Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2014, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 24.04.2014, Qupperneq 2
24. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Steingrímur, munið þið notast við ný batterí? „Já, þetta er ágætis byrjun á rafvæðingu skipaflotans.“ Steingrímur Erlingsson er stofnandi Fáfnis Offshore, sem hefur undirritað samning um smíði skips sem er knúið dísilolíu og raf- hlöðum. Ný batterí er lag með Sigur Rós af plötunni Ágætis byrjun. SPURNING DAGSINS SUMAR SALA 40-50% AFSLÁTTUR af völdum vörum UTANRÍKISMÁL Engin ástæða er til þess að gera breytingar á samningnum um evrópska efna- hagssvæðið (EES) þrátt fyrir að Ísland hafi ekki uppfyllt eina af meginstoðum samningsins frá því að gjaldeyrishöftum var komið á, að mati framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins (ESB). Þetta kemur fram í svari fram- kvæmdastjórnarinnar við fyrir- spurn Mortens Løkkegaard, Evrópuþingmanns danska hægri- flokksins Venstre. „Þar sem fjár- magnshöftin voru sett í samræmi við EES-samninginn og í ljósi þess að unnið er að því að losa um þau er engin ástæða til þess að endurskoða samkomulagið,“ segir í svarinu. Løkkegaard spurði fram- kvæmdastjórnina hvort viðhorf hennar hefði breyst í ljósi þess að gjaldeyrishöftin hafi nú verið við lýði í fimm ár. Framkvæmdastjórnin segir lögmæti gjaldeyrishaftanna hafa verið staðfest af EFTA-dómstóln- um, og sé í samræmi við undan- þágur í EES-samningnum. Af því leiði að framkvæmdastjórnin geri engar athugasemdir við höft- in. Í svarinu segir að það sé flók- ið að afnema gjaldeyrishöftin, og framkvæmdastjórnin hafi engar upplýsingar um hvenær það gæti tekist. „Lokatakmarkið er áfram það að draga hægt og rólega úr þessum tímabundnu gjaldeyris- höftum,“ segir í svarinu. - bj Gjaldeyrishöftin kalla ekki á breytingar á EES svarar framkvæmdastjórn ESB dönskum þingmanni: Þarf ekki að endurskoða EES vegna hafta AKUREYRI Andrésar Andar leik- arnir voru settir í íþróttahöll- inni á Akureyri í gærkvöld með hefðbundnum hætti. Mótssetn- ingin hefst með skrúðgöngu frá Lundarskóla niður að Íþróttahöll. Leikarnir eru stærsta skíðamót landsins með allt að 800 kepp- endum á aldrinum 6 til 15 ára ár hvert. Þeim fylgja þjálfarar, far- arstjórar og fjölskyldur og má því gera ráð fyrir að um 2.500 manns sæki leikana í ár. Keppt er í alpagreinum skíða- íþrótta og skíðagöngu. Fyrir tveimur árum var tekið upp á því að bjóða einnig upp á keppni í snjóbrettum og hefur sú keppn- isgrein stækkað og eflst innan leikanna. Í ár verður einnig boðið upp á keppni í svokölluðum stjörnuflokki, líkt og hefur verið gert síðustu ár. Í stjörnuflokki keppa fatlaðir og hreyfihamlað- ir íþróttamenn. Allir ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi á leik- unum í ár. Smári Kristinsson, einn skipu- leggjenda mótsins, segir mótið í ár verða eitt það glæsilegasta frá upphafi. „Veðurguðirnir leika við okkur þessa dagana og öll aðstaða í Hlíðarfjalli í dag er til fyrirmyndar. Þetta er hápunktur tímabils skíðaiðkenda í þessum aldurshópi á hverju ári og fjöld- inn sem sækir þetta mót eykst ár frá ári.“ Nokkrir keppendur koma alla leið frá Noregi til að taka þátt í mótinu og hefur það færst í vöxt að fyrirspurnir berist utanlands frá um leikana. „Það er gaman að bjóða erlend- um skíðakrökkum að taka þátt í leikunum. Það eru allir velkomn- ir hingað á Akureyri og gaman fyrir íslenska keppendur að eiga líka í höggi við erlenda skíða- krakka. Þessir krakkar sem eru að koma að utan mæta á mótið oft á tíðum vegna einhverra tengsla sem hafa myndast milli skíðaiðk- enda eða þjálfara. Þessi tengsl eru mikilvæg bæði fyrir okkur og þau,“ segir Smári. Páskahelgin var ekki hlið- holl skíðaiðkendum á Akureyri. Hvassviðri gerði þeim lífið leitt þá helgi og var ekki hægt að hafa opið í Hlíðarfjalli. Aðeins var opið á skírdag og á annan í pásk- um. Spáin fyrir komandi helgi er góð, bjart veður og vindur lítill sem enginn. Því er líklegt að leik- arnir fari fram samkvæmt dag- skrá og ekkert þurfi að færa til og engu að fresta sökum veðurs. Mótinu verður slitið á laugar- daginn með lokahófi í íþróttahöll Akureyringa. Hart verður bar- ist í brekkum