Fréttablaðið - 24.04.2014, Side 54
24. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 46
BAKÞANKAR
Bergs Ebba
Benediktssonar
SEXTÁN nepalskir leiðsögumenn dóu á
Everest-fjalli í síðustu viku. Þessir menn
unnu við að hjálpa vestrænu fólki að vinna
þá hetjudáð að stíga fæti á hæsta fjall
heims.
NÚ sit ég nú bara hérna við stofuhita og
pikka inn orð á tölvu en langar samt að
velta upp þeirri spurningu hvort það
sé hetjudáð að klífa Everest-tind. Í því
samhengi má nefna að það hafa um
1.500 manns þegar gert það, sá elsti
var 76 ára, sá yngsti 13 ára. Árið 2001
fór blindur maður á toppinn. Menn hafa
komist á toppinn frá öllum mögu-
legum hliðum, með og án súrefn-
is, í hóp eða verið einir á ferð.
Árið 2005 var haldið brúðkaup á
tindinum.
ÞÓ að það sé persónulegt
afrek að klífa tindinn er það
varla fréttnæmt eða sam-
félagslega merkilegt. Til að
það teldist fréttnæmt veit ég
ekki hvað fjallafólkið þyrfti
að gera: klífa Everest berfætt,
aftur á bak, haldandi á fiskabúri. Samt
væri það bara kjánalegt.
ÉG ber virðingu fyrir öllum sem leggja
á sig líkamlegt erfiði til að ná markmið-
um sínum. En þetta nær ekkert lengra en
það. Þetta er ekki Hringadróttinssaga.
Það er enginn galdrakarl á toppnum sem
bíður þar með mikilvæg skilaboð. Uppi á
toppnum eru bara aðrir fjallagarpar með
grýlukerti í skegginu sem segja upphátt
hver við annan: „Jæja, þá kemst maður
ekki hærra,“ sem er kaldhæðnislegt því í
hvert skipti sem maður sest upp í farþega-
þotu þá flýgur maður hærra en Evererst-
tindur og þar getur maður slakað á í stól
og sötrað Grand Marnier án þess að vera
með grýlukerti í andlitinu.
EN samt leggja menn þetta á sig. Allt til
að geta troðið frostbitnum lófa ofan í vasa
sinn og náð þar í myndavél til að taka
mynd af sjálfum sér á toppnum. Rándýr
selfie. Og þar til í síðustu viku bar ég
ákveðna virðingu fyrir því, allt þar til ég
heyrði af dauðsföllum hinna nepölsku leið-
sögumanna.
Dýrasta sjálfsmyndin í bransanum
Leikkonan Lupita Nyong’o er
fallegasta kona heims að mati
tímaritsins People en á föstu-
daginn kemur út sérstakt
fegurðarhefti tímaritsins með
yfirliti yfir fimmtíu fegurstu
konur heims.
Lupita hefur notið gríðarlegra
vinsælda upp á síðkastið og
vann fjöldamörg verðlaun fyrir
hlutverk sitt í þræladramanu 12
Years a Slave, þar á meðal Ósk-
arsverðlaunin.
„Þetta er spennandi og heil-
mikið hrós,“ segir Lupita um
það að vera kosin fegursta kona
heims. Hún segist hafa alist
upp við konur með ljóst hörund
og ljóst hár þegar hún var lítil
og talið að þær væru holdgerv-
ingar fegurðar. Móðir hennar,
Dorothy, sagði henni hins vegar
ávallt að hún væri falleg.
„Og loksins trúði ég henni,“
bætir Lupita við í samtali við
People.
liljakatrin@frettabladid.is
Fallegasta kona heims
Tímaritið People hefur valið fi mmtíu fallegustu konur heims. Leikkonan og
Óskarsverðlaunahafi nn Lupita Nyong’o er sú fegursta að mati tímaritsins.
„Mikið hrós,“ segir þessi hæfi leikaríka leikkona sem er mikið tískutákn.
➜ Stutt er síðan Lupita var
gerð að andliti snyrtivörurisans
LancÔme og fetar þannig í
fótspor leikkvennanna Juliu
Roberts og Kate Winslet.
Fleiri konur sem komast á lista People
THE AMAZING SPIDERMAN 2 3D
RIO 2 2D / 3DÍSL. TAL
OCULUS
HARRÝ OG HEIMIR
NYMPHOMANIAC PART 2
GRAND BUDAPEST HOTEL
KL. 10 (FORSÝNING)
KL. 3.30 - 5.45
KL. 8
KL. 4 - 6 - 8 - 10.20
KL. 8
KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15
THE AMAZING SPIDERMAN 2 3D
THE AMAZING SPIDERMAN 2 3DLÚXUS
RIO 2 2D / 3D ÍSL. TAL
RIO 2 3DENS. TAL (ÓTEXTAÐ)
OCULUS
HARRÝ OG HEIMIR
HARRÝ OG HEIMIR LÚXUS
GRAND BUDAPEST HOTEL
ÁHNETUR NIÐ 2D
ÆVINTÝRI HR. PÍBODYS
KL. 10.20 (FORSÝNING)
KL. 10.20 (FORSÝNING)
KL. 1 - 3.30 - 5.45
KL. 5.45 - 8
KL. 8
KL. 2 - 4 - 6 – 8 - 10.15
KL. 2 - 4 - 6 - 8
KL. 8 - 10.15
KL.1
KL. 3.30
Miðasala á:
EINVÍGIÐ Í AMAZON
-H.S., MBL
-B.O., DV
GLEÐILEGT BÍÓSUMAR!
FORSÝNING SMÁRABÍÓ KL. 11FORSÝND Í SMÁRABÍÓI KL. 10.20
OG Í HÁSKÓLABÍÓI KL. 10
SPIDERMAN 2 3D FORSÝNING 10:10
A HAUNTED HOUSE 2 8, 10
RIO 2 3D 1:50
RIO 2 2D 2, 5
HARRY OG HEIMIR 1:50, 4, 6, 8, 10:45
MONICA Z 3:30, 5:45
CAPTAIN AMERICA 3D 8
FORSÝNING
Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu.
www.laugarasbio.isSími: 553-20755%
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
AKUREYRI
SPARBÍÓ
EMPIRE ENTERTAINMENT WEEKLYTOTAL FILM
CHICAGO SUN-TIMES ENTERTAINMENT WEEKLY PORTLAND OREGONIAN
KEFLAVÍK
TOTAL FILM EMPIRE
PÓLSKIR KVIKMYNDADAGARMONICA ZANTBOY
SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
AMBER HEARD MOLLY SIMS
KERRY
WASHINGTON MINDY KALING
JENNA DEWAN-
TATUM KERI RUSSELL