Fréttablaðið - 24.04.2014, Side 32

Fréttablaðið - 24.04.2014, Side 32
FÓLK|TÍSKA Ásdís Inga Haraldsdóttir naglafræðingur segir að flestar konur sem komi til hennar fái sér svokallaðar „stiletto“-neglur en þeim svipar svolítið til klóa. „Ég er nánast hætt að gera þessar venjulegu „french“-neglur. Langflestar fá sér einlitar stiletto-neglur og svo eru nokkrar sem vilja hafa eina eða tvær neglur í öðru vísi lit til að fá smá tilbreytingu.“ Henni finnst skemmtilegast að fá til sín konur sem eru til í smá „bling“ eins og hún kallar það. „Ég er sjálf mikið fyrir alls konar „bling“ og finnst gaman að leika mér með alls kyns skreytingar. Ég er líka búin að panta fullt af flottum litum sem ég held að verði vinsælir í sumar, til dæmis neongulan, -bleikan og -fjólu- bláan.“ Þegar neglurnar eru litaðar með heillit er notað gellakk sem helst á nöglinni og vex fram með henni. Að sögn Ásdísar er þó lítið mál að skipta um lit ef svo ber undir. „Þá er gamli liturinn bara pússaður af og nýr settur á.“ Viðskiptavinir Ásdísar eru flestir á aldrinum sextán til þrjátíu ára. „Þær yngri vilja helst einlitar neglur en þær eldri eru oft til í eitthvað fjölbreyttara. Þær eru oft komnar með sinn stíl og eru óhræddari við að vera áberandi. Þær leyfa mér líka oft að ráða hvað ég set á þær og það finnst mér mjög gaman,“ segir Ásdís og brosir. Hún segir margar hafa mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig þær vilja hafa neglurnar. „Sumar panta jafnvel tíma með margra daga fyrirvara og senda mynd af eins nöglum og þær vilja fá.“ Ásdís hefur margar hugmyndir í koll- inum að mismunandi nöglum og segir að ef hún hefði tíma þá myndi hún breyta og skipta um liti og skraut á eigin nöglum reglulega. „Það er mjög mikið að gera hjá mér. Nagla- vinnan er aukavinna hjá mér en ég hef haft nóg að gera síðan ég kláraði námið árið 2010. Þetta er besta aukavinna sem ég hef haft.“ Neglur Ás- dísar má finna á Facebook. NEGLUR EINS OG KLÆR NAGLATÍSKA Flestar konur sem biðja um gervineglur fá sér svokallaðar „stiletto“-neglur. Mismunandi litir eru á nöglunum til að fá fjölbreytni. ÁSDÍS NAGLA- FRÆÐINGUR Ásdís Inga Haralds- dóttir telur líklegt að neonlitir verði áberandi á nöglum í sumar. BLEIKT OG BLING Ásdísi finnst skemmtileg- ast að fá að skreyta neglur og gera þær fínar. FJÖLBREYTTAR Það getur verið skemmti- legt að nota nokkra liti á neglurnar. EIN ÖÐRUVÍSI Það er vinsælt núna að hafa eina nögl á hvorri hendi í öðruvísi lit en hinar. HVÍTT VINSÆLT Ásdís segir margar vilja hafa allar neglurnar hvítar. STILETTO Stiletto-neglur eru vinsælar núna. Þær eru hvassar og líta út eins og klær. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Gleðilegt sumar Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Verslunin Belladonna Nýtt námskeið hefst 26. septemberNýtt námskeið hefst 17. aprílNæs a námskeið hefst 12. júníNæsta námskeið hefst 2. a ríl 2014æsta námsk ið hefs 7.maí Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.