Hlíðarfjalls þótt gleðin verði í fyrirrúmi. sveinn@frettabladid.is Stærsta skíðamót ársins í Hlíðarfjalli 39. Andrésar Andar leikarnir í Hlíðarfjalli voru settir í gær. Um 750 börn taka þátt í leikunum sem standa til laugardags. Um 2.500 manns sækja bæinn heim vegna leikanna. „Mótið stækkar með hverju árinu“, segir skipuleggjandi. SPURÐI UM HÖFT Danski Evrópuþing- maðurinn Morten Løkkegaard spurði framkvæmdastjórn ESB um áhrif gjald- eyrishaftanna á EES-samninginn. ANDRÉS Á SKÍÐUM Fjöldi þátttakenda á Andrésar Andar leikunum eykst ár frá ári. MYND/AXEL DARRI Veðurguðirnir leika við okkur þessa dagana og öll aðstaða í Hlíðarfjalli í dag er til fyrirmyndar. Smári Kristinsson, einn skipuleggjanda Andrésar Andar leikanna. SVÍÞJÓÐ Sextíu prósent kennara í Svíþjóð segjast hafa haft nem- endur sem lýst hafi yfir kynþátta- hatri í kennslustundum. Talan er enn hærri hjá nemendum í efstu stigum grunnskólans eða 65 pró- sent. Þetta er niðurstaða könnun- ar á vegum ritsins Skolvärlden. Nær fjórir af hverjum tíu kenn- urunum segja skólann ekki hafa brugðist rétt við. Aðeins 19 prósent kennara fengu ráðgjöf um útlendingahatur undanfarin fimm ár. - ibs Könnun í sænskum skólum: Kynþáttahatur hjá nemendum PERSÓNUVERND 21 árs gömul kona, Tinna Ingólfs- dóttir, hefur stigið fram og sagt frá misnotkun sem hún hefur orðið fyrir. Misnotkunin felst í því að nektarmyndum af henni, síðan hún var ungling- ur, hefur verið dreift á netinu. Í grein sem Tinna skrifar á vefsíðuna Freyjur.is kemur fram að hún hafi tekið myndirnar þegar hún var þrettán ára gömul. „Ég vissi alveg að ég ætti ekki að senda strákum á internetinu nektarmyndir af mér,“ segir hún. Grein Tinnu kemur í kjölfarið á umfjöllun Fréttablaðsins um óprúttna aðila á internetinu sem dreifa myndum af stúlkum undir lögaldri. Myndunum er dreift á svokölluðum Chan-síðum en notendur þar gefa ekki upp nafn sitt. Tinna segist í greininni ekki hafa gefið leyfi fyrir birtingu myndanna af sér. Þrátt fyrir það séu myndirnar enn í dreifingu og hún verði reglu- lega fyrir áreiti vegna þessa. „Ég fékk að heyra athugasemdir eins og „Gaman að sjá þig í fötum!“ nánast daglega.“ Lögregla vinnur að því að loka vefsíðum sem birta myndir af börnum undir lögaldri. - ssb Óprúttnir aðilar hafa dreift nektarmyndum af íslenskri stúlku í leyfisleysi: Er oft áreitt vegna nektarmynda ÚKRAÍNA, AP Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hótaði hörð- um viðbrögðum fari svo að rússneskir ríkisborgarar eða rússneskir hagsmunir verði fyrir hnjaski eða árásum í Úkraínu. Úkraínustjórn hefur hins vegar ekki gert neina alvöru úr hótunum sínum um að senda herlið á aðskilnaðarsinna hliðholla Rússum, sem náð hafa á sitt vald stjórnvaldsbyggingum í um tíu borgum í austan- verðri Úkraínu. Óljóst er hvort her og lögregla í Úkraínu hafa getu eða vilja til þess að ráðast gegn aðskilnaðarsinnum. Úkraínski herinn hefur lítið fjár- magn til að spila úr og lélegan búnað, og hermennirnir virðast ekki vita í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. „Í dag er staðan sú að flestir þeirra vilja ekki berjast fyrir neinn því þeir vita ekki hverjir bera sigur úr býtum á morgun og hvernig allt þetta fer á endanum,“ segir Volodímír Fesenkko, stjórnmálaskýr- andi í Kænugarði. - gb Úkraínustjórn lætur aðskilnaðarsinna enn í friði: Rússar hóta hörðum viðbrögðum SÝRLAND, AP Sýrlenskir stjórnar- andstæðingar saka Sýrlandsstjórn um að hafa gert nýjar eiturefna- árásir á fólk undanfarna daga. Sýrlandsstjórn segir ekkert hæft í þessu en Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna vill að gerð verði rannsókn á málinu. Sýrlandsstjórn samþykkti á síðasta ári að afhenda öll eitur- efnavopn sín til förgunar og fyrr í vikunni fékkst staðfest að 86 pró- sent þeirra hafi þegar verið látin af hendi. - gb Öryggisráðið vill rannsókn: Eiturefnaárásir í Sýrlandi á ný DREIFIBRÉFIN LESIN Úkraínskar konur í borginni Donetsk lesa dreifibréf frá aðskilnaðarsinnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRÉTTA- BLAÐIÐ 15. APRÍL Fram kom í Frétta- blaðinu fyrir níu dögum að nektar- myndum af íslenskum stúlkum er dreift á Internetinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.