Fréttablaðið - 24.04.2014, Side 16
24. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 16
Börn sem fá mat sem hefur verið
skorinn í bita hegða sér betur á
meðan á máltíð stendur en börn sem
fá mat sem þau þurfa að bíta í með
framtönnunum, eins og til dæmis
kjúklingalæri, epli og maís. Tvöfalt
meiri líkur voru á því að börn sem
fengu þessar fæðutegundir ekki nið-
urskornar óhlýðnuðust fullorðnum og
væru frekari við önnur börn. Þetta
kemur fram í fréttatilkynningu frá
Cornell-háskólanum í Bandaríkjun-
um. Vísindamenn við nokkra banda-
ríska háskóla stóðu að rannsókninni.
Tólf börnum á aldrinum sex til tíu
ára var skipt niður í tvo hópa í sum-
arbúðum og var annar hópurinn lát-
inn bíta í kjúkling með beini en hinn
fékk kjúklinginn niðurskorinn. Dag-
inn eftir fékk fyrri hópurinn niður-
skorinn kjúklinginn en hinn óskorinn
kjúkling. - ibs
Niðurstöður bandarískra vísindamanna:
Borðsiðirnir betri ef
maturinn er skorinn Börn á tvíhjóli með hjálpardekkjum ná oft meiri hraða á hjólunum en þau ráða við. Ef foreldrar ákveða
að velja tvíhjól með hjálpardekkjum er öruggast að
barnið hjóli á svæði fjarri umferð. Þetta kemur fram á
heimasíðu Miðstöðvar slysavarna barna, msb.is.
Þar er jafnframt bent á að þjálfa þurfi barnið í að
bremsa og halda í hjólið niður brekkur. Forðast á að
hjóla of nálægt gangstéttarbrúnum. Hafa þarf í huga
að þegar börn beygja á tvíhjóli með hjálpardekkjum
halla þau sér í öfuga átt. Það verður því flóknara fyrir
þau að læra að beygja á venjulegu hjóli.
Þegar barnið hefur náð tökum á að hjóla sjálft á tví-
hjóli án hjálpardekkja er þjálfun þess langt frá því að
vera lokið, að því er segir á heimasíðu miðstöðvarinn-
ar. Æfa þarf barnið í að taka beygjur, hemla og hjóla í
halla. Þau þurfa einnig að taka tillit til gangandi veg-
farenda og læra almennar umferðarreglur.
Fyrsta tvíhjól barnsins á að vera með fótbremsum.
Barn á erfitt með að grípa utan um handbremsur á
ferð þar sem það þarf að losa takið á stýrinu á meðan.
Við það getur það misst jafnvægið og dottið.
- lbs
Ráðleggingar Miðstöðvar slysavarna barna um þjálfun hjólreiða:
Fótbremsur á fyrsta tvíhjólinu
KJÚKLINGALÆRI Börn hegða sér verr
við matarborðið þurfi þau að bíta í heilt
kjúklingalæri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Á REIÐHJÓLI Mikilvægt er að reiðhjól barna séu með öllum
nauðsynlegum öryggisbúnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Árbær
Grafar-
vogur
Laugar-
dalur
Mennta-
skólinn
Breiðholt
Bústaða-
hverfi
Vesturbær
Miðborg
og Hlíðar
Grafarholt
Háaleiti
HVERFAHÁTÍÐIR Í TILEFNI SUMARDAGSINS FYRSTA
VESTURBÆR
Kl. 11. Skrúðganga frá Melaskóla
að Frostaskjóli. Fjölskylduhátíð í
Frostaskjóli til 12.30.
MIÐBORG
OG HLÍÐAR
Kl. 13 til 15. Sumarhátíð
á Klambratúni við Kjarvalsstaði.
LAUGARDALUR
Kl. 11 til 13. Sumarhátíð
í Þróttheimum/Glaðheimum
(við Holtaveg 11).
GRAFARVOGUR
Kl. 11.30. Skrúðganga frá
Spöng að Rimaskóla. 11.45 til
14. Skemmtun í Rimaskóla,
(Rósarima 11).
MENNTASKÓLINN
VIÐ HAMRAHLÍÐ
Kl. 14 og kl. 16.
Hamrahlíðarkórarnir. syngja.
Ýmis skemmtiatriði.
HÁALEITI
Kl. 11 til 13. Sumarhátíð í
Kringlumýri (Safamýri 28).
BÚSTAÐAHVERFI
Kl. 13 Skrúðganga frá Grímsbæ
að Bústaðakirkju. Kl. 14 Gengið í
Víkina. Dagskrá til kl. 16.
BREIÐHOLT
Kl. 13 til 15. Hátíðarhöld við
félagsmiðstöðina Hólmasel
(Hólmaseli 4 til 6).
ÁRBÆR
Kl. 11 Skrúðganga frá Árbæjar-
laug að Árbæjarkirkju. 11.30
Helgistund í kirkjunni. Kl. 12-14
Sumarhátíð á Árbæjartorgi.
GRAFARHOLT
Kl. 12.30 Skrúðganga frá Sæ-
mundarskóla að Guðríðarkirkju.
Kl. 13.30 - 15.30. Sumarhátíð við
Ingunnarskóla.
Sumardeginum fyrsta verður
fagnað með margvíslegri skemmt-
un fyrir börn og fullorðna, s.s.
skrúðgöngum og hljóðfæraleik,
í öllum hverfum Reykjavíkur.
Meðal annars verður boðið upp á
skemmtidagskrá við frístundamið-
stöðvar og í sundlaugum.
Fjölskylduhelgistundir verða í
nokkrum kirkjum borgarinnar.
Í félagsmiðstöðvum verður hægt
að skemmta sér við að hoppa í
hoppköstulum, grilla pylsur, horfa
á danssýningar, hlusta á söng, fá
kennslu í skylmingum, perlu-
skálagerð og taka þátt í ýmsum
keppnum og þrautum auk ýmis-
legs annars sem greint er frá á
vef Reykjavíkurborgar, reykja-
vik.is, en þar er að finna ítarlega
dagskrá.
Kórarnir í Hamrahlíð halda
undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdótt-
ur upp á sumarkomu með skemmt-
un í hátíðarsal Menntaskólans við
Hamrahlíð. Í fréttatilkynningu
segir að kórfélagar vilji hressa
fólk með góðri blöndu af vorvít-
amíni eftir kennaraverkfall og
rysjótta tíð. Haldnir verða tvennir
tónleikar, það er kl. 14 og 16.
Á milli tónleikanna og á eftir
verða seldar kaffiveitingar. Þá
verða ýmis skemmtiatriði og
uppákomur, meðal annars hljóð-
færaleikur og hljóðfærastofa,
bangsa- og dúkkuspítali, vísinda-
og tilraunastofa, skátahorn, hár-
greiðsla og andlitsmálun, ljós-
myndastofa og fatamarkaður.
Aðgangur er ókeypis.
ibs@frettabladid.is
Sumri fagnað í öllum
borgarhverfum
Skrúðgöngur, helgistundir, skemmtanir, skátahorn og pylsur grillaðar í tilefni
sumarkomu. Skemmtidagskrá verður við frístundamiðstöðvar og í sundlaugum.
SKRÚÐGANGA
Hátíðirnar eru
samstarfsverkefni
frístundamið-
stöðva, þjónustu-
miðstöðva og
frjálsra félaga-
samtaka.
FRÉTTABLADID/DANÍELEkki missa af frábæru tilboði!
Gríptu með þér vin eða vinkonu,
maka eða fjölskyldumeðlim og eigðu
frábæran tíma í brekkunum.
Gildir 22. til 25. apríl.
2 fyrir 1 í
fjallið
PA
PI
R
\
BW
A
TB
SÍA
14118
41180
Upplýsingasími 530 3000
Nánari upplýsingar skidasvaedi.is