Fréttablaðið - 24.04.2014, Side 48
24. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| BÍÓ | 40
AFMÆLISBARN DAGSINS VISSIR ÞÚ…
Leikkonan Shirley MacLaine er
áttræð í dag.
Helstu myndir: The Apartment, Terms of
Endearment, Irma La Douce, Guarding Tess
… að stórleikarinn og hjartaknúsar-
inn George Clooney sefur stundum
í fataskápnum í glæsihýsi sínu í Los
Angeles. Af hverju? Jú, honum finnst
alltof mikil birta í öllum svefnher-
bergjunum.
Búið er að ráða næstum því alla
aðalleikara í kvikmyndina Star Wars
Episode VII en stjórnarformaður
Disney, Alan Horn, vill ekki tjá sig
neitt um hverjir munu leika í mynd-
inni. Girls-leikarinn Adam Driver
hefur verið orðaður við hlutverk
illmennisins í myndinni sem verður
frumsýnd í desember á næsta ári.
LEIKARAVAL NÆSTUM KLÁRT
Samningaviðræður standa nú yfir við
leikstjórann Danny Boyle um að leik-
stýra kvikmynd um Steve Jobs sem
byggð er á ævisögu hans eftir Walter
Isaacson sem kom út árið 2011.
Líklegt er að Leonardo DiCaprio
muni túlka Steve en handritið skrifar
Aaron-Sorkin.
LEO LEIKUR JOBS
Leikstjórinn Richard Donner, sem leik-
stýrði Goonies árið 1985, hefur stað-
fest að framhaldsmynd sé í bígerð. Nú
er framleiðandinn Steven Spielberg
kominn með sögu en Richard fer afar
dult með um hvað framhaldsmyndin
fjallar og verður það líklegast ekki
ljóst fyrr en seint á þessu ári.
KOMINN MEÐ SÖGU
Pólskir kvikmyndadagar hefjast á
morgun, fimmtudag, í Bíói Para-
dís og standa til 26. apríl. Dag-
arnir eru haldnir í tengslum við
verkefnið Ísland og Pólland gegn
útilokun frá menningu, sem er
samstarfsverkefni á sviði lista á
milli landanna. Grundvallarmark-
miðið er að auka aðgengi fatlaðra
að menningu með sjónlýsingar að
leiðarljósi.
Á árunum 2013-2016 voru og
verða sýndar í Wrocław, Reykja-
vík og Hafnarfirði pólskar og
íslenskar kvikmyndir og leikrit og
haldnar verða listsýningar með
það að markmiði að kynna menn-
ingararfleifð beggja landa. Einnig
verða haldin námskeið, samkom-
ur og ráðstefnur sem miðla munu
upplýsingum um hvernig hægt er
að auðvelda fötluðum aðgengi að
menningu.
Pólskir kvik-
myndadagar
LEIKSTJÓRI LECH WAŁĘSA Maður
vonar er Andrzej Wajda, sem hlaut
meðal annars heiðursverðlaun á Óskars-
verðlaunahátíðinni árið 2000 fyrir
framlag sitt til kvikmyndagerðar.
Viðamesta kvikmyndafram-
leiðslan í New York-borg
The Amazing Spider-Man 2 verður frumsýnd á föstudag. Myndin er rúmlega tveir tímar að lengd sem gerir
hana að lengstu kvikmynd um Kóngulóarmanninn. Parið Emma Stone og Andrew Garfi eld eru í aðalhlutverkum.
Kvikmyndin The Amazing Spider-
Man 2 verður frumsýnd á Íslandi
á morgun, föstudag. Í myndinni
rannsakar Peter Parker, sjálf-
ur Kóngulóarmaðurinn, ýmislegt
varðandi dularfulla fortíð föður
síns með hjálp vinar síns, Harrys
Osborn.
Harry þessi er leikinn af Dane
DeHaan en hann breytist í Græna
púkann, erkióvin Kóngulóarmanns-
ins. Allt í allt tók þrjá og hálfan
tíma að farða Harry fyrir hlutverk
púkans og það tók hann um það bil
klukkutíma að klæða sig í búning-
inn sem er rúmlega tuttugu kíló að
þyngd.
Leikarinn Jamie Foxx leikur
óvin Kóngulóarmannsins, Electro,
og Chris Cooper leikur annar óvin
hans, Norman Osborn. Þeir hafa
báðir hlotið Óskarsverðlaun, Jamie
fyrir bestan leik í aðalhlutverki
fyrir Ray árið 2005 og Chris fyrir
bestan leik í aukahlutverki fyrir
Adaptation árið 2003. Þetta þýðir
að þeir eru fyrstu tveir Óskarsverð-
launahafarnir til að leika illmenni í
mynd um Kóngulóarmanninn.
The Amazing Spider-Man 2 var
eingöngu tekin upp í New York og
er þetta viðamesta kvikmynda-
framleiðsla sem hefur átt sér stað
í borginni. Myndin er 142 mínútur
að lengd sem gerir hana að lengstu
kvikmynd um Kóngulóarmanninn
til þessa.
Emma Stone fer með hlutverk
Gwen Stacy eins og í fyrri myndinni
en sú stúlka á tryggan stað í hjarta
Peters. Sem fyrr er það Andrew
Garfield sem leikur Kóngulóar-
manninn en gaman er að segja frá
því að Emma og Andrew eru einnig
par í raunveruleikanum.
Leikstjórn myndarinnar er í
höndum Marcs Webb sem leikstýrði
einnig fyrri myndinni og kvik-
myndinni (500) Days of Summer.
liljakatrin@frettabladid.is 75/100
Emma Stone og Andrew Garfield felldu hugi saman á tökustað kvik-
myndarinnar The Amazing Spider-Man árið 2011. Andrew segist hafa fallið
fyrir Emmu um leið og hún kom í prufu fyrir myndina.
„Það var eins og ég vaknaði þegar hún gekk inn. Hún var síðasta mann-
eskjan til að lesa og mér var farið að leiðast. En síðan kom hún inn og
það var eins og ég hefði farið í flúðasiglingu og langaði ekki að halda mér
í. Það var spennandi og villt í tökunum. Ég varð að vera nálægt henni og
ég gat ekki leyft henni að sleppa,“ sagði Andrew í viðtali við Teen Vogue
þegar fyrri myndin var frumsýnd.
Urðu ástfangin á tökustað
BERST VIÐ ILL ÖFL Kóngulóarmaðurinn kemst að því að eitt tengir alla óvini hans: OScorp-fyrirtækið.
Á HJARTA HANS Gwen Stacy heillar
Kóngulóarmanninn.58/1007,8/10
Opnunarmyndin er Lech Wałęsa.
Maður vonar sem var framlag Pól-
lands til Óskarsverðlaunanna. Sýn-
ingin er klukkan 16.00 og er frítt
inn á hana.
Myndin fjallar um verkalýðs-
leiðtoga og stjórnmálamann sem
var driffjöður í þeim breytingum
sem áttu eftir að ná lengra en fólk
leyfði vonaði. Sögð er saga pólsks
forseta og Nóbelsverðlaunahafa
sem talinn er meðal 100 mikil-
vægustu manna 20. aldarinnar.
Ævisaga pólsks
forseta