjálfun í Pepsi-deildinni. KOMINN AFTUR Willum var síðast þjálfari Leiknis árið 2012 en hóf störf á Alþingi í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ÚRSLIT OLÍS-DEILD KVENNA STJARNAN - GRÓTTA 29-23 Stjarnan-kvenna - Mörk (skot): Jóna Mar- grét Ragnarsdóttir 10/5 (18/6), Esther Viktoría Ragnarsdóttir 5 (8), Þórhildur Gunnarsdóttir 5 (8), Hildur Harðardóttir 4 (8/1), Helena Rut Örvars- dóttir 3 (9), Nataly Sæunn Valencia 2 (3). Varin skot: Florentina Stanciu 14 (30/3, 47%), Heiða Ingólfsdóttir 2 (8/1, 25%), Hraðaupphlaup: 2 ( Esther, Þórhildur) Fiskuð víti: 8 ( Esther 4, Þórhildur, Sandra 3,) Utan vallar: 4 mínútur. Grótta-kvenna - Mörk (skot): Unnur Ómarsdóttir 6/4 (9/5), Lene Burmo 5 (7), Guðný Hjaltadóttir 2 (2), Agnes Þóra Árnadóttir 2 (3), Anett Köbli 2 (5), Eva Björg Davíðsdóttir 2 (5), Laufey Ásta Guð- mundsdóttir 1 (1), Steinunn Kristín Jóhannsdóttir 1 (1), Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir 1 (4). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 18/2 (42/6, 43%), Elín Jóna Þorsteinsdóttir 3 (8/1, 38%), Hraðaupphlaup: 2 (Unnur, Guðný ) Fiskuð víti: 6 ( Köbli 4, Eva Björg 2,) Utan vallar: 6 mínútur. Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Stjörnuna. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. FÓTBOLTI Real Madrid er í fínni stöðu í undanúrslitum Meistara- deildar Evrópu eftir 1-0 sigur á heimavelli í fyrri leik liðanna í gær. Það var Frakkinn Karim Benzema sem skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Gott mark og enn mikilvægara fyrir Real að hafa haldið markinu hreinu á heimavelli. Það gæti verið drjúgt þegar upp er staðið. - hbg Benzema sá um Bayern HRESSIR Pepe fagnar sigurmarkinu með Benzema. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY STERK Esther Viktoría brýst hér í gegnum vörn Gróttu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.