Fréttablaðið - 24.04.2014, Side 2

Fréttablaðið - 24.04.2014, Side 2
24. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Steingrímur, munið þið notast við ný batterí? „Já, þetta er ágætis byrjun á rafvæðingu skipaflotans.“ Steingrímur Erlingsson er stofnandi Fáfnis Offshore, sem hefur undirritað samning um smíði skips sem er knúið dísilolíu og raf- hlöðum. Ný batterí er lag með Sigur Rós af plötunni Ágætis byrjun. SPURNING DAGSINS SUMAR SALA 40-50% AFSLÁTTUR af völdum vörum UTANRÍKISMÁL Engin ástæða er til þess að gera breytingar á samningnum um evrópska efna- hagssvæðið (EES) þrátt fyrir að Ísland hafi ekki uppfyllt eina af meginstoðum samningsins frá því að gjaldeyrishöftum var komið á, að mati framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins (ESB). Þetta kemur fram í svari fram- kvæmdastjórnarinnar við fyrir- spurn Mortens Løkkegaard, Evrópuþingmanns danska hægri- flokksins Venstre. „Þar sem fjár- magnshöftin voru sett í samræmi við EES-samninginn og í ljósi þess að unnið er að því að losa um þau er engin ástæða til þess að endurskoða samkomulagið,“ segir í svarinu. Løkkegaard spurði fram- kvæmdastjórnina hvort viðhorf hennar hefði breyst í ljósi þess að gjaldeyrishöftin hafi nú verið við lýði í fimm ár. Framkvæmdastjórnin segir lögmæti gjaldeyrishaftanna hafa verið staðfest af EFTA-dómstóln- um, og sé í samræmi við undan- þágur í EES-samningnum. Af því leiði að framkvæmdastjórnin geri engar athugasemdir við höft- in. Í svarinu segir að það sé flók- ið að afnema gjaldeyrishöftin, og framkvæmdastjórnin hafi engar upplýsingar um hvenær það gæti tekist. „Lokatakmarkið er áfram það að draga hægt og rólega úr þessum tímabundnu gjaldeyris- höftum,“ segir í svarinu. - bj Gjaldeyrishöftin kalla ekki á breytingar á EES svarar framkvæmdastjórn ESB dönskum þingmanni: Þarf ekki að endurskoða EES vegna hafta AKUREYRI Andrésar Andar leik- arnir voru settir í íþróttahöll- inni á Akureyri í gærkvöld með hefðbundnum hætti. Mótssetn- ingin hefst með skrúðgöngu frá Lundarskóla niður að Íþróttahöll. Leikarnir eru stærsta skíðamót landsins með allt að 800 kepp- endum á aldrinum 6 til 15 ára ár hvert. Þeim fylgja þjálfarar, far- arstjórar og fjölskyldur og má því gera ráð fyrir að um 2.500 manns sæki leikana í ár. Keppt er í alpagreinum skíða- íþrótta og skíðagöngu. Fyrir tveimur árum var tekið upp á því að bjóða einnig upp á keppni í snjóbrettum og hefur sú keppn- isgrein stækkað og eflst innan leikanna. Í ár verður einnig boðið upp á keppni í svokölluðum stjörnuflokki, líkt og hefur verið gert síðustu ár. Í stjörnuflokki keppa fatlaðir og hreyfihamlað- ir íþróttamenn. Allir ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi á leik- unum í ár. Smári Kristinsson, einn skipu- leggjenda mótsins, segir mótið í ár verða eitt það glæsilegasta frá upphafi. „Veðurguðirnir leika við okkur þessa dagana og öll aðstaða í Hlíðarfjalli í dag er til fyrirmyndar. Þetta er hápunktur tímabils skíðaiðkenda í þessum aldurshópi á hverju ári og fjöld- inn sem sækir þetta mót eykst ár frá ári.“ Nokkrir keppendur koma alla leið frá Noregi til að taka þátt í mótinu og hefur það færst í vöxt að fyrirspurnir berist utanlands frá um leikana. „Það er gaman að bjóða erlend- um skíðakrökkum að taka þátt í leikunum. Það eru allir velkomn- ir hingað á Akureyri og gaman fyrir íslenska keppendur að eiga líka í höggi við erlenda skíða- krakka. Þessir krakkar sem eru að koma að utan mæta á mótið oft á tíðum vegna einhverra tengsla sem hafa myndast milli skíðaiðk- enda eða þjálfara. Þessi tengsl eru mikilvæg bæði fyrir okkur og þau,“ segir Smári. Páskahelgin var ekki hlið- holl skíðaiðkendum á Akureyri. Hvassviðri gerði þeim lífið leitt þá helgi og var ekki hægt að hafa opið í Hlíðarfjalli. Aðeins var opið á skírdag og á annan í pásk- um. Spáin fyrir komandi helgi er góð, bjart veður og vindur lítill sem enginn. Því er líklegt að leik- arnir fari fram samkvæmt dag- skrá og ekkert þurfi að færa til og engu að fresta sökum veðurs. Mótinu verður slitið á laugar- daginn með lokahófi í íþróttahöll Akureyringa. Hart verður bar- ist í brekkum Hlíðarfjalls þótt gleðin verði í