Fréttablaðið - 24.04.2014, Side 18

Fréttablaðið - 24.04.2014, Side 18
24. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 18 Ný fl ugstöð á Heathrow opnuð í júní Amazon hefur hafið samstarf við sjónvarpsstöðina HBO, en um er að ræða fyrsta streymissamning- inn sem stöðin hefur gert. Hann mun bjóða fyrsta flokks með- limum Amazon upp á að streyma sjónvarpsefni á borð við Sopranos og The Wire. Amazon hefur verið að reyna að víkka út reksturinn og herja á ný mið eins og kvikmynda- streymi, rafbókasölu og mat- vöruverslun en það hefur bitnað á hagnaði fyrirtækisins. Samningurinn mun ekki aðeins bjóða Amazon-áskrifendum upp á hágæða leikið sjónvarpsefni held- ur einnig bíómyndir og spjall- þætti. - fbj Sjónvarpsefni í áskrift: Amazon og HBO í samstarf STREYMT AF INTERNETINU Hægt verður að nálgast sjónvarpsefni af ýmsu tagi hjá Amazon. MYND/GETTY 20% afsláttur Fæst án lyfseðils. Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vandlega fyrir notkun.Austurver Domus Medica Eiðistorg Fjörður Hamraborg JL-húsið Kringlan Glerártorg Akureyri Hrísalundur Akureyri Dalvík Hella Hveragerði Hvolsvöllur Keflavík Selfoss Vestmannaeyjar Þorlákshöfn Afborganir erlendra ára verða þungar á næstu árum. Þar er helsta skýringin afborganir af skulda- bréfi Landsbankans til forvera síns, LBI, vegna uppgjörs á yfir- færslu lánasafns gamla bankans til hins nýja, sem hefjast á þessu ári. Greiningardeild Arion banka segir í Markaðspunktum sínum sem komu út í gær að lenging í þessu bréfi myndi draga stór- lega úr áhættu tengdri jafnvægi á greiðsluflæði til og frá landinu á næstu árum. Þar segir deildin að tveir kostir séu færir; annars vegar að Landsbankinn gefi út skuldabréf erlendis líkt og hinir stóru bank- arnir hafa gert á undanförnum tólf mánuðum og hins vegar að bank- inn endursemji um skilmála bréfs- ins við LBI. Arion banki telur yfir- gnæfandi líkur á að blönduð leið þessara kosta verði farin. Sú aðgerð ein að lengja í skuld Landsbankans við LBI myndi nægja til þess að breyta halla á greiðslujöfnuði í afgang. Það myndi því ýmist birtast sem styrkingar- þrýstingur á krónuna eða tækifæri fyrir Seðlabankann til að bæta í gjaldeyrisforðann. Ekki megi líta fram hjá því að eignastaða Lands- bankans í erlendri mynt sé nokkuð sterk og hann mun samkvæmt eigin yfirlýsingum ekki þurfa á endur- fjármögnun að halda fyrr en eftir árið 2015. Þannig bendi eftirstöðva- greining í ársreikningi bankans til þess að verulegar gjaldeyriseignir á efnahagsreikningi bankans muni losna á næstu tólf mánuðum. - fbj Lenging í Landsbankabréfinu dregur stórlega úr áhættu vegna hárra afborgana erlendra lána: Telja líkur á að blönduð leið verði farin LANDSBANKABRÉFIÐ Verði lengt í skuld Landsbankans við LBI mun halli á greiðslujöfnuði breytast í afgang. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Breski fatarisinn Primark hyggst opna sína fyrstu verslun í Banda- ríkjunum í lok árs 2015. Versl- unin verður staðsett í Boston og mun spanna rúmlega 6.000 fer- metra. Viðræður eru í gangi um að opna fleiri verslanir á austur- strönd Bandaríkjanna fyrir mitt ár 2016. Primark rekur fleiri en 250 verslanir í Evrópu og hefur vaxið hratt síðasta áratuginn. Fyrsta verslunin utan Bretlands var opnuð árið 2006 á Spáni. Síðan hafa slíkar verið settar á lagg- irnar í Hollandi, Portúgal, Þýska- landi, Belgíu, Austurríki og Frakklandi. - fbj Opna verslun í Boston: Primark fer til Bandaríkjanna QuizUp-snjalltækjaleikurinn sem íslenska tölvufyrirtækið Plain Vanilla gaf út á þýsku fyrir nokkrum dögum er orðinn sá vin- sælasti í App Store-versluninni í Þýskalandi. Þetta er í fyrsta sinn sem leikurinn er gefinn út á öðru tungumáli en ensku en stefnt er að útgáfu leiksins fyrir öll stærstu málsvæði heims. „Möguleikinn á því að spila QuizUp á þínu móðurmáli gefur okkur mikið samkeppnisforskot og mun stuðla að enn frekari fjölgun QuizUp-notenda,“ segir Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla, í tilkynn- ingu. - fbj Vinsælastur í App Store: QuizUp slær í gegn á þýsku SAMKEPPNISFORSKOT Þorsteinn Frið- riksson forstjóri segir að þýðingin stuðli að fjölgun notenda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nýjar tölur frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sýna að ríki innan sambandsins eru hægt og rólega að ná að greiða úr fjárhags- vandræðum sínum. Fjárlagahallinn lækkaði á síð- asta ári – fyrir Evrópusambands- ríkin í heild lækkaði hann úr 3,9 prósentum af landsframleiðslu á árinu 2012 í 3,3 prósent í fyrra. Á evrusvæðinu var lækkunin úr 3,7 prósentum í þrjú á sama tíma. Ríkin eru samt sem áður að taka háar fjárhæðir að láni, sem gerir það að verkum að samanlagðar skuldir halda áfram að vaxa. Það mynstur hefur áhrif bæði á evru- svæðinu og á Evrópusamband- ið sem heild. Miklu getur munað milli ríkja, þar sem sum lönd fá mun minna lánað en leyfilegt er að hámarki. Efnahagur þýska ríkisins var nálægt því að vera í jafnvægi, en Þjóðverjar tóku engin ný lán í fyrra. Lúxemborg náði smávægi- legum tekjuafgangi og tókst þann- ig að lækka skuldir ríkisins að einhverju leyti. Önnur lönd náðu ekki að fylgja þriggja prósenta hámarkinu, Frakkland og Spánn voru tvö stór hagkerfi sem fóru yfir markið, en Ítalía hélt sig við hámarkið. Tölurnar um Grikkland eru áhugaverðar. Þær virðast sýna að staðan þar í landi hafi versnað en við nánari athugun sést að ástæð- an fyrir því er sú að kostnaður- inn við að styðja við grísku bank- ana spilar stóra rullu. Án þessa kostnaðar er staðan talsvert betri í Grikklandi. Þá eru Grikkir einn- ig að borga háa vexti af skuldum sínum og lætur einn talsmanna framkvæmdastjórnarinnar hafa eftir sér að staðan sé að batna hjá Grikklandi. Þó segja sumir að niðurskurðurinn hafi verið alltof mikill og valdið óþarflega mikl- um skaða. Með þessu hafa öll ríkin sem fengu aðstoð náð nokkrum árangri við fjármálin sín. Á sama tíma og þessi ríki hafa dregið úr árlegri lánsfjárþörf sinni hefur baggi skulda þeirra þyngst. Þörfin fyrir sterkan hag- vöxt er mikil til að létta byrðinni af ríkjunum jafnvel ef þau glíma áfram við fjárlagahalla. Þannig er evrusvæðið byrjað að jafna sig, þar með talin nokk- ur þeirra ríkja sem nutu aðstoð- ar. Meira að segja Grikklandi, þar sem vandræðin byrjuðu, er spáð af sérfræðingum Alþjóðagjald- eyrissjóðsins örlitlum vexti í ár. En yfir það heila er ekki búist við því af framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins að Evrópa vaxi mikið í nánustu framtíð á þessu sviði. Ferlinu er langt því frá lokið, atvinnuleysi er víða mikið en þess- ar nýju tölur sýna samt sem áður nokkurn árangur. fanney@frettabladid.is Evrópulöndin eru í hægum fjárhagsbata Tölur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sýna að Evrópuríkin eru hægt og rólega að ná árangri með fjárhagsvandræði sín. Vandinn er þó ekki horfinn, atvinnuleysi er víða mikið en nokkur árangur hefur samt sem áður náðst. EVRUSVÆÐIÐ AÐ JAFNA SIG Nýjar tölur frá framkvæmdastjórn ESB sýna að staðan er að batna í fjármálunum á meginlandinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Aflaverðmæti íslenskra skipa á tólf mánaða tímabili frá febrúar 2013 til janúar 2014 dróst saman um 6,8 prósent miðað við sama tímabil ári áður. Verðmæti botn- fiskafla dróst saman um 5,2 pró- sent milli tímabilanna. Hagstofan greinir frá þessu. Í janúar var aflaverðmæti íslenskra skipa um 9,3 prósentum minna af þorski en í janúar 2013. Heildarverðmæti aflans var 38,7 prósent lægra í janúar 2014 en í janúar 2013, lítill loðnuafli hefur mest með það að segja. - fbj Minnkaði um 6,8 prósent: Aflaverðmæti dregst saman Þau Arnar Geir Ómarsson og Sig- rún Hreinsdóttir hafa verið ráðin til starfa hjá fyrirtækinu H:N Markaðssamskiptum. Alls sóttu 400 manns um sex störf sem fyrir tækið auglýsti til umsóknar í síðasta mánuði. „Arnar Geir og Sigrún bætast nú í ört stækkandi hóp starfs- manna H:N,“ segir Ingvi Jökull Logason, framkvæmdastjóri H:N Markaðssamskipta. Bæði Arnar Geir og Sigrún eru hönnuðir. - skó 400 manns sóttu um: Tveir hönnuðir ráðnir til H:N NÝ FLUGSTÖÐ Flugstöð númer tvö á Heathrow-flugvellinum í Lundúnum hefur verið lokuð vegna viðgerða en nýja byggingin verður opnuð þann 4. júní næstkom- andi og farþegum hleypt þar í gegn þann 23. sama mánaðar. Upphaflega byggingin var tekin í notkun árið 1955 og var elsta bygging Heathrow-flugvallar. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.