Fréttablaðið - 24.04.2014, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 24.04.2014, Blaðsíða 32
FÓLK|TÍSKA Ásdís Inga Haraldsdóttir naglafræðingur segir að flestar konur sem komi til hennar fái sér svokallaðar „stiletto“-neglur en þeim svipar svolítið til klóa. „Ég er nánast hætt að gera þessar venjulegu „french“-neglur. Langflestar fá sér einlitar stiletto-neglur og svo eru nokkrar sem vilja hafa eina eða tvær neglur í öðru vísi lit til að fá smá tilbreytingu.“ Henni finnst skemmtilegast að fá til sín konur sem eru til í smá „bling“ eins og hún kallar það. „Ég er sjálf mikið fyrir alls konar „bling“ og finnst gaman að leika mér með alls kyns skreytingar. Ég er líka búin að panta fullt af flottum litum sem ég held að verði vinsælir í sumar, til dæmis neongulan, -bleikan og -fjólu- bláan.“ Þegar neglurnar eru litaðar með heillit er notað gellakk sem helst á nöglinni og vex fram með henni. Að sögn Ásdísar er þó lítið mál að skipta um lit ef svo ber undir. „Þá er gamli liturinn bara pússaður af og nýr settur á.“ Viðskiptavinir Ásdísar eru flestir á aldrinum sextán til þrjátíu ára. „Þær yngri vilja helst einlitar neglur en þær eldri eru oft til í eitthvað fjölbreyttara. Þær eru oft komnar með sinn stíl og eru óhræddari við að vera áberandi. Þær leyfa mér líka oft að ráða hvað ég set á þær og það finnst mér mjög gaman,“ segir Ásdís og brosir. Hún segir margar hafa mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig þær vilja hafa neglurnar. „Sumar panta jafnvel tíma með margra daga fyrirvara og senda mynd af eins nöglum og þær vilja fá.“ Ásdís hefur margar hugmyndir í koll- inum að mismunandi nöglum og segir að ef hún hefði tíma þá myndi hún breyta og skipta um liti og skraut á eigin nöglum reglulega. „Það er mjög mikið að gera hjá mér. Nagla- vinnan er aukavinna hjá mér en ég hef haft nóg að gera síðan ég kláraði námið árið 2010. Þetta er besta aukavinna sem ég hef haft.“ Neglur Ás- dísar má finna á Facebook. NEGLUR EINS OG KLÆR NAGLATÍSKA Flestar konur sem biðja um gervineglur fá sér svokallaðar „stiletto“-neglur. Mismunandi litir eru á nöglunum til að fá fjölbreytni. ÁSDÍS NAGLA- FRÆÐINGUR Ásdís Inga Haralds- dóttir telur líklegt að neonlitir verði áberandi á nöglum í sumar. BLEIKT OG BLING Ásdísi finnst skemmtileg- ast að fá að skreyta neglur og gera þær fínar. FJÖLBREYTTAR Það getur verið skemmti- legt að nota nokkra liti á neglurnar. EIN ÖÐRUVÍSI Það er vinsælt núna að hafa eina nögl á hvorri hendi í öðruvísi lit en hinar. HVÍTT VINSÆLT Ásdís segir margar vilja hafa allar neglurnar hvítar. STILETTO Stiletto-neglur eru vinsælar núna. Þær eru hvassar og líta út eins og klær. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Gleðilegt sumar Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Verslunin Belladonna Nýtt námskeið hefst 26. septemberNýtt námskeið hefst 17. aprílNæs a námskeið hefst 12. júníNæsta námskeið hefst 2. a ríl 2014æsta námsk ið hefs 7.maí Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.