fyrirrúmi. sveinn@frettabladid.is Stærsta skíðamót ársins í Hlíðarfjalli 39. Andrésar Andar leikarnir í Hlíðarfjalli voru settir í gær. Um 750 börn taka þátt í leikunum sem standa til laugardags. Um 2.500 manns sækja bæinn heim vegna leikanna. „Mótið stækkar með hverju árinu“, segir skipuleggjandi. SPURÐI UM HÖFT Danski Evrópuþing- maðurinn Morten Løkkegaard spurði framkvæmdastjórn ESB um áhrif gjald- eyrishaftanna á EES-samninginn. ANDRÉS Á SKÍÐUM Fjöldi þátttakenda á Andrésar Andar leikunum eykst ár frá ári. MYND/AXEL DARRI Veðurguðirnir leika við okkur þessa dagana og öll aðstaða í Hlíðarfjalli í dag er til fyrirmyndar. Smári Kristinsson, einn skipuleggjanda Andrésar Andar leikanna. SVÍÞJÓÐ Sextíu prósent kennara í Svíþjóð segjast hafa haft nem- endur sem lýst hafi yfir kynþátta- hatri í kennslustundum. Talan er enn hærri hjá nemendum í efstu stigum grunnskólans eða 65 pró- sent. Þetta er niðurstaða könnun- ar á vegum ritsins Skolvärlden. Nær fjórir af hverjum tíu kenn- urunum segja skólann ekki hafa brugðist rétt við. Aðeins 19 prósent kennara fengu ráðgjöf um útlendingahatur undanfarin fimm ár. - ibs Könnun í sænskum skólum: Kynþáttahatur hjá nemendum PERSÓNUVERND 21 árs gömul kona, Tinna Ingólfs- dóttir, hefur stigið fram og sagt frá misnotkun sem hún hefur orðið fyrir. Misnotkunin felst í því að nektarmyndum af henni, síðan hún var ungling- ur, hefur verið dreift á netinu. Í grein sem Tinna skrifar á vefsíðuna Freyjur.is kemur fram að hún hafi tekið myndirnar þegar hún var þrettán ára gömul. „Ég vissi alveg að ég ætti ekki að senda strákum á internetinu nektarmyndir af mér,“ segir hún. Grein Tinnu kemur í kjölfarið á umfjöllun Fréttablaðsins um óprúttna aðila á internetinu sem dreifa myndum af stúlkum undir lögaldri. Myndunum er dreift á svokölluðum Chan-síðum en notendur þar gefa ekki upp nafn sitt. Tinna segist í greininni ekki hafa gefið leyfi fyrir birtingu myndanna af sér. Þrátt fyrir það séu myndirnar enn í dreifingu og hún verði reglu- lega fyrir áreiti vegna þessa. „Ég fékk að heyra athugasemdir eins og „Gaman að sjá þig í fötum!“ nánast daglega.“ Lögregla vinnur að því að loka vefsíðum sem birta myndir af börnum undir lögaldri. - ssb Óprúttnir aðilar hafa dreift nektarmyndum af íslenskri stúlku í leyfisleysi: Er oft áreitt vegna nektarmynda ÚKRAÍNA, AP Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hótaði hörð- um viðbrögðum fari svo að rússneskir ríkisborgarar eða rússneskir hagsmunir verði fyrir hnjaski eða árásum í Úkraínu. Úkraínustjórn hefur hins vegar ekki gert neina alvöru úr hótunum sínum um að senda herlið á aðskilnaðarsinna hliðholla Rússum, sem náð hafa á sitt vald stjórnvaldsbyggingum í um tíu borgum í austan- verðri Úkraínu. Óljóst er hvort her og lögregla í Úkraínu hafa getu eða vilja til þess að ráðast gegn aðskilnaðarsinnum. Úkraínski herinn hefur lítið fjár- magn til að spila úr og lélegan búnað, og hermennirnir virðast ekki vita í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. „Í dag er staðan sú að flestir þeirra vilja ekki berjast fyrir neinn því þeir vita ekki hverjir bera sigur úr býtum á morgun og hvernig allt þetta fer á endanum,“ segir Volodímír Fesenkko, stjórnmálaskýr- andi í Kænugarði. - gb Úkraínustjórn lætur aðskilnaðarsinna enn í friði: Rússar hóta hörðum viðbrögðum SÝRLAND, AP Sýrlenskir stjórnar- andstæðingar saka Sýrlandsstjórn um að hafa gert nýjar eiturefna- árásir á fólk undanfarna daga. Sýrlandsstjórn segir ekkert hæft í þessu en Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna vill að gerð verði rannsókn á málinu. Sýrlandsstjórn samþykkti á síðasta ári að afhenda öll eitur- efnavopn sín til förgunar og fyrr í vikunni fékkst staðfest að 86 pró- sent þeirra hafi þegar verið látin af hendi. - gb Öryggisráðið vill rannsókn: Eiturefnaárásir í Sýrlandi á ný DREIFIBRÉFIN LESIN Úkraínskar konur í borginni Donetsk lesa dreifibréf frá aðskilnaðarsinnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRÉTTA- BLAÐIÐ 15. APRÍL Fram kom í Frétta- blaðinu fyrir níu dögum að nektar- myndum af íslenskum stúlkum er dreift á Internetinu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.