Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2014, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 24.04.2014, Qupperneq 16
24. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 16 Börn sem fá mat sem hefur verið skorinn í bita hegða sér betur á meðan á máltíð stendur en börn sem fá mat sem þau þurfa að bíta í með framtönnunum, eins og til dæmis kjúklingalæri, epli og maís. Tvöfalt meiri líkur voru á því að börn sem fengu þessar fæðutegundir ekki nið- urskornar óhlýðnuðust fullorðnum og væru frekari við önnur börn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Cornell-háskólanum í Bandaríkjun- um. Vísindamenn við nokkra banda- ríska háskóla stóðu að rannsókninni. Tólf börnum á aldrinum sex til tíu ára var skipt niður í tvo hópa í sum- arbúðum og var annar hópurinn lát- inn bíta í kjúkling með beini en hinn fékk kjúklinginn niðurskorinn. Dag- inn eftir fékk fyrri hópurinn niður- skorinn kjúklinginn en hinn óskorinn kjúkling. - ibs Niðurstöður bandarískra vísindamanna: Borðsiðirnir betri ef maturinn er skorinn Börn á tvíhjóli með hjálpardekkjum ná oft meiri hraða á hjólunum en þau ráða við. Ef foreldrar ákveða að velja tvíhjól með hjálpardekkjum er öruggast að barnið hjóli á svæði fjarri umferð. Þetta kemur fram á heimasíðu Miðstöðvar slysavarna barna, msb.is. Þar er jafnframt bent á að þjálfa þurfi barnið í að bremsa og halda í hjólið niður brekkur. Forðast á að hjóla of nálægt gangstéttarbrúnum. Hafa þarf í huga að þegar börn beygja á tvíhjóli með hjálpardekkjum halla þau sér í öfuga átt. Það verður því flóknara fyrir þau að læra að beygja á venjulegu hjóli. Þegar barnið hefur náð tökum á að hjóla sjálft á tví- hjóli án hjálpardekkja er þjálfun þess langt frá því að vera lokið, að því er segir á heimasíðu miðstöðvarinn- ar. Æfa þarf barnið í að taka beygjur, hemla og hjóla í halla. Þau þurfa einnig að taka tillit til gangandi veg- farenda og læra almennar umferðarreglur. Fyrsta tvíhjól barnsins á að vera með fótbremsum. Barn á erfitt með að grípa utan um handbremsur á ferð þar sem það þarf að losa takið á stýrinu á meðan. Við það getur það misst jafnvægið og dottið. - lbs Ráðleggingar Miðstöðvar slysavarna barna um þjálfun hjólreiða: Fótbremsur á fyrsta tvíhjólinu KJÚKLINGALÆRI Börn hegða sér verr við matarborðið þurfi þau að bíta í heilt kjúklingalæri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Á REIÐHJÓLI Mikilvægt er að reiðhjól barna séu með öllum nauðsynlegum öryggisbúnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Árbær Grafar- vogur Laugar- dalur Mennta- skólinn Breiðholt Bústaða- hverfi Vesturbær Miðborg og Hlíðar Grafarholt Háaleiti HVERFAHÁTÍÐIR Í TILEFNI SUMARDAGSINS FYRSTA VESTURBÆR Kl. 11. Skrúðganga frá Melaskóla að Frostaskjóli. Fjölskylduhátíð í Frostaskjóli til 12.30. MIÐBORG OG HLÍÐAR Kl. 13 til 15. Sumarhátíð á Klambratúni við Kjarvalsstaði. LAUGARDALUR Kl. 11 til 13. Sumarhátíð í Þróttheimum/Glaðheimum (við Holtaveg 11). GRAFARVOGUR Kl. 11.30. Skrúðganga frá Spöng að Rimaskóla. 11.45 til 14. Skemmtun í Rimaskóla, (Rósarima 11). MENNTASKÓLINN VIÐ HAMRAHLÍÐ Kl. 14 og kl. 16. Hamrahlíðarkórarnir. syngja. Ýmis skemmtiatriði. HÁALEITI Kl. 11 til 13. Sumarhátíð í Kringlumýri (Safamýri 28). BÚSTAÐAHVERFI Kl. 13 Skrúðganga frá Grímsbæ að Bústaðakirkju. Kl. 14 Gengið í Víkina. Dagskrá til kl. 16. BREIÐHOLT Kl. 13 til 15. Hátíðarhöld við félagsmiðstöðina Hólmasel (Hólmaseli 4 til 6). ÁRBÆR Kl. 11 Skrúðganga frá Árbæjar- laug að Árbæjarkirkju. 11.30 Helgistund í kirkjunni. Kl. 12-14 Sumarhátíð á Árbæjartorgi. GRAFARHOLT Kl. 12.30 Skrúðganga frá Sæ- mundarskóla að Guðríðarkirkju. Kl. 13.30 - 15.30. Sumarhátíð við Ingunnarskóla. Sumardeginum fyrsta verður fagnað með margvíslegri skemmt- un fyrir börn og fullorðna, s.s. skrúðgöngum og hljóðfæraleik, í öllum hverfum Reykjavíkur. Meðal annars verður boðið upp á skemmtidagskrá við frístundamið- stöðvar og í sundlaugum. Fjölskylduhelgistundir verða í nokkrum kirkjum borgarinnar. Í félagsmiðstöðvum verður hægt að skemmta sér við að hoppa í hoppköstulum, grilla pylsur, horfa á danssýningar, hlusta á söng, fá kennslu í skylmingum, perlu- skálagerð og taka þátt í ýmsum keppnum og þrautum auk ýmis- legs annars sem greint er frá á vef Reykjavíkurborgar, reykja- vik.is, en þar er að finna ítarlega dagskrá. Kórarnir í Hamrahlíð halda undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdótt- ur upp á sumarkomu með skemmt- un í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Í fréttatilkynningu segir að kórfélagar vilji hressa fólk með góðri blöndu af vorvít- amíni eftir kennaraverkfall og rysjótta tíð. Haldnir verða tvennir tónleikar, það er kl. 14 og 16. Á milli tónleikanna og á eftir verða seldar kaffiveitingar. Þá verða ýmis skemmtiatriði og uppákomur, meðal annars hljóð- færaleikur og hljóðfærastofa, bangsa- og dúkkuspítali, vísinda- og tilraunastofa, skátahorn, hár- greiðsla og andlitsmálun, ljós- myndastofa og fatamarkaður. Aðgangur er ókeypis. ibs@frettabladid.is Sumri fagnað í öllum borgarhverfum Skrúðgöngur, helgistundir, skemmtanir, skátahorn og pylsur grillaðar í tilefni sumarkomu. Skemmtidagskrá verður við frístundamiðstöðvar og í sundlaugum. SKRÚÐGANGA Hátíðirnar eru samstarfsverkefni frístundamið- stöðva, þjónustu- miðstöðva og frjálsra félaga- samtaka. FRÉTTABLADID/DANÍELEkki missa af frábæru tilboði! Gríptu með þér vin eða vinkonu, maka eða fjölskyldumeðlim og eigðu frábæran tíma í brekkunum. Gildir 22. til 25. apríl. 2 fyrir 1 í fjallið PA PI R \ BW A TB SÍA 14118 41180 Upplýsingasími 530 3000 Nánari upplýsingar skidasvaedi.